Alþýðublaðið - 04.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuílokkurinn. — Framkvœmdastjón. mgolfur Kristjánaaon. — Ritstjórar: Benedikt Grondal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundaaon (éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vtn Guömundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- Inynrftnl 14 90«. — ACsetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmMija AlþýðublaBsin*, Hverfisgata 8—10. Málþófið á alþingi ÞESSA DAGANA fer fram á alþingi málþóf, i sem ekki hefur þekkzt þar um langt áraskeið og ■ víst aldrei í líkingu við þetta. Stjórnarandstaðan lætur sér ekki nægja að flytja maraþonræður um dagskrármál og stofna til leiksýningar eins og mál ; flutnings Skúla Guðmundssonar um skemmtana- £ : skattinn. Mál sameinaðs þings eru þæfð lengi og vel utan dagskrár í þingdeildum, en mál þingdeild- ' anna sæta sömu meðferð í sameinuðu þingi. Fyrir- spurnir eru endurteknar þingfund eftir þingfund, kosningum frestað og mál alþingi óviðkomandi með öllu kapprædd þar óratíma eins og til dæmis skoðanir þær um efnahagsmál, sem Jónas Har- • alz gerði að umtalsefni í ræðu sinni á fullveldis- daginn. Stjórnarandstöðunni virðist með öðrum orðum alvara að tefja þingstörfin von úr viti af því að foringjar Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins eru andvígir fyrirhugaðri frestun alþingis. Auðvitað er ekkert við því að segja, þó að skiptar skoðanir valdi deilum á alþingi. Hins \ vegar nær málþófið engri átt. Stjórnarandstað- an er með því að stofna virðingu alþingis í háska og gefa stórvarhugavert fordæmi. Og satt að segja er tilefnið ósköp lítið. Frestun alþingis til janúarloka ætti naumast að raska skapi stjórn- arandstöðunnar eða trufla tilfinningar hennar. Sagf upp slarfi án nægilegs f yrirvara HÆSTIRÉTTUR héfur kveð- ið upp dóm í málinu Lands- sími íslands gegn Ástvaldi Pálssyni, Eskihlíð 23 í Reykja- vík. Er staðfestur héraðsdóm- ur, þar sem Landssímanum var gert að greiða stefnanda Ást- valdi kr. 7.703,04 með 6% árs- vöxtum frá 16. júní 1954 til greiðsludags og kr. 4150,00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir eru þeir, að með samningi aðilanna dags. 3. Þjóðhátfðardags Finna minnsi FINNLANDSVINAFÉLAGIÐ Suomi minnist þjóðhátíðardags Finna með kvöldfagnaði fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Tjarnarkaffi uppi, sunnudag- inn 6. des. kl. 8.30. Dagskrá kvöldfagnaðarins verður fjölbreytt. Sýndar verða kvikmyndir f eðlilegum litum, Kai Saanila phil. cand. stjórnar spurningaþætti fyrir samkomugesti alla, Jyrki Mán- tylá phil. cand. les upp finnsk ættjarða'rljóð. Báðir þessir finnsku stúdentar, sem að framan eru nefndir, dvelja hér við Háskólanám. Að lokum verður dansað. Allir Finnar, sem dvelja í Reykjavík og nágrenni, verða á kvöldfagnaðinum. Félags- menn hafa ókeypis aðgang fyr- ir sig og gesti sína, sýni þeir félagsskíríteini við innganginn. febn. 1945 var stefnandi, Ást- valdur Pálsson, ráðinn til stefnda, Landssíma íslands, sem trésm:ður. Var ráðningar- tími ákveðinn sex mánuðir frá I. marz að telja. Stefnandi var ráðinn fyrir tímakaup og fékk vikulegar greiðslur, auk þess fékk hann greiddar kr. 400,00 á mánuði fvrir trésmíðaáhöld, sem hann lagði til sjálfur. Að liðnum sex mánuðum hélt stefnandi starfi sínu áfram hjá stefnda, en nýr ráðningarsamn- ingur var ekki gerður. H'.nn 2. marz 1953 var stefnanda sagt munnlega upp starfinu og var sú uppsögn staðfest með bréfi dags. 31. marz þ. á. Uppsögnin var miðuð við 1. apríl 1953. Vikulaun stefnanda námu þá kr. 962,88. Stefnandi byggði kröfur sín- ar á því, að hann hafi verið örðinn fastur starfsmaður hjá stefnda og bæri því þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Krafðist hann launa fyrir mán- uðina apríl—júní 1953 kr. II. 554,56, enda hefði hann ekk- ert starf á hendi þann tíma. Stefndi byggði sýknukröfu sína á því, að stefnandi hefði ekki verið ráðinn fastulí starfs- maður. Héraðsdómurinn komst að beirri niðurstöðu, að stefn- andi hafi átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, en fengið einn, og bæri stefnda bví að greiða honum kaup fyr- 'ir mánuðina apríl og maí 1953, kr. 7.703,04 með vöxtum. Hæsti réttur staðfesti dóminn sem fyrr segir. Hér er um að ræða ráðstöfun, sem hlýtur að vera á valdi meirihluta alþingis, en er engan veg inn það árásarefni á ríkisstjórnina, sem stjórn- : arandstaðan vill vera láta. Vissulega er meiri- hlutanum skylt að taka tillit til minnihlutans í störfum alþingis. En hitt er til of mikils mælzt, að minnihlutinn eigi að segja meirihlutanum ! fyrir verkum. # Hörmulegast er þó, að reyndir þingmenn, sem valizt hafa til æðsta trúnaðar, skuli gera sér leik að málþófinu. Framsóknarflokknum og Alþýðu- bándalaginu er auðvelt að stórskaða virðingu al- þingis með slíkum vinnubrögðum, en jafnframt hlýtur sómi hlutaðeigandi stjórnmálaflokka að verða fyrir áfalli. Kjósendur þessara flokka munu margir hverjir sáróánægðir með málefnalegt sam- starf þeirra á alþingi um þessar mundir. En hvað þá um það athæfi, þegar Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið bregða á svo gráan leik að gera sig að viðundri í sölum alþingis án nokkurra málefna og til þess eins að þjóna ólund sinni? ! Áuglýsing | frá Bæjarsíma Reykjavíkur Bæjarsímann vantar nú þegar verkamenn við jarðsímagröft. Nánari upplýsingar gefa verkstjórar bæjar- símans Sölvhólsgötu 11 kl. 13—15 daglega, símar 1 00 00 og 1 65 41. Hannes á h o r n i n u 'y? Skemmdarverk í til- gangsleysi fyrir allra augum. ýV Hvert er ferðinni heitið ? ýV Bókin um Abraham Lincoln. ■fe Bréf Matthíasar til Hannesar Hafstein. ÞETTA *ER EKKI raunhæf stjórnairandstaða. Það getur vel verið að almenningur hafi bú- izt við því að ríkisstjórnin hefði, eftir mánaðarsamninga og hálfs mánaðar setu tilbúin þau mál, sem hún ætlaðist til að gætu Ieyst þann vanda, sem þjóðin er í, en staðreyndin er sú, að ríkisstjcirnin hefur málin ekki tilbúin og treystir sér ekki að hespa þau af, enda hefur hún lýst yfir því, að nú fari fram raunveruleg úttekt á þjóðar- búinu, sem oft hefur verið lof- að en ekki efnt. ÞEGAR SÚ STAÐREYND blasir við er ekki annað að gera en fresta alþingi um sinn með- an verið er að ganga frá málun- um. Ríkisstjórnin hefur tekið þessa ákvörðun og henni verð- ur' vitanlega ekki breytt. Stjórn arandstöðunni hlýtur að vera það Ijóst, að hún snýr hvorki þeim, sem skipa ríkisstjórnina né þeim þingmönnum, sem hafa lýst yfir stuðningi við hana. Þess vegna er málþóf á alþingi dao- eftir dag ekki annað en sóun á fé þjóðarinnar. tafir á starfi ríkisstjórnarinnar og skemmdir á framkvæmdavald- inu. MÁLÞÓF OG BELLIBRÖGÐ eins og þau, sem stjórnarand- staðan beitir nú á alþingi, er því ekki til annars en að spilla fyrir, tilraun til þess að brjóta tannhjól í vél, saga til hálfs í sundur burðarás, yfirleitt skemmdarverk, ekki gagnvaxt þeim flokkum, sem standa að ríkisstjórninni, heldur gegn af- komu þjóðarheildarinnar. Hér ræður meir pólitísk afbrýði- semi, sjúk öfudn og hatur, en pólitískt vit. því að þessi fram- koma mælist ákaflega illa fyrir meðal almennings. OG SVO ER SAGT, að stjórn arandstaðan hafi í bakvasanum vantrauststillögu, sem eigi að leggja fram næstu daga og krefj ast útvarpsumræðna í tvö kvöld. Það vantraust er ekki byggt á neinum raunhæfum málum, því að þau hefur rík- isstjórninni enn ekki unnizt tími til að leggja fram, heldur er það sprottið af sama grunni: afbrýðiseminni og skemmdar- fýsninni. Hvenær eignumst við íslendingar heilbrigða og raun- hæfa stjórnarandstöðu? THOROLF SMITH hefur skrifað mikla og merka bók um Málfundafélagið Faxi 20 ára LAUGARDAGINN ■ 21. nóv- ember s. 1. minntist Málfunda- félagið Faxi í Keflavík 20 ára afmælis síns með veglegu hófi í samkomusal Aðalvers í Kefla vík, en málfundafélagið var stofnað 10. október 1939. Félag þetta, sem telur aðeins 12 félagsmenn, hefujií alla tíð starfað af miklum krafti. Aðal- verkefni þess, utan málfunda- starfsins, hefur verið blaðaút- gáfa, en mánaðarblað þess, Faxi, hóf göngu sína í desem- ber 1940, eða ári síðar en mál- fundafélagið var stofnað. Blaðið Faxi, sem er fyrsta prentaða blaðið, er gefið hefur verið út á Suðurnesjum, hefur komið nokkuð reglulega út s. 1. 19 ár. Það hefur ætíð starfað á ópólitískum grundvelli, en látið velferðar- og menningar- mál Suðurnesja mjög til sín taka. í blaðinu er einnig að finna mikinn og mairgháttaðan fróðleik um líf og starf liðinna kynslóða, — sögulegan fróð- leik, sem vart mun annars staðar að f:nna. Stjórn félagsins er nú þann- ig skipuð: Hallgrímur Th. Björnsson, formaður, Valtýr Guðjónsson, varafortmaður og Margeir Jónsson, gjaldkeri. Um 60 félagsmenn og gestir sátu afmælisfagnað félagsins. Ritstjórn blaðsins Faxi er nú þannig skipuð: Form.: Hall- grímur Th. Björnsson, hann er einnig ritstjóri blaðsins. Vara- foirim.: Margeir Jónsson. Ritari: Kristinn Pétursson. eitt mesta mikilmenni sögunn- ar: Abraham Lincoln. Smith hefur þaullesið allt. sem um þennan mikla mann hefur verið skrifað o<r hann hefur skoðað söfn um hann, heimsótt fæðing- arbæ hans og kynnt sér allt, sem hægt er vestan hafs til þess að geta tekið saman þessa bók. ABRAHAM LINCOLN er svo risavaxinn persónleiki, að al.lir menn geta á öllum tímum lært af honum. Slíkir persónuleikar eru m.jög fátíðir. Hann er að þessu leyti eins og Albert Schweitzer.' Lincoln er löngu dáinn, en enn er hann lifandi í hugskoti mannanna eins og hann gengi enn meðal okkar. Þannig mun og verða um Schweitzer löngu eftir að hann er allur. — Bók Thorolfs Smiths er mjög greinagóð Op vel gerð. Hún fyllir upp brýna þörf. Sér- staklega er nauðsynlegt að ungt fólk lesi hana með gaumgæfni. I bókinni eru 60 myndir. nær allar um 100 ára gamlar. BRÉF FRÁ LIÐINNI TÍÐ gefa manni jafnvel betri yfir- sýn um menn og málefni en bækur. sem ritaðar eru beinlín- is um það efni. Þannig er bókin: Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Hafsteins. ísafold- arprentsmiðja gefur bókina út„ en Kristján Albertsson sá um útgáfuna, ritaði skýringagrein- ar og skrifaði formálann. Fyrsf. Of? fremst kynnist maður Matt- híasi. en einnig Hannesi. Sér- staklega stendur Matthías ljós- lifandi f.yrir augum manns, enda var hann mikilvirkur bréf ritari En maður fær líka nokk- uð glögga mynd af Hannesi Haf stein. Hafstein kom ungur á fund Matthíasar og upp frá því voru þeir vinir alla sevi. Bréfin eru skemmtileg og fróðleg. Hannes á horninu. 4 4. dies. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.