Alþýðublaðið - 25.11.1959, Side 12
LIFA LIFI
Breytt viðhorf í
skólamálum.
wwvwwwwwwwwmm
40. árg. — Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — 252. tbl,
LOS ANGELES. — Sóí-
skinið er nú orðið orku-
lind, sem menn keppast
um að nýta, til viðbótar
þeim miklu notum, sem
með éðlilegum hætti og án
hugvits manna, eru af því
höfð. En nú knýr sólskin-
ið beinlínis allar möguleg-
ar vélar og tæki, sem mað
urinn hefur upp fundið.
Það er ofur einfalt að
virkja sólskinið. Silicon
sólsellan gerir það að
verkum. Hún hefur þá
náttúru að breyta sólskin
inu milliliðalaust í raf-
magn.
Framhald á 10. síðu.
HWWWWMWWmWWWWMWMWWmMWiMWWMWWWWWWWWmMvWWWWWWW
höfuðborg lians, Apdyha, er
hann kom aftur heim frá
unnum sigri yfir djöflakon-
unginum Ravana frá Lanka
(nú Ceyion). Leirlamparnir
voru tendraðir og blysum á
loft skotið til þess að gefa
það til kynna, að göfgin
hefði borið sigurorð af öf 1-
um hins illa.
Ilátíðinni er nú hagað með
mjög margvíslegu móti. Hjá
sérstökum hópi Hindúa er
hátíðin látin marka fjárhags
leg áramót. í Rajasthan er
þetta eins konar bóndadag-
ur. Bóndi tekur eins konar
helgibað, en kona hans á að
veita honum lotningu svo
sem hann væri guð. Annars
staðar er spilað upp á pen-
. inga, og er þá látið heita
sem menn vilji komast að
raun um hvort hamingju-
dísin er manni enn hliðholl.
Kalidýrkun er ríkur þátt-
ur í „Diw'ali''. Myndir af
gyðjunni eru reistar. Hún
hefur fjóra handleggi með
sitt vopnið í hverri hendi.
Venjulega er hún að berjast
við illa anda.
er sjúkdómur
Vín, nóv.
HMEIMSFRÆGUR hol-
lenzkur læknir sagði á lækna
ráðstefnu í Vín fyrir skömmu,
að heimþrá væri veiki og ef
hún er ekki læknuð — með
því að fara heim, — þá geti
hún leitt til einkenna, sem
minna á flogaveiki eða tauga-
veiki.
Hollendingurinn segir að
svissneskur læknir hafi þegar
á 17. öld lýst heimþrá og sagt
að hún lýsi sér sem þunglyndi
og svartsýni. Lækningin er sú
ein að fara heim til sín.
Svarti dauöi
og bóla
herja enn
BÓLA og svarti-dauði eru
sjúkdómar, sem flestir munu
telja að séu með öllu úr sög-
unni. En því miður er ekki
því láni að fagna. Samkvæmt
nýútkomnum skýrslum Al-
þj óðaheilbri gðisstof nunarinn
ar (WHO) létust ekki færri
en 247.000 manns úr bólu í
heiminum árið 1958. 88% af
þessum dauðsföllum urðu í
Indlandi og í Pakistan.
Auk þess barst kúabóla til
11 landa frá öðrum löndum á
þessu ári. 11 smitberanna
komu með skipum, en tve:r
með flugvélum.
Svartidauði (pest) er sífellt
í rénun í heiminum, en þó
voru skráð um 100 sjúkdóms-
tilfelli árið 1958.
Samkvæmt sömu skýrslum
dóu 41.000 manns úr kóleru
árið sem leið.
Enn plægf með heslum
ÞÓTT víðast fari dráttarvél-
um fjölgandi við landbúnað-
arstörf og hestum fækkandi
að sama skapi, er þeirra
starfi þó ekki alls staðar lok-
ið. Þetta sterklega tvíeyki,
er sett hefur verið fyrir
plóginn, tók nýlega þátt í
plógkeppni í Englandi.
Bókmennfakvöld í
Ameríska Bóka-
safninu.
FYRIR hálfum mánuði var
efnt til bókmenntakvölds í am-
eríska bókasafninu að Lauga-
vegi 13, sem Upplýsingaþjón-
usta Bandaríkjanna stóð. að í
samvinnu við fulltrúa British
Council hér á iandi, dr. Donald
Bi'ander, sem kennir ensku og
enskar bókmenntir við Háskóla
íslands.
Þetta fyrsta kvöld var lesið
upp úr verkum enska skáldsins
Charles Dickens. Upplesturinn
var mjög vel sóttur af þeim,
sem áhuga hafa á að kynnast
enskri tungu og enskum og am-
erískum bókmenntum. Næsta
bókmenntakvöld iaf þessu tagi
verður haldið nk. þriðjudag
hinn 24. þ. m., og hefst það kl.
8.45 e. h. Verða þá lesnir upp
valdir kaflar úr verkum hins
góðkunna ameríska skálds
Mark Twiain, sem mörgum hér
er kunnur.
Má vænta þess að margir
hafi áhuga á iað sækja þetta bók
mennta kvöld í ameríska bóka-
safninu, og er öllum heimil
þátttaka í því.
Jengdasonurinn'
í 30. sinn,
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýn
ir gamanleikinn Tengda-
sonur óskast í 30 sinn ann
að kvöld. — Leikur þessi
hefur orðið einna vinsæl-
astur af þeim gamanleikj
um sem Þjóðleikhúsið hef
ur sýnf um langan tíma.
Myndin er af Bessa
Bjarnasyni í hlutverki
hins óJánssama vonbiðils.
DACCA, Austur-Pakistan. -
Diwalii, hátíð, sem stundum
er kölluð „Hindúajól“, er
haldin á mismunandi tíma
og með mismunandi hætti
meðal Indverja.
Hindúarnir, sem eiga
heima innan um Múhameðs-
trúarmennina í Austur-
Pakistan, lialda þessa hátíð
í október og spara ekkert til
að gera hana hátíðlega.
Þá er hvert hindúahús
skreytt með „dipum“, en
það eru leirlampar, sem
brenna feiti, og með „alp-
ana“, sem eru forn merki
og form, sem teiknuð eru á
gólfið. Börn og fullorðnir
skemmta sér við flugelda-
sýningar, en einnig eru
þuldar bænir til Kali, gyðju
máttarins.
Arfsögnin greinir frá því,
að Diwali var fyrst haldin
hátíðleg á stjórnartíma
Rama, sem er goðsagnakon-
ungur á Indlandi. Það var í
HINN þekkti franski upp-
eldisfræðingur ungfrú Claire
Boby var fyrir skömmu á fyr-
irlestrarferð í Danmörku.
Politiken hafði viðtal við
hana og fer hér á eftir út-
dráttur úr því.
Ég heí um 15 ára skeið
verið ráðgjafi við franska
kennslumálaráðuneytið, sagði
ungfrú Bóby. — Einkum hef
ég haft með máléfni 12—19
ára unglinga að sýsla. I
Frakklapdi er tmnið að því að
gjörbreyta skóíakerfinu og
J var réyndar byrjað á því 1945
I í stríðslok. Við vinnum að því
að gera uusdingana hrefa til
þess að lifa lífinu og það verð-
'ur ekki gert nema fræðslu-
f kerfið breytist með breyttum
iMWMMWMWWWWWWWWWW
tímum. Það eru takmörk fyr-
ir því, sem barn getur lært.
A síðustu árum hefur bætzt
við svo gífurleg ný vitneskja,
sem nauðsynlegt er að kenna
börnum, að kasta verður burt
mörgum nauðsynlegum atrið-
um. Það er ekki hægt að of-
þyngja minni barna enda-
laust með staðreyndum en í
staðinn verður að kenna þeim
að nálgast vitneskju með því
að fletta upp í bókum og nota
bókasöfn og önnur söfn til að
afla sér sjálfstæðrar þekk-
ingar.
Margir telja að manneskj-
an eigi á hættu að verða hugs-
unarlaus vél með þessu áfram
haldi, og víst er sú hætta fyr-
ir hendi. Þar af leiðandi verð-
ur að leggja áhei'zlu á að
þroska einstaklinginn.
Frönsk skólabörn hafa
mikið að gera, en ekki ber
mikið á að erfitt sé að halda
uppi aga. Ef það kemur fyrir
er það annað hvort kennaran-
um eða ófullkomnu húsnæði
að kenna. Það er ekki nokkur
leið að halda uppi aga í bekk,
sem í eru allt að sextíu börn.
Afbrot unglinga í Frakk-
landi eru heldur ekki eins út-
breidd og bækur og kvik-
myndir gefa til kynna. En
vandamál okkar í Frakklandi
er að fjármagn vantar eins og
svo víða annars staðar til að
halda uppi öflugu starfi með-
al æskulýðsins.
Hindúa-jól'