Alþýðublaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 8
ÞAÐ vakti nokkra eftir- tekt o-g meðaumkun hjá landsmönnum, þegar erlend ir stúdentar, sem hérlendis dvelja, sögðu í útvarpið fyr- ir jólin, að það mundu verða dauf jól hjá þeim í þetta sinn, ekki einasta burtu frá öllum ættingjum og vinum, heldur einnig í landi þess fólks, sem ekkert hirti um, hvort þeir væru lifandi eða dauðir og hina rómuðu ís- lenzku gestrisni hefðu þeir alls ekki orðið varir við. Vegna þessa yfirlýsta jóla kvíða útlendinganna leitaði fréttamaður Opnunnar á fund nokkurra erlendra stúdenta, sem hér dvöldust yfir jólin, og spyrði frétta af högum þeirra. Því miður náðist ekkj til þeirra, sem verst báru sig fyrir jólin, voru þeir ekki viðlátnir,. — og einn meira að segja kom inn alla leið heim til sín. ÞÓTT JÓLIN VÆRU FJÓRTÁN DAGA Inger Idsóe er norsk að uppruna. Hún hefur dvalizt hér í fimm vetur og stundar nám í læknisfræði. Sækist henni námið mjög vel að því er kunnugir segja, en sjáif er hún ákaflega hlédræg og vill sem minnst segja um sjálfa sig bæði hvað varðar nám og annað. — Hvernig hefur þér lið- ið yfir jólin, Inger? — Alveg yndislega. Ég var alltaf í boðum á hverju kvöldi. Maður er næstum fegin að jólin eru ekki meiri, því ekkert verður úr því, sem ætti að lesa. — En þótt jólin væru fjórtán dag- ar, þá gæti ég farið út á hverjum degi. — Hefur þér aldrei leiðst hérna? — Aldrei, — aldrei nokk- urn skapaðan hlut. Hér hef ég alltaf haft það svo gott, svo mikið af kunningjum og aldrei einmana. — Hvað ertu komin langt í náminu? — Ég er búin með fyrsta hluta og ætla í miðhluta- prófið núna í janúar. — Finnst þér ekki lækn- isfræðin erfið? — Nei, nei. Mér finnst hún ekkert erfið. Ég hef bara mikinn áhuga svo gengur það . . . — Hvernig datt þér í hug að fara hingað? — Ja, ég ætlaði í rauninni fyrst til Þýzkalands, en svo komst ég að því, að læknis- próf þaðan eru ekki tekin gild heima í Noregi. Svo sá ég, að ísland var eitt meðal þeírra landa, þar sem hægt var að læra læknisfræði og Þeim leið ekkert illa yf ir jóli - að því er þau segja sjálf taka próf, sem talið væri gott og gilt, svo ég skrifaði bara hingað — og allt í lagi, ég gat bara komið. . . . — Hvernig gekk að kom- ast inn í málið? Inger Idsöe. — Æ, ekki minnast á mál- ið, ... ég er nú dálítið út úr því ennþá. Ég er engin málamanneskja. Svo hef ég heldur ekki svo sérstaklega þurft á því að halda í Iækn- isfræðinni, þar eru bækurn- ar ekki á íslenzku. — Ég hefði samt viljað læra málið betur. Ég skil næstum allt, en mér finnst erfiðara að tala. Ég skildi auðvitað ekki neitt fyrst en það er svo gott með íslendingana, þeir skilja norsku flestir þeirra, svo allt hefur gengið vel. . . . — Þú talar nú samt betur en margir útlendingar, sem dvalizt hafa liérlendis eins Iengi og lengur en þú. . . . Hefurðu alltaf búið hér á Nýja Garði? — Nei, fyrstu tvö árin bjó ég hjá eldri hjónum. Þau hafa alltaf síðan verið mér svo góð, og þau bjóða mér alltaf að vera hjá sér á að- fangadagskvöldið. En það er gott hér líka að búa. —Gætirðu hugsað þér að setjast hérna að? — Nei, ég hef aldrei hugs að mér það. Ég á alla kunningjana og skyldfólkið heima, en ég ætla að koma hingað í heimsókn, oft. Mér hefur alltaf fundizt hér svo indælt, — mér'finnst ísland hafa gefið mér svo mikið. KRISTUR FÆDDIST VÍST — OG DÓ! Tveir rússneskir stúdent- ar búa á Nýja Garði. Þeir heita Vladimír Frolov og Albert Smolkov — báðir leggja stund á íslenzku. — Hvernig datt ykkur í hug að koma hingað? —Mjög einfalt, — stúd- entaskipti. —Hvers vegna hrepptuð þið boðið? — Það vitum við ekki. Sjálfsagt af því, að vitað var, að við höfðum kynnt okkur íslenzkar bókmennt- ir meir en aðrir, auk þess vorum við með þeim eldri í skólanum. — Haldið þið, að fleiri hefðu haft áhuga á því að koma hingað eða þetta hafi verið fært í tal við fleiri stúdenta en yltkur? — Það veit ég ekki, sagði Vladimír Frolov, við spurð- um þá ekki. * — Haldið þið, að almenn- ingur í Rússlandi hafi eitt- hvað heyrt um ísland? — Heyrt? (Þeir ypptu öxl um.) Hann hefur lesið um það í landafræði. Auk þess eru tveir eða þrír prófessor- ar í íslenzku til í RúsSlandi, og auðvitað er unnt að leggja stund á íslenzku við þá háskóla þar sem þeir kenna. — Hvaða not haldið þið, að þið getið haft af íslenzku- náminu? — Margs konar, svaraði Vladimír Frolov. — Finnst ykkur islenzkan ekki erfið? — Jú, mjög erfið. —■ Hvað var ykkur sagt um ísland, áður en þið fór- uð hingað? —- Ekkert, — enda hafa þeir, sem töluðu við okkur Oiin^iniiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiifiL 1 Viðtöl við fjóra út- i | Iendinga: - — norska 1 = stúlku, tvo Rússa og s = Finna. 1 Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiil sjálfsagt vitað minna um landið en við. ★ — Hvað viljið þið segja um jólin? Hvað um jólin í Rússlandi? — Það eru engin jól í Rússlandi nú. Ef til vill má segja, að við höldum nokk- urs konar jól um áramótin. — Nokkurs konar jól! — Jólin eru fæðingarhátíð Jesú Krists — annaðhvort eru það jól eða ekki jól. . . . — Við minnumst auðvit- að ekkert á hann. — Eru engir, sem halda jól í Rússlandi, lík þeim, sem við höldum? Það er ekkert frí gefið, er það? — Ríki og kirkja eru að- skilin, þess vegna er auð- vitað ekkert frí gefið, en hverjum er í sjálfsvald sett, hvort hann heldur einhverja hátíð á aðfangadagskvöld, hann getur haft ljósadýrð og steik, en svo þarf auðvitað að vinna daginn eftir. Ann- ars mun mjög sjaldgæft nú orðið að finna fólk í borgun- um, sem heldur enn svona jól. Það mundí einna helzt x þorpum og upp til sveita. Þetta sagði Albert Smol- kov. — Ef gamla fólkið hefur góðar kræsingar slæst unga lolkið kannski í hópinn með því, sagði Vladimír Frolov. — Hvað um kirkjuferðir? — Já, sumt af þessu gamla fólki fer kannski í kirkju, — unga íólkið £er ekki í kirkjuna, það borðar bara steikina. — Og eins og við sögðum áðan, borgarbú- ar eru auðvitað fæstir trú- aðir, þetta helzt bara við í fámenni upp til sveita. — Heyra rússnesk börn ékkert um guð og Krist? Læra engar bænir? —- Nei, auðvitað ekki. Ja, heyr.a? Við eigum enn í mál- inu orð yfir guð, og þau eru stundum sögð, en þau hljóma ekki lengur — á sama hátt og þau merkja. —- Það eru engar biblíusög- ur kenndar í skólanum . . . ekkert minnzt á neitt slíkt. Auðvitað ekki kenndir held ur neinir sálmar um guð og Krist. — Tala ÞÚ um þetta, sagði Vladimír Frolov við Albert Smolkov, ég þekki ekki þessa trúarsiði né trú- arbrögð. — Ég veit nú raunar ekki meira um Krist en að hann fæddist ■— og dó víst, sagði Vladimír Frolov og Albert Smolkov með enskri vinkonu, sem stundaði ásamt þeim nám við H. I. í fyrra. Albert Smolkov 0| öxlum. — Gætuð þið hugs ur ykkur að setjast ! —Nei, alls ekki Vladimír Frolov. — Og hvers vegn; — Ég mundi sakn anna, grassins, alls þ( er heirna og hér ekl — Hvað hafið þi hér lengi? — Þetta er annar inn. Iíai A. Saanil — Haldið þið, ai búast við ykkur aftu: sókn hingað? — Ef til vill. — En þú, Alber' kov, gætir þú hugsac setjast hér að? — Já, kannski, skylda mín, konan o in væru hérna líka. venst öllu — líka t ólíkt er því, sem áð ALDREI SUMAR - ALDREI VETUR Ka; A. Saanila hé eins verið hér í 1V2 talar íslenzku reiprt og með furðulitlum Hann verður meira e dálítið móðgaður o; andi á svipinn, þeg£ er spurður, hvort har Íslenzkuna ekkj alve — Jú, sko alvej hann. —Hvernig líður í jólin? — A’veg prýðiIegE hvað ég er rétt að þ’ inn að springa af hai áti og öllum þessun ingum. — Þér hefur ekker —Leiðst? Nei, é, marga kunningja orðið. — Eru það landa Finnar? — Nei, ég reyni forðast Finnana. Hi ég kominn til að 0 — 31. des. 1959 — Alþýðublaðið ft y i; r liófji.tii:'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.