Alþýðublaðið - 23.12.1959, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 23.12.1959, Qupperneq 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson Erlendar fréttir úr ýmsum áttuvn ÍÞRÓTTABLAÐAMENN Ev- rópu hafa valið íþróttamann ársins og fyrir valinu varð sænski hnefaleikarinn Ingemar Johannsson. Annars hlutu eft- irtaldir flest stig: Ingemar Johannss., Svíþ. 270 st. Vasili Kusnetsow, Rússl. 231 st. Martin Lauer, V-Þýzkal. Parry O’Brien, USA. T. Yamanaka, Japan. Jon Konrads, Ástralíu. di Stefano, Spáni. ALLS hafa 60 þjóðir tilkynnt þátttöku í heimsmeistarakeppn inni í knattspyrnu, sem háð verður í Chile 1962. Fresturinn til a ðtilkynna þátttöku rann út 15- desember og listinn yfir þátttökuþjóðirnar verður send- ur mótsstjórninni hið fyrsta, segir í frétt frá Zurich. AUSTURRlKISMENN hafa valið þátttakendur sína í f jalla- greinum Olympíuleikanna í Squaw Valley. Þeir eru Anderl Molterer, Kari Shránz, L. Leit- ner, Egon Zimmermann I., Pe- pi Grammshammer, Ernst Hin- teraigner og Pepi Steigler. Ernst Oberaigner og Egon Zimmermann II. keppa um það hvor verður áttundi maðurinn í liðinu. Síðar verður háð sér- stakt úrtökumót um það í hvaða greinum keppendurnir taka þátt í svigi, stórsvigi eða bruni. Valsblaöið komið út JÓLAHEFTI Valsblaðsins er komið út, fjölbreytt og glæsi- legt að útliti. Af efni blaðsins má nefna: Frá aðalfundi Vals, Deildaskiptingin, Rakarasonur- inn — galdramaður einleiksins, Sögumenn íþróttanna — grein- ar um íþróttafréttamenn dag- blaðanna, Heyrt og séð í Rínar- löndurn eftir Hermann Her- mannsson, í knattspyrnu með fjögur lungu og gullfætur eftir Knud Lundberg, Sálfræðingur- inn og heimsmeistararnir o. fl. o. fl. Blaðið er selt í Vesturveri og Bókabúð Braga. niiuiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiuijmiiimiiiiiiiiiiHiiitiiiiiiiiimniiiitiiiiimiaiiiiiimmMimimiiimi B ' . .= Á MYNDINNI sjáið þið þrjá fræga rússneska frjálsíþróttamenn. — Sá, sem er lengst til vinstri, heitir Oleg Fedosjev og setti nýtt heimsmet í þrí- stökki á sl. sumri, stökk 16,70 metra. í miðið cr Igor Ter-Ovanesian, en hann krækti í Evrópumet í langstökki í sumar, 8,01 m Og er eini EvrómimaS- urinn, sem stokkið hefur 8 metra. Sá, sem er lcngst til hægri á ekkert met (nema persónuleg), en hann varð annar í lang- stökki á svokölluðum Spartkiaden-leikujm í Moskvu sl. sumar og stökk þá 7,82 m,en mynd- in er einmtt frá verðlauna Vilbelm Moberg Framhald af 2. síðu. frásagnarháttur Vilhelms Mobergs lætur honum vel, en þó kemur fleira til. Jón gerir sér ríkt far um að túlka and- rúmsloft sögunnar, en til þess þarf í senn nærfærni og djörfung, og hvort tveggja tekst ágætlega. Mest finnst mér samt til um hvernig Jón þýðir, þegar Moberg gerist svo bersögull, að hann verður helzt til grófur. Þeir kaflar sögunnar eru snjallari og feg- urri skáldskapur á íslenzku en sænsku. í annað sinn á haustinu tek ég ofan fyrir verki Jóns Helgasonar. Svo bíður maður eftir fram- haldinu frá Vilhelm Moberg, Jóni Helgasyni og Norðra. Helgi Sæmundsson. Nýr markaður Framhald af 16. síðu. nægilega margir til að anna vaxandi eftirspurn. Þess vegna vilja Þjóðverjar helzt fá flökin frá þeim löndum, sem eru næst fiskimiðunum, fyrst og fremst frá íslandi og Noregi. Bungalo KOMIÐ er á markaðinn nýtt spil, er nefnist Bungalo. Er hugmyndin að spilinu tekin beint úr athafnalífi þjóðarinn- ar. Er verið að hyggja hús í spil inu og aðrar framkvæmdir er tilheyra. Aðalatriðið er að koma 4 húshlutum af startreit eftir þrem reitalínum borðsins heim á lóð. HHHHHHHBHRKBMHBBHBn SUJ Dregið verður í Heimilishapp- drætti SUJ á morgun. Vin- samlegast gerið skil í dag, — Hafnfirðingar geta gert skil í Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 5—7 í dag. Sölubörn! Þið fáið 100 kr. fyr- ir að selia 50 miða. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Ath. Aðeins 10 kr. miðinn. Heimilishappdrættið. R0TAFLEX Skermar eru komnir aftur. ROTAFLEX eru Iampaskermar framtíðarinnar. Nýtt form. — Nýtt efni. -» ROTAFLEX lampaskermar gefa góða birtu, draga ekkí mikið úr Ijósmagni. Þægilegir til að vinn& við og fallegir í útliti. — Fallegir litir. INCDLF5 €AFÉ;4 Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. Ingólfs-Café. ROTAFLEX lampa í eldhús er hægt að lækka og hækka. Með hinum léttu og stílhreinu línum Rotaflex enK þeir hentugir til notkunar þar sem óskað er eft.® fallegri og þægilegri birtu. Vesturgötu 2, Simi 24-330. :: ^ji.nnnn■ ■ ■ nn• ■ • niiiiribiibjb■■■■■■■■> Alþýðúblaðið — 23. des. 1959

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.