Alþýðublaðið - 02.12.1959, Síða 12
ORERAIVIMERGAU,
Þýzkalandi. —- Veitinga-
maður hefur verið valinn
til þess að fara með hlut-
verk Krists á Píslarsjón-
leiknum í Oberammergau
á næsta ári. Hann heitir
Anton Preisiuer, 47 rira og
fjögurra barna faðir.
Preisinger og þriðji
hluti íbúa þorpsins hafa
ekki skorið hár sitt né
skegg í heilt ár. Þeir
munu allir fara með hlut-
verk í Píslarleikunum.
Útlit Preisingers og
rötld er þannig að hann
getur leikið Krist mjög
sannfærandi.
Písarleikirnir í Ober-
ammergau eru haldnir á
tíu ára fresti og 1950 fór
Preisinger líka með hlut-
verk Krists. Hann verður
m. a. að hanga 25 mínútur
á krossinum á hverjum
degi frá því um miðjan
maí til septemberloka.
Búizt er við 800.000
gestum á leikina og í þeim
taka þátt 1400 manös.
Leikirnir hefjast kl. rúm-
lega átta á morgnana og
^tanda til kl. 6 með
tveggja tíma matarhléi.
Oberammergau er í
Bayersku Ölpunum og er
sérkennileg um margt,
biblíumyndir eru málað-
ar á flest húsin.
Píslarleikirnir þar hóf-
ust 1633 er Svarti dauði
geisaði í þorpinu og 84
þorpsbúar létust. Þá var
því lofað að leika Píslar-
söguna á tíu ára fresti í
þorpinu ef plágunni létti
og upp frá því dó enginn
þar úr Svarta dauða.
Strangar reglur gilda
um val leikendanna. Karl-
mennirnir verða að vera
fæddir í Operammergau
og búið þar í 30 ár eða ver
ið giftir konu þaðan í 10
ár. Konurnar verða að
vera undir 35 ára aldri.
Allir verða að vera ka-
þólskrar trúar. Leikirnir
sýna innreið Krists í Jerú-
salem, þegar hann kveður
móður sína, síðustu kvöld
máltíðina, Júdasarkossinn
og krossfestinguna m. a.
Og að síðustu upprisuna
og himnaförina.
Á NÆSTA ári eru liðin 300
ár frá dauða franska prests-
ins St. Vincent de Paul, en
hann lagði grundvöllinn að
hjálpar- og líknarstarfsemi
seinni tíma og í mörgum efn-
um var hann 300 árum á und-
an samtíð sinni. Hann lézt 27.
september 1660, áttræður að
aldri. Hann stofnaði reglu
Vincentbræðra og líknar-
systra, en nunnur hennar
ganga í bláum fötum og eru
kallaðar englar orustuvall-
anna og svölur Allah. St. Vin-
cent de Paul var tekinn í
helgra manna tölu öld eftir
dauða sinn.
St. Vincent de Paul vann
• yfirleitt að öllum líknarstörf-
um, sem nú eru þekkt. Hann
stofnsetti sjúkrahús, munað-
arleysingjahæli, iðnskóla fyr-
ir drengi, ókeypis skólagöngu
Barna, stofnaði heimili fyrir
ógiftar mæður, geðveikra-
hæli, elliheimili og uppeldis-
liæli fyrir óknyttadrengi.
Hann skipulágði dreifingu á
mat til fátæklinga og útveg-
aði atvinnulausum vinnu, og
sendi hjúkrunarfólk á heimili.
Starfsemi Vincenthræðra
Framhald á 10. síðu.
★
Debbie leik-
ur í fimm
kvikmyndum
SÍÐAN liún Debbie Reyn-
olds skildi við Eddie hefur
hún komizt í flokk hinna
allra vinsælustu stjarna í
Hollyvvood, að því leyti mætti
hún verða þakklát Liz Taylor
fyrir að hafa tekið af henni
manninn.
Á þessu ári hefur hún leikið
í fimm kvikmyndum ásamt
ýmsu fleira. Ásamt henni
standa á tindi stjörnudóms-
ins Marilyn Monroe, Audrey
Hepburn og Liz Taylor.
Skilnaðurinn og öll skrifin
um hann gerði hana persónu-
lega vinsæla og hún veit það
vel. Hún segir að fimm mynd-
ir á ári séu of margar myndir
og næsta ár ætli hún að leika
í aðeins tveimur. Henni finnst
einnig, að hún hafi ekki nóg-
an tíma til að vera með börn-
unum sínum oe svo verði hún
að skemmta sér dálít;ð meðan
hún sé un»r. Æskan komi aldr-
ei aftnr, þeírar hún er einu
sinni farin, segir Debbie.
JOHANNESARBORG. —
Sjötíu og fimm Afríkumenn
eru í útlegð í sínu eigin
landi. Útlegð þeirra gæti
ekki verið algerari þótt þeir
væru í 5000 mílna fjarlægð
frá heimilum sínum.
Þessir sjötíu og fimm
menn eru hvaðanæva úr Suð
ur-Afríku, en eitt eiga þeir
sameiginlegt, — þeir hafa
allir vakið gremju valdhaf-
anna á einhvern hátt. Og
ríkisstjórnin hefur í hefnd-
arskyni sent þá til fjarlægra
hluta landsins óraveg frá
vinum og ættingjum.
Ekki alls fyrir löngu
. ■tfí-■'. » Vi'. «■VJ<u
skýrðu blöð og fréttastofur
ítarlega frá útlegðardómi
blökkukonunnar Elizabetar
Mafekeng, leiðtoga í verka-
lýðssamtökum Suður-Af-
ríku og ellefu barna móður.
Hún var hrakin brott frá
heimili sínu í hinni fornu
og virðulegu borg Paarl,
skammt frá Höfðaborg.
Henni var skipað að fara til
hinna þurru lenda í Vry-
burghéraðinu í Norð-vestur
Höfðanýlendunni. Hún kaus
í staðinn að flýja til brezka-
verndarsvæðisins í fjöllum
Basutolands.
Mál Elizabethar Mafe-
cWiA-j'í
0J{ HOLLENBRAGÐ
OlS VOND GEIMFÆÐA
FYRIR fáum árum voru
vísindamenn að reyna eins og
þeir gátu að setja klórofyl eða
blaðgrænuefni í allt, sem
hægt var, tyggigúm, tann-
krem og allt mögulegt annað,
sem mannskepnan þurfti að
nota. Nú reyna þeir af álíka
ákafa að ná blaðgrænunni
burt til þess að búa til bragð-
góða fæðu fyrir geimferða-
garpa.
Slíið, sem vex í kyrrum
uppistöðupollum, grænt og
froðukennt, þykir ágæt geim-
garpafæða, en gallinn er bara
sá, að það er hryllilega bragð-
vont. Það vex skjótt og er
næringarríkt. Nú hefur vís-
indamaður, sem starfar hjá
Boeing verksmiðjunum í Se-
attle, fundið upp ráð til þess
að bragðbæta það stórlega.
Hann lætúr geysisterkt ljós
skína á það, svo að það verð-
ur hvítt en ekki grænt, og þá
verður þetta slímkennda efni
miklu betra á bragðið. Hið
bleikta slí hefur annað og
mildara bragð og er auðvelt
að gera það gómsætt með
bragðefnum.
Slíið er heppilegt í fleiri til
fellum en geimferðum. Ef til
kjarnorkustríðs kæmi eða ó-
happa ,sem gerðu jarðveginn
of geislavirkan til þess að
vogandi sé að rækta venjulegt
grænmeti, er unnt að rækta
slí í erunnum bökkum uppi á
húsbökum. Það yrði að vísu
ærið bragðvont slí, rækt'að
við venjulegt sólarljós, en
ekki yrðí það verulega geisla-
virkt. Til þess að bæta bragð-
ið. hvrfti að láta sterkt fluors-
centliós skína á bað.
9&'\
keng beindi athygli heims-
ins . að hinum sérkennilegu
útlegðardómum ríkisstjórn-
arinnar í Suður-Afríku, en
í rauninni er það ekkert
nýtt. Þeir, sem harðast gagn
rýna stjórnina í Suður-Af-
ríku gera sér oft ekki ljóst
að útlegðardómarnir hófust
þar árið 1927 og stendur
ekki í neinu beinu sambandi
við „Apartheit“-stefnuna,
sem núverandi stjórn þjóð-
ernissinna fylgir. Eina við-
bótin við þessi lög, sem þjóð
ernissinnar hafa gert er að
fella niður áfrýjunarrétt
sakbornings er úrskurður
yfirvaldanna hefur verið
felldur. Þá cr það ekki rétt
að útlagarnir hafist við í
fangabúðum, — þeir eru
einangraðir en ekki lokaðir
inni.
Talsmaður stjórnarinnar
hefur lýst þessu þannig:
„Þegar maður er sendur frá
einu héraði til annars líta
íbúarnir þar á hann sem út-
lending, og hann nær litlu
sambandi við þá sem fyrir
eru“. Afríkumenn, sem
stjórnin telur óæskilega, eru
Framhald á 10. síðu.