Alþýðublaðið - 29.11.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.11.1959, Blaðsíða 12
^ ■ -- ■ IÐ SÆLU KOMMUNISMANS H GREIN UM ÞAÐ ER V 1....... I FLÓTTA MENN Á 4. SÍÐU MVKÍH ^ vinstri: Langar rl í 11L/ raðir kóreískra flóttamanna á leið sinni suð- ur á bóginn út af yfirráða- svæði kommúnistá. Það er snjór, færðin þung og ærið kaldsamt á þeirri leið. yyyn lleðan til vinstri: I 111111/ Þetta er tíbezkur flóttadrengur. Hann var fyrsta barnið, sem kom til indversku flóttamannabúð- anna í Misamari, eftir að flóttamannastraumurinn frá Tíbet hófst. MVK!n ne®an hægri» I ITS'sl/ Gamlir vinir hitt- ast. Þetta eru Ungverjar, seiw hittust í Vín. Höfðu báðir flú- ið land eftir hina misheppn- uðu tilraun til að steypa kommúnistastjórninni haust- ið 1956. mez MIKLAR umræður eru nú um það í Englandi og víðar, að þriggja ára gömul stúlka, Linda Martel frá Guernsey, ein af ensku eyjunum við Frakklandsströnd, sé gædd undarlegum lækningamætti. Það birtist af henni mynd hér á baksíðunni á dögun- um, þar sem liún var að lækna konu, en nú hafa bor- izt nánari fregnir um' ,,undra barn“ þetta. Hún er fædd 21. ágúst 1956 og var ekki hugað líf, bafði vatnshöfuð. Læknum tókst þó að bjarga lífi henn- ar og nú þroskast hún og dafnar vel, að öðru leyti en því, að fætur hennar eru lamaðir. Blaðamenn hafa farið á vettvang og spurt hana og þá, sem hún á að hafa lækn- að, spjörunum úr, og virðist svo sem hún lækni fólk að- allega af þrálátum verkjum. Fimmtug kona, frú Carl- son að nafni, hafði fyrir 32 árum misst þungan hlut o‘f- an á fótinn á sér, og hafði ein táin síðan verið staur og sótt að meiðslinu þrautir miklar. Með því að snerta fótinn, segir hún, að barnið hafi losað sig við þrautirn- ar. Þá segir konan, sem myndin var af á dögunum, að barnið hafi læknað sig með snertingunni einni, af þrautum í mjöðminni, en þær hafi hún lengi haft og gat árum saman ekki rétt úr sér til fulls. Nú getur hún það þó auðveldlega. Þá hefur barnið læknað báða foreldra sína að höfuð- þrautum og gömul einfætt kona segir það hafa losað sig við óþægindi í heila fæt- inum. Átta ára drengur, sem þarna er líka, hafði visinn „Koncin frá Lournes bíður eftir mér handlegg og eftir að Linda hafði snert hann tók máttur smátt og smátt að færast í handlegginn. Blaðamaður innti Lindu litlu eftir því, hver gætti hennar og hún svaraði: „Konan frá Lourdes lítur eftir mér“. Þar vísar barnið til þeirra lækningaundra, er eiga að hafa gerzt í bænum Lourdes í Suður-Frakklandi, Og kon- an frá Lourdes á að vera heilög María mey. MMMUUUMMMMUMtMmmvmMmmMMIMMMMHMV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.