Alþýðublaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 16
HVAÐ
ENGINN veit sína ævina fyrr en öll er. Enginri veit, hvað með að gereyða fiskistofnum
gerast muni næsta áratuginn, 1960 til 1970, en margir hafa
gaman af að spá um framtíðina eða velta vöngum yfir þ\'í,
sem ókomið er. Ritstjórn Alþýðublaðsins hefur tekið saman
eins konar spádóm tim þann áratug, sem hefst á miðnætti í
kvöld. Hér er ekki spáð í spil eða stjörnur, heldur aðeins
rejmt að ráða af líkum. Við munum, þegar þar að kemur, hafa
það, sftm sannara reynist. Þangað til gc)ia lesendur nejjnð
þennan spádóm sem grundvöll að umhugsun eða umræðum.
harða valdabaráttu meðal arf
takanna í sumum flokkunum.
■Jc Mannfjölgun. Þegar ára-
tugnum lýkur um áramótin
1969—’70, verða íslendingar
orðnir rúmlega 200.000, og hef
ur þá fjölgað um helming á
tæplega hálfri öld. Sennilega
munu 110—120 þúsundir búa
á Suð-vesturhorni landsins.
'jt Stjórnmálin. Hið nýbyrj-
aða samstarf Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins um
stjórn landsins hefur mikla
möguleika til að verða lang-
líft og setja höfuðsvip á a. m.
k. fyrri hluta áratugsins. Verði
stjórnin langlíf, má búast við
manna- og stólabreytingum í
hénni á tímabilinu, til dæmis
við kosningar.
Stefnan. íslendingar
munu á áratugnum 1960—’70
leitast við að þurrka út þann
óhagstæða mismun, sem er á
verðiagi og vöruvali hér og er-
lendis, og öðlast léttari og
haftaminni samskipti við önn-
ur lönd í ferðalögum, -viðskipt
um o. fj. íslendingar munu
með breytingum á efnahags-
málum sínum feta í fótspor
Frakka, Spánverja og Tyrkja,
sem síðastir hafa komizt „í
takt“ við umheiminn efnahags
lega.
Flokkarnir. Flokkaskipt-
ing mun haldast að nafninu
•til óbreytt áratuginn á enda.
Þó verða vaxandi róstur inn-
an flokkanna og munu máttar-
viðir sumra þeirra skjálfa. —
Leiðtogarnir, sem komu fram
á sjónarsviðið 1934 og árin
þar á undan, og stjórnað hafa
landinu síðan (Hermann, Ein-
■ar, Ólafur, Eysteinn, Brynjólf-
mr o. fl.) munu eiga í vök að
verjast fyrir yngri mönnum,
sem hugsa meira um að sam-
ræma stefnu flokkanna nú-
tíma aðstæðum og nýrri kyn-
slóð en að fara troðnar slóðir.
Þetta mun hafa í för með sér
. Menning. íslendingár .
munu halda áfram að vera
„mesta bókaþjóð heims“, enda
þótt 50% af því, sem þeir gefa
út, mundi ekki komast á prent -
hjá „minni bókaþjóðum“. ís-
lendingar munu engin Nóbels-
verðlaun vinna þennan áratugj
en munu veita sjálfum sér
fleiri og stærri verðlaun fyrir
bókmenntaafrek. Vaxandi
snobberí verður fyrir abstrakt
málaralist, en beztu málararn-
ir þrevtast á henni og þokast
aftur til einhverra forma nat-
uralisma. Byrjað. verður á
byggingum listasafns og bóka-
safns, en sennilega hvorugri
stórbygginu lokið fyrir 1970.
Haldið verður áfram byggingu
Hallgrímskirkju og ákveðið að
vígja hana á þúsund ára af-
mæli kristintökunnar. Annars
verða þokkalegar framfarir í
byggingalist og tónlist.
■Jc Þjóðarsálin. Dryklíju-
skapur, lauslæti og afbrot rót-
lausra unglinga verða hraðvax
andi vandamál næsta áratug-
inn. Hins vegar mun „fyrsta
nýríka kynslóðin“, sem mótað
hefur svip þjóðlífsins síðan á
stríðsárunum, sýna veruleg
þroskamerki, meiri ráðdeild í
meðferð fjármuna, verða alvar
legar þenkjandi og auka
kirkiusókn, gera meiri kröfur
til skóla, kvikmynda, útvarps
og blaða. Byrjað verður í smá
um stíl á íslenzku sjónvarp',
þrátt fyrir harða andstöðu.
milljónir (nú 209) og Banda-
ríkin 204 milljónir (nú 179).
'rff' Utanríkismál. Aðrar þjóð
ir munu sýna vaxandi óþol-.
irimæði við íslendinga og telja,
að þeir krefjist alls af öðrum,
réttinda, aðstöðu, verðmæta
og peninga, og heimti ávallt
allt eða ekkert. íslendingum
mun skiljast í vaxandi mæli,
að þeir hafa í alltof ríkum
mæli lifað á náð annarra og
reiknað með að fá nauðsynlega
hýru án þess að taka á sig telj
andi kvaðir. Þetta mun allt
koma skýrt fram í viðskipta-
málum, þar sem toliabandalög
Oa breyttir viðskiptahættir
munu sýna, að hlunnindi fást
ekki til lengdar í skiptum
þjóða, nema eitthvað komi á
móti. •
■Jc Landhelgismál. íslend-
ingar munu vinna 12 mílna
deiluna, en fyrir 1970 mun
annað og meira en nokkrar
landhelgismílur verða efst á
baugi. Þá munu þjóðirnar hafa
skilið, að þær eru á góðri leið
alls Atlantshafsins, ef þær
halda áfram að byggja báta,
togara og verksmiðjuskip í
sama mæli og nú, Þá munu
hefjast langar og erfiðar samn
ingaumleitanir til að. skipu-
leggja fiskveiðar á öllu hafinu
þannig, að stofnarnir haldist
við.
■Jc Framfarir. Haldið verð-
ur áfram að afla nýrra atvinnu
tækja T—2 togara árlega að
jafnaði og báta af gersamlega
nýjum gerðum, Lögð verður
meiri áherzla á hagnýtingu afl
ans og reistar fyrstu stóru og
fullkomnu niðursuðuverk-
smiðjurnar, auk þess sem fryst
ingu mun fara ört fram, Hald-
ið verður áfram byggingu raf-
orkuvera og verksmiðja, til
dæmis nýrrar áburðarverk-
smiðju.
Samgöngur. Kaupskipa-
flotinn mun vaxa hægt, og í
millilandaflugi verður farið í
humátt á eftir stærri þjóðum,
en. við vaxandi samkeppni frá
erlendum farþegaþotum. —
Mesta breytingin: Nýjar flug-
vélar til innanlandsflugs, sem
þurfa stuttar flugbrautir. Bíl-
um mun fjölga statt og stöð-
ugt, stórauknar kröfur verða
gerðar til gatnagerðar og
fyrstu steyntu eða malbikuðu
þjóðvegirnir munu koma til
sögunnar, þó ekki langir spott
ar strax.
Jörð/n - og
■Jc Fjölgunin. Hvern sólar-
hring fjölgar mannkyninu um
150.000. Ef þessu heldur áfram
verður íbúatala jarðarinnar
orðin 3.500 milljónir árið 1970
— en er nú 2900 milljónir. —
Þessi fjölgun, um 57.0 milljón
ir, jafngildir nokkurn veginn
öllum núverandi íbúum Norð-
ur- og Suður-Ameríku og Sov-
étríkjanna samanlágt. Fjölg-
unin er langmest í Asíu. Sam-
kvæmt þessu verða Kínverjar
1970 orðnir um 800 milljónir
(nú 654), Indverjar um 500
milljónir (nú 417), Evrópa ut-
an Sovétríkjanna 452 milljón-
ir (nú 423), Sovétríkin 254
Friður. Það brýst að öll-
um líkindum ekki út heims-
styrjöld. Jafnvægi stóirveld-
anna í kjarnasprengjum er
slíkt, að heimsstyrjöld er þeim
alger óvissa og fullkomin
hætta. Þó mun ný hætta skap-
ast, þegar Kínverjar komast
yfir kjarnorkuvopn. Hins keg-
ar geta vel brotizt út „lítil
stríð“, en stórveldin munu
hafa sameiginlega hagsmuni
af að hefta útbreiðslu þeirra
og stöðva þau Sérstaklega er
hætta á að Kínverjar ráðist á
Formósu og komi af stað upp-
reisnum í Suð-austur-Asíu, en
einnig er hættusvæði 1 löndum
Araba, milli þeirra og ísraels-
manna, eða innbyrðis, t. d.
milli íraks og Egyptalands.
■Ar Fyrsta afvopnun. Áratug
urinn byrjar 1960 á mörgum
fundum æðstu manna, sem
munu róa mannkynið nokkuð,
en ekki leysa grundvallardeilu
mál. Þá má búast við sam-
komulagi um einhverja byrjun
á afvopnun, sem annars mun
taka langan tíma. Vestur-
Berlín verður áfram frjáls, en
Þýzkaland ekki sameinað
þennan áratug.
■^C Ýmislegt. Athygli heims
ins mun beinast í vaxandi
mæli að Afríku, þar sem
blökkumannaríki munu öðlast
frelsi og hvítir menn smám
saman missa pólitísk forrétt-
indi, nema í Suður-Afríku . . .
Rússar munu horfa með vax-
andi ugg á vöxt Kínaveldis . . .
Hinar frumstæðari þjóðir
efnahagslega munu fá stór-
aukna aðstoð frá auðugri lönd
um austan og vestan tj'alds, en
þær munu ekki verða eins
ginkeyptar fyrir kommún-
isma og hingað til vegna árás-
ar Kínverja á Indverskt land
. . . Efnahagsmál Vestur-Evr-
Fólkinu fjölgar um 150.000
á dag. j
ópu verða erfið vegna þes3
klofnings, sem þegar er kom-
inn til skjalanna, en það murt
takast að koma á einhvers
konar samkomulági milli
hinna „6“ og hinna „7“ . . .
Velmiegun Vestur-Evrópu
mun vaxa áfram, og kommún-
istaríkin munu einnig ná mikl
um árangri í baráttunni fyrir
baettum lífskjörum og taka
aukinn Þátt í alþjóða viðskipt
um . . . Ekki verðá frekari
uppreisnir í leppríkjunum eft-
ir lærdóm Ungverjalands, an
þau munu sum sækja fast ái
um aukið frelsi . . . Áfram-
haldandi uppreisnir verða í
Suður-Ameríku, þótt sum ríki
(Brazilía, Chile) nái góðumi
árangri í föstu, frjálsu stjórn-
arfari og efnahagsframförum.
Framhald á 11 síðu