Alþýðublaðið - 29.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.11.1959, Blaðsíða 10
Verkamannafélagið Dagsbrún. Félagsf undur verður haldinn í Iðnó mánud. 30. þ. m. kl. 8,30 s. d. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kosið í uppstillingarnefnd og kjörstjórn. 3. Samningamálin. Fjölmennið og sýnið skírteini við inngang- inn. Stjórnin. Hjarkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir JÓSEP HÚNFJÖRÐ lézt í Landakotsspítala föstudaginn 27. þ. m. Katrín Vilhjálmsdóttir og Sigríður Húnfjörð. frá Sálarrannsóknaféfagi íslands Sálaffrannsóknafélag fslands hefur ákveðið að stofna til bókaútgáfu, með það fyrir augum að gefa út merkar bækur um sálarrannsóknir, dulræn efni og andleg mál, ýmist frumsamdar eða þýddar, fyrst um sinn eina bók á ári, en síðar fleiri, ef útgáfan fær góðar viðtökur al- mennings. Fyrsta bókin, sem Bókafélag S.R F.f. (en svo nefnist út- gáfan) gefur út, verðui' úrval af erindum og ritgerðum eftir Einar H. Kvaran um sálræn efni, og heitir bókin: „EITT VEIT ÉG“. Þessi bók er gefin út í tilefni af aldarafmæli skáldsins hinn 6. desemjber n. k. í bókinni, sem verður um 400 bls. í sama broti og „Morgunn“, tímarit Sálarrannsóknarfé- lagsins, verða prentaðar um 20 meiri háttar ritgerðir og fyrirlestrar, sem ibirzt hafa á víð og dreif í tímaritum á árunum 1905—1938, eða verið gefnar út sérprentaðar, og flestar ’ löngu ófáanlegar. Auk þess nokkurt efni, sem aldrei hefur verið prentað. Bæbur þær, sem Bókafélag S.R.F.f. gefur út, verða seldar skráðum félagsmönnum þess allmiklu ódýrari, en hægt verður að selja bækurnar á almennum bókamarkaði. — Verð á þessari fyrstu bók félagsins verður þannig aðeins 80 kr. hft. en 115 k*. innb., send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu beint til félagsmanna (en á almennum bóka- markaði verður bókin seld á 150 kr. hft. en 195. kr. innb). J>eir, sem óska að verða félagsmenn í Bókafélagi S.R.F.f., og þannig verða aðnjótandi þeirria sérstöku kjara, sem hér er um að ræða, og jafnframt stuðla að útgáfu bóka um þessi efni, eru beðnir að rita naín sitt og heimilis- fang á meðfylgjandi seðil, klippa hann út, og senda seðil- inn ófrímerktan og án þess að láta hann í umslag, í pósti til Bókafélags S.R.F.Í., Pósthólf 433, Reykjavík. Til Bókafélags S.R-F.f., Pósthólf 433, Reykjavík. Undirrit ...... óskar að gerast félagf í Bókafélagi S.R. F.í. Óska ég að fá félagsbók þessa árs senda burðargjalds- frítt gegn póstkröfu hefta á 80 kr. innb. á 115 kr. (strikið út það sem ekki á við). Nafn ........................... Má ieggja ófrímerkt í póst. Nýjar jólabækur - kjömar gjafabækur LANDHELGIS-BÓKIN, sem er í tveim hlutum, nær yfir 550 ára tímabil og rekur einn stórbrotnasta þátt í sögu landsmanna, sókn og vörn kynslóðanna fyrir réttindum sínufn gegn yfirgangi erlendra þjóða í land- helgi íslands. Fyrri hlutinn nær frá árinu 1400 til 1958. Þar er rakinn hinn sögulegi þráður á skýran og skemmtilegan hótt. Hefst frásögnin, þegar hinir fyrstu erlendu menn koma hingað til fiskveiða. Þá er í bókinni annáll, er greinir frá 200 söguleg- um atburðum í hálfa sjöttu öld. Síðari hlut- inn hefst, þegar varðskipafloti íslendinga leggur úr höfn- aðfaranótt 1. sept. 1958 til þess að verja hina nýju 12 mílna landhelgi og lýkur 1. sept. 1959. Gunnar M. Magnúss tók bókina saman. Hann hefur áður sannað með „Virkinu í norðri“ o. fl. sögulegum rit- um, að honum er sérstaklega lagið að vinna slík ritverk. í bókinni, sem er prentuð á mjög vand- aðan pappír, eru 160 myndir efninu til skýr- ingar, ýmsar þeirra stórsögulegar frá fyrri tímiim fram á þennan dag. DÝRKEYPTUR SIGUR er nútíma skáld- saga, mjög vel rituð, enda vakti bókin mikla athygli, þegar hún kom út í London árið 1957, en á frummálinu er heiti bók- arinnar „Room at the Top“. Kmikmynd, sem gerð var eftir sögunni, og hlaut margs konar viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes s. 1. vor, verður sýnd í Tjarnarbíói um næstu áramót. í bókinni eru myndir úr kvikmyndinni. „Dýrkeyptur sigur“ er ást- arsaga í orðsins fyllstu merkingu. EINN Á FLEKA er karlmannleg sjómanna- bók. í henni segir ameríkumaðurinn Willi- am Willis frá sjóferð sinni frá Perú til Brezku Samoa. I misjöfnu veðri og með ævintýralegri þrautscigju náði hann landi eftir 115 sólarhringa og 9700 kílómetra sjó- ferð. William Willis er einn þeirra manna, sem sleppur frá hinum háskalegustu ævin- týrum. Bókin er í stóru broti, vönduð að ytra frágangi, en inni í bókinni eru 40 sér- prentaðar myndir frá hinni söguríku sjóferð. KAPPFLUGIÐ UMHVERFIS JÖRÐINA er bók við drengja hæfi. Þar segir frá kapp- flugi margra flugvéla kringum hnöttinn, segir frá hættum þeim og torfærum, sem mæta flugmönnunum á þessari löngu leið. Þetta er efni sem tápmiklir unglingar hafa gaman af að lesa um: flugvélar, flugmenn og ekki sízt hið spennandi kappflug um- hverfis jörðina. Freysteinn Gunnarsson ís- lenzkaði. ANNA FÍA er skólasaga um heilbrigðar, táp miklar stúlkur. Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri liefur valið þessa bók til útgáfu °g þýtt hana á fallegt íslenzkt mál. HEIÐA, PÉTUR og KLARA er framhald bókarinnar „Heiða og Pétur“, sem kom út síðastliðið haust. Nú kemur Klara í heim- sókn til Heiðu litlu og afa gamla á fjallinu og ber þá margt til tíðinda. „Heiða, Pétur og Klara“ er skrifuð á léttu máli, spennandi bók, og mjög falleg að efni og myndum. ... og fyrír yngsíu lesendurna er m. a. ný myndskreylt vísnabólt, sem heitir „Nú er glatt“. Gyða Ragnars- dóttir hefur tekið bókina saman. Þar eru alls konar íslenzkar vísur og kvæði við barna hæfi, en með hverju kvæði er teikning, sem gerir vísnabókina ennþá skemmtilegri. ISLENZKU DÝRIN er litrík myndabók af íslenzkum dýrum. Bókih er prentuð á harð- an pappa og því sérlega hentug fyrir ung- börn. Halldór Pétursson gerði teikningarn- ar af dýrunum. SNÖÐUR OG SNÆLDA, fyrstu fjögur heftin, sem hafa verið með öllu ófáanleg um lengri tíma, fást nú afíur í bókaverzl- unum, og eins og áður er litmynd á hverri blaðsíðu. Heimilisfang SETBERG 29. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.