Þjóðólfur - 30.09.1849, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.09.1849, Blaðsíða 2
94 riœ”, sem prentað var í Sorey 1768, fer svo feldum orðum uni vegina á 193. bls.: „Jeg nefni vegabætur, af {iví ab landinu ríður allra mest á {icim, og sýslumönnunum er boðið, að sjá um |>ær í Instrúxi þeirra (29. gr.)“; einnig er það ljóst af neða'nmálsgrein á sömu bls., að amtmennirnir liafa skipað sýslumönnunum ekki að eins að nefna vegabæturnar laus- lega á manntalsþingum, beldur skyldu þeir skipa hreppstjórum að annast um, að vega- bætur væru gjörðar, og hafa umsjón með þeim starfa sjálfir. Amtsskipunin er dagsett 16. dag júlím. 1760. Konungsbrjef er og til um vegabætur, dagsett 29. aprílm. 1776. Á þessu má sjá, að ekki er stjórninni um að kenna, þó vegirnir sjeu eins vanrækt- ir, eins og þeir eru, þarsem hún hefur þó gjört það, sem í hennar valdi stóð, að vegabótun- um, en það eru tilskipanirnar; fyrir utan það, að Friðrik konungur 6. hjet Fjallvegafjelag- inu með úrskurði, dagsettum 18. dag marzm. 1834, 100 rbd. á ári í 5 ár hin næstu. Ann- að mál er það, þó tilskipanir þessar hafi, ef til vill, ekki verið sem hagfeldastar, og var það þá þeirra skylda, sem áttu að sjá um, að tilskipununum væri hlýtt, að útvega breyt- ingu á þeim, svo að eptir þeim yrði lifað; því að reynslan er þegar fyrir löngu búin að sanna nógsamlega, að þessi tilhögun, sem hingað til hefur verið fram farið, tjáir ekki, ef vegabótum á nokkurn tíma að verða fram- gengt lijer til lilitar. Flestir sýslumenn þykj- ast hafa leyst hendur sínar, ef þeir bafa að- varað hreppstjórana i sýklunni um, að líta eptir vegunum; en sumir breppstjórar skella ineð öllu við því skolleyrunum, þó sýslumenn- irnir nefni vegabætur við þá; en hinir, sem betur gjöra, kalla reyndar mann af hverjum húanda í hreppnuin til að vinna að vegabót- inni, en optast verða fyrir því starfi gjálífir drengir, sem eyða tímanum í órum og áílog- um, og gainlir menn, sem hreppstjórarnir fela á hendur umsjón yfir verkinu, en sem eru bæði líttfærir til strits, og ef til vill ólægnir til að habla æskulýðnum að verkinu; því að fæstir hreppstjórar geta verið að standa ytir vegabótum sjálfir, einkuui ef þeir eru búsýslu- menn. Jetta lið starfar nú svo sem 3 stund- ir eða lengst hálfan dag, enda er þá vega- bótinni lokið það árið, og svona gengur víð- ast hvar koll af kolli, hvert árið eptir annað, og þá er ekki von að vel fari. 'það þykir oss gegna furðu, að enginn, það oss er kunnugt, skuli enn vera farinn að reyna aðferð þá við vegabætur, sem Barden- flrtli stakk upp á, þegar liann var stiptamt- maður á landi hjer, á nefndarfundi einbætt- isinanna í Reykjavík 1839, og er þó frum- varpið í hvers manns höndum, þar sein það er prentað í Nefndartíðindunum 1839. Vjer þoruni reyndar ekki að segja, að sú aðferð s.Íe óyggjandi, en það er oss nær að halda, að ekki mundi vegabótunum reiða lakar af, l’ó aðferð þessi væri viðhöfð, að minnsta kosti er þá innan handar að taka upp gömlu að- ferðina aptur, ef hin þætti óhafandi, þó vjer vonum, að ekki þurfi að kvíða því, þegar breytingar þær væru hæfilega teknar til greina, sem þegar voru bornar ujip við frumvarpið, er það kom fyrir á nefndarfundinum. Og þó aldrei væri annað unnið við aðferð þessa, þá er það þó það, að sýslumennirnir færu að hugsa betur um fyrirkomulag vegabótanna, en hing- að til, þegar þeir ættu að „senda amtmanni sínuin frumvarp viðvíkjandi þvi vegabóta- verki, sem fara ætti fram í sýslunni vorinu eptir-í. Einnig mundu sýslumenn gjöra sjer meira far, um að aðgæta, hvernig vegabótin væri í hvert skipti af hendi leyst, þegar þeir væru skyldir til „að senda amtamanninum greinilega skýrslu um vegabótastörfin, reikn- ing kostnað þeirra”. Vjer segjum engan veginn, að þessi aðferð sje annmarkalaus, en færri höldum vjer annmarkarnir sjeuáhenni, en þeirri, sein hingað til befur verið höfð; og því vildum vjer vekja máls á henni af nýju, að oss virðist hún vera gleymd. Eptirtektaverð hugvekja. Jiegai' farið er að gæta þess, hvernig megan manna er víðast hvar í grend við kaupstaði á íslandi, þá inun hágt að hrekja það, sein stendur í athnga- grein á bls. 62 í þriðja ári nýrra Félagsrita, þar svo segir, að hvergi sjeu menn aiimstaddari, en í nágrenni við kaupstaðina, þar sem reyndar heít ætti að vera margra liluta vegna, ef allt færi með felldu. Jiað mun reynazt órækur sannleiki, að fátækt er meiri i kring- 'im kanpstaði, lieldur en fjærri þeiin, og að allt hií- skaparlag fer þar lakar fram hjá tlestum, heldur en þegar keninr upp í fjærsveitirnar. Margir, sem hafa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.