Alþýðublaðið - 23.12.1959, Page 3
Jólaannir
í fluginu
Bifreið inn um
búðarglugga
STÓR bandarísk fólksbifreið
ók inn um sýningarglugga Hús-
gagnaverzlunar Axels Eyjólfs-
sonar, Skipholti 7, laust fyrir
hádegi í gær.
Málsatvik eru þau, að öku-
mlaðurinn beygði sig niður í bif
reiðinni, þar sem hún stóð kyrr
á götunni, og ætlaði að laga eit{
hvað í mælaborðinu. Mun hann
hafa rekið sig í gírstöngina með
þeim afleiðingum að bifreiði^
hrökk í gír.
Brunaði hún á allmikilli ferð
inn urn sýningarglugga hús-
gagnaverzlunarinnar. Fór bif-
reiðin hálf inn um gluggann.
Braut hún tvær stórar rúður og
gluggapóst. Bifreiðin skemmdi
einnig húsgögn, sem hún lenti
á, m. a. brotnaði sófi, Glerinu
rigndi yfir póleruð húsgögnin
og skemmdust þau mikið. Tjón-
ið mun nema þúsundum króna.
— 23. des. 1959
ar, Vestmannaeyja, Þingeyrar,
Flateyrar, Blönduóss og Sauð-
árkróks.
flutningar meiri
EN í FYRRA
Flutningar fyrir jólin eru
meiri nú en t. d. fyrir jólin í
fyrra og á það bæðf við um far-
þega og eins er meira flutt af
vörum.
í dag verður flogið til Akur-
eyrar, ísafjarðar, Vestmanna-
eyja og Húsavíkur og á aðfanga
dag til Akureyrar, Kópaskers,
Þórshafnar, Egilsstaða, Vest-
mannaeyja og ísafjarðar.
Á jóladag og annan í jólum
verður ekkert flogið innanlands
á vegum Flugfélags íslands, en
á þriðja hefst flug að nýju og
verður þá farið til Akureyrar,
Egilsstaða og Vestmannaeyja.
'Síðasta ferð flugvéla Flugfé-
lags íslands frá útlöndum fyrir
jól var í gær. Næsta ferð til
Glasgow og Kaupmannahafnar
verður mánudaginn 28. desem-
ber.
ANNA KASFHI
VEIKIST HÉR
SJÖMANNADAGSKONUR í
Reykjavík: Fyrir hönd þeirra
vistmanna, sem fengu jólaglaðn
ing, er þeim var færður fyrir
ykkar hönd, vil ég færa ykkur
beztu þakkir okkar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
og allrar farsældar á komandi
ári — megi gæfa ávallt fylgja
ykkur í störfum ykkar.
Hrafnistu, 18. des. 1959.
Björn Gíslason.
MIKIÐ annríki er nú í inn-
anlandsflugi Flugfélags fslands
og hafa flutningar gengið mjög
að óskum að undanförnu.
Veður hefur verið mjög hag-
stætt og er sjaldgæft að hægt
sé að halda uppi áætlunarflugi
til allra staða innanlands á þess
um árstíma án tafa.
í gær var flogið til Akureyr-
ar (tvær ferðir á Skymaster) og
ein ferð til Egilsstaða, ísafjarð-
KL. 12.50—14 Við
vinnuna. 18.30 Út-
varpssaga barn-
anna. 20.30 Jóia-
kveðjur. — Tón-
leikar. 22.10 Fram
haldandi jólakveðj
ur og tónleikar. —
Síðast danslög. Kl_
1.00 Dagskrárlok.
morgun og gat farið með þot-
unni til New York skömmu fyr
ir hádegi í gær.
Anna Kashfi var mjög þreytt
á ferðalaginu: Hún hafði orðið
að bíða eftir þotunni í 6 tíma
í London. Þar þyrptust um
hana blaðamenn sem veittu
henni engan frið. Mun þreytan
og taugaslappleiki hafa valdið
krampanum.
Er kominn
til skila ]
ÁGÚST Ólafsson, til heimil-
is að . Grettisgötu 61, fór að
heiman frá sér 1 eftir hádegi
hinn 16. þ. m. Hafði ekkert til
hans spurzt síðan.
Auglýst var í útvarpinu eft-
ir Ágústi í fyrrakvöld. Fréttist
til hans skömmu síðar og er
hann nú kominn til skila.
Sfjérn Bandalags
ísl. lislamanna.
STJÓRN Bandalags íslenzkra
l'stamanna skipti nýlega méð
sér verkum. Forseti Bandalags-
ins, Svavar Guðnason, listmál-
ari, tilnefndi sem varaforseta
Brynjólf Jóhannesson, leikara.
Þá kaus nýja stjórnin Jón Leifs
sem ritara, en Ágúst Pálsson,
arkitekt, sem gjaldkera. Með-
stjórnendur eru Guðmundur
Matthíasson, píanóleikari, Sig-
ríður Ármann, listdansari og
Þóroddur Guðmundsson, rit-
höfundur.
Stjórn Bandalagsins skipaði
í stjórn Listamannaklúbbsins
Þá Jóhannes Jóhannésson; list-
málara, Jón Leifs og Sigvalda
Thordarson, arkitekt.
BROTIZT var inn í vöru-
geymslur tveggja verzlunarfyr-
irtækjar í Garðastræti í fyrri-
nótt.
Ekki hefur verið hægt að sjá,
að svo stöddu, hvort nokkru hef
-ur verið stolið. Þessi tvö verzl-
unarfyrirtæki eru íslenzk-er-
lenda og SKF.
MEÐAL farþega í Boeng-707
þotu frá ástralska flugfélaginu
Quantas, sem kom til Kefla-
víkurflugvallar í fyrrakvöld,
var Anna Kasfhi, sem nýlega
er skilin við leikarann Marlon
Brando. Með henni var barn
þeirra.
Þotan kom um klukkan 10
um kvöldið til Keflavíkurvall-
ar, en vegna bilunar urðu far-
þegar að dveljast um nóttina
á flugvallarhótelinu. Anna Kas
fhi fékk stífkrampa um nótt-
ina og varð að senda eftir her-
lækni. Hún jafnaði sig undir
BASSINN
LOOINN
Brezku blöðin eru sammála
um að aldrei hafi annað eins
heyrzt í virðulegu leikhúsi í
London. Aðalsöngkona er fræg
sjónvarpsstjarna, en eins og
Times kemst að orði: „Meiri
háttar hlutverk er henni senni-
leg ofviða.“ Með henni sungu
allþekktir söngvarar, en þeim
mistóicst allt, þeir gleymdu text
anum, rugluðust í aríunum og
aðalbassinn var „loðinn eins og
gólfteppi“, svo notuð séu orð
The Star. -
Daily Express segir um söng-
konuna Rosalina Neri, að rödd-
in hafi verið svo lítil, að engu
hefði verið líkara en hún væri
að syngja gegnum strá.
HÁB-umboðin
Hér eru HAB-umboSin: Ond-
vegi, Vesturver, Drangey,
Laugavegur 12, Hlíðaturninn,
Bókabúð Olivers í Hafnarfirði
og Alþýðublaðið.
Þið þekkið
andlitin
CHAPLIN og Paul Reum-
ert hittust fyrir skemmstu
í París, þar sem Reumert
afhenti starfsbróður sín-
um dönsku „Óskarsverð-
launin“ fyrir myndina
Sviðsljós. Afhendingin
fór fram í Comedie Fran-
caise leikhúsinu, og Reu-
mert bar heiðursmerki sín
£ tilefni dagsins.
STJORNARKJÖRIÐ í
Sjómannafélagi Reykja-
víkur heldur áfram. f dag
verður kosið kl. 16—12 f.
h. og 3—6 e. h. .Ekkert
verður kosið á morgun
eða yfir hátíðirnar, en
næst síðan mánudaginn
eftir jól á sama tíma. Listi
stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs er A-listi.
WMWVHWMVUWHMMMWVW
OPINBERA jólatónleika
heldur Ríkisútvarpið í Dóm-
kirkjunni, þriðjud. 29. þ. m. kl
9. Efnisskráin er í : samræmi
við jólin, eingöngu helguð há-
tíðlegri músík barok-tímans og
skyldum tímamótpm. Hljóm-
sveit Ríkisútvarpsins leikur
undir stjórn Hans Antolitsch,
en einleikarar eru Páll ísólfs-
son, Björn Ólafsson, Karel
Lang, óbó, og einsöngvari Sig-
urveig Hjaltested.
Skilavika happ
drættis SUJ
Alþýðublaðið