Alþýðublaðið - 22.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreiðsia blaðslns er í Alþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfisgötu, Simi Ö88. Aaglýsingum sé skiiað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi ki. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Askriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm, eindáikuð. Utsölumenn beðnlr að gera skil tll afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. er góðir og gegnir, þá er öllu ó- hætt. Þar er grundvöllurinn, sem alt verður að byggjast á ef vel á að fara, hvað sem hver segiri Nú vill svo vel til, að annar mað urinn á B-Iistanum er maður, sem eg þekki persónulega vel og hefi mikið álit á. Það er Ingimar Jóns- son. Hann er, eins og kunnugt er, jafnaðarmaður, en hann er gætinn og hygginn, og það eru altaf miklir kostir, hvaða stefnu sem menn annars fylgja. Og eg get ekki séð neitt á móti þvf, að jafn aðarmetm eigi sæti á þingi. Eg held þvert á móti að það geti verið gott að allar stefnur togist dáiftið á, ef sá reipdráttur er í höndum góðra manna. Við það ættu málin óneitanlega að skýrast, nýjar hliðar að koma fram, og til- breytingarleysi gamalla, viðtekinna skoðana að hverfa að svo og svo miklu leyti. Þvf hefir verið haldið fram, að hér væri alls ekki jarð- vegur fyrir kenningar jafnaðar- manna ; öll skilyrði til þess vant- aði. Hér væri t. d. ekkert auð- vald. Því hefði socialisminn ekk- ert erindi hingað. Þetta er að ýmsu leyti vanhugsað. Því að þó að hér vceri ekkert auðvald, þá gæti verið hér um auðvaldsstefiiu að ræða. Og auðvaldsstefna skap- ar auðvald, fyr eða síðar, ef hún fær að vera einráð. Og það er al- veg eins nauðsynlegt að stemma stigu fyrir yfirvofandi hættu, eða hættu sem líklegt er að beri að höndum, eins og að laga það, sem þegar fer aflaga. Það lftur helzt út fyrir að ein tegund manna faaldi, að heimurinn muni blátt á- fram sporðreisast, eí alt er ekki f einhve'jum ákveðnutn skorðum, og ef þeirra eigin skoðanir ráða ekki lögum og lofum. Eg held nú að eitthvað annað og meira þuifi til þess. En hvað sem þvf llður, þá held eg að yfirleitt bresti okk ur þekkingu á socialismanum. Hann er nokkuð flókin stefna að mörgu leyti, sérstakl. fjármálahlið hans, og yfirleitt munu menn alis ekki hafa skilyrði til að dæma um þá hlið hans. En að því er til hugsjónarinnar sjálfrar kemur, þá þori eg að fuliyrða, að allir góðir menn eru meiri eða minai jafnað- aðarmenn. Framkvæmd hugsjón- arinnar getur verið svo og svo miklum örðugleikum bundin, og það getur verið mikið vafasamt, hverjar aðferðir eru beztar, en að- alatriðið er þó hitt, -að reyna að þokast nær og nær markinu. Ef hugsjónin er góð og gild — hví þá ekki að reyna að skiia henni eitthvað áleiðis i veruleikanum ? íí' •* * Ingimar Jónsson er maður, se-m eg trúi vel fyrir þessari hug jón. Hann er frjálshuga maður og hug- kvæmur, og mun því ekki iáta blint flokksfylgi leiða sig út á villigötur. Og eg held að það sé ekkert á móti þvf, að andrúms- loftið sé dálítið hreinsað, og ein- hver verði til þess að rjúla þok- una, sem hvflir eins og farg á ýmsum stjórnmálum vorum. Hrein- skilna og óeigingjarna menn þurf- um við að fá á þing. Það á ekki við f þessu sambandi að minnast á blaðamenskuna hér, jafnvel þó full ástæða sé til að gagnrýna hana ofurlítið, því það er áreiðan- lega engin geisladýrð eða morgun- bjarmi sem leikur um sum blöðin hér í höfuðstaðnum! —---------- Ef Ingimar jónsson kemst á þing, þá verður einum skynsömum og góðum manni fleirra á lög gjafarsamkomu vorri. Hér er ekki neitt oflof borið á manninn. Eg er lítið fyrir að lasta menn og eins að lofa, en ef eg vil segja mitt álit, þá kýs eg altaf að líta á hlutinn rólegum rannsóknaraug- um. Það held eg að verði aff*ra- sælast og það er gert hér. G. 0. Fells. Di (lagiim og yepn. Bíóin. Nýja Bíó sýnir; „Saga Borgarættarinnar*', siðari hluta, tvær sýningar. Gamla Bíó sýnir; „Tígulás*. Kreikja ber á hjólreiðum og bifreiðum eigi síðar en kl. 4. Kosningaskrifstofa B-listans (Alþýðuflokksins), er opin alla virka daga í Alþýðuhúsinu við Ingóifstræti, frá ldukkan 10 ár- dégis. A sunnudögum er hún opin eftir klukkan 1. Kjörskrá liggur þar írammi. Simi 988. Elsta manneskja á Akureyri segir íslendingur, að sé ekkjan Sigrlður Ásbjatnardóttir. Hún er 98 ára að aldri, orðin mjög las- burða og liggur í rúminu. . Úrsknrðnr á kærnm. Bæjar- stjóm kaus f fyrrad, 3 manna nefntí til þess að gera tiliögur til bæjar- stjórnar um úrskurðun á kærum yfir viðauka á aukakjörskrá þeirrí sem nú liggur frammi í nefndina voru kosnir borgarstjóri, Sig. Jóns- son og Ólafur Friðriksson. Nefnd þessi hélt þegar fund að- bæjarstjórnarfundi iokr.um, og á- kvað að kætufrestur skyldi vera til næstkomandi fimtudagskvölds: 27. þ. m. Kjörskrá liggur þó ekkí lengur frammi á bæjargjaldkera- skrifstofu, en til laugardagskvölds, svo sem auglýst hefir verið, þar eð nota á það eintak tii þess að prenta kjörskrána eftir. En kjör- skrár verða eftir það — og eru sumpart nú þegar til sýnis á kosningaskrifstofum ailra ijögra listanna. B-listinn. Munið að B-listinn er listi Alþýðuflokksins við þessar kosningar. Kjósið B-listann. Á-listamenn (Peningalistamenn) loka sig altaf inni á fundum sín- um, þó þeir séu opingáttarmenn, og varast að lofa andstæðingunum að mæta „heila heilanna". Úrræðaleysi Morgunblaðsins- biitist á fyrstu síðu þess í fyrra- dag. Lesið greinina sem ber svo dásamlega njfn með rentu, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.