Þjóðólfur - 20.07.1850, Side 2

Þjóðólfur - 20.07.1850, Side 2
154 ir af neinu hastarlegu uppþoti, eður öðruni rökum óljósum og óskiljanlegum, heldur að livorttvegsrja er byggt á eilífum og óbifanleg- um grundvelli rjettvísinnar. 5ar sem um er að gjöra frjáls og óbundin viðskipti í verzl- un, þá snertir það atriði enga smámuni, ekki t. a. m. skildinga, mörk eða ríkisdali; heldur grípur það út yfir helgustu rjettindi hvers manns, meö þvi það innibindurþann rjett, að eiga heimilt að kaupa og selja, þann rjett, að geta fengið saungjarna þókkuun fyrir vinnu sína. Og jeg segi það, að engin rjettindi manna, sem stjórnendunum er falið á hendur að annast um, sjeu meira verð og í öllu til- liti dýrmætari, heldur en það, að geta lifað af vinnu sinni, þegar á henni liggja engin bönd, engar tálmanir. j?3?* sannast að hin frjálsa verzlan kemur því öllu til leiðar af sjálfu sjer, sem nokkur mannvinur getur einu sinni óskað eptir, að mætti fyr eða síðar fá framgang í heiminum; því að hún fram býð- ur meðölin til þess, að bæði veraldleg ment- an og kristin trú geti staðizt við það, að láta mönnum i tje alla sína margföldu velgjörn- inga, ekki einungis í Englandi sjálfu og aukalöndum þess, hehlur á öllum jarðar- hnettinum“. Já fórust líka frelsisvininum Ríkharði Cobden þannig orð í einni ræðu sinni 1842: „3>jer megið trúa mjer til þess, herrar mínir! að þegar tvær þjóðir, eins og t. a. m. Vesturheimsinenn og Englendingar finna fulla þörf áþví, að veita hvorjir öðrum fráls og ó- bundin viðskipti, þá verður stjórnendum þeirra ekki lengi unnt úr því, að aptra þeim frá sam- göngunni Jað er ætlun min, að eptir 10 ár eigi það sjer engan stað, að þjóðirnar verði bolaðar livor frá annari með þessum marg- brotna og óeðlilega hætti, sem nú gengst við. Jeg bið lika einungis um 10 ár til að sann- færa stjórnina um, að það sje ekki til neins fyrirhana, að ætla sjerþað lengur, að skamta mönnum úr lmefa rjetti þeim, sem þeir eiga til þess, að ráða vinnu sinni og verkalaunum á sannsýnilegan hátt. ]>að verður henni eins ómögulegt, eins og hún skyldi fara að ákveða núna, hvenær menn skyldu snæða iniðdegis- verð hjerna í landinu, eða hversu mikið hvert I heimili skyldi eyða um árið af vissri matvöru. I Jað ersama fávizkan, sem ræður hjá stjórn- I inni núna, eins og rjeði fyrir tveim öldum siðan, þegar lögin fóru að skipa fyrir um borðbúnaðinn, sem hafa skyldi, hversu mikill, hvernig lagaður ogúr hverju efni hann skyldi vera, og þau tóku það fram, hvenær menn skyldu hafa krókapör í staðinn fyrir linappa, og skipuðu fyrir um staðina, þar sem menn máttu tæa ullina og vefa voðina. J>að er bjer um bil sama grundvallarregla, sem nú er farið eptir. Áður ætluðu stjórnendurriir sjer að ráða handiðnum hjeraðanna, nú vilja þeir ráða handiðnum þjóðarina og vinnulau.n- um þeirra. Hvort af tvennu sem er, þá eru bönd lögð á það, sem jeg get eigi annað en álitið, að vera sjálísagðan rjett hvers manns, að mega vinna það sem hann getur, og geta svo skipt við þá, sem honum kemur bezt. j>að yrði ekki minni sómi fyrir England, sem komið hefur svo mörgu góðu á í heimin- um, t. a. m. prentfrelsinu, ef það skyldi nú líka ganga á undan öðrum þjóðum með það, að láta verzlunina lausa. j>ví gætið þess, að þetta atriði hefur það fram yfir öll önnur mál, sem nú eru aö ryðja sjer til rúms í landinu, að það snertir ekki endurbót einungis á vor- um egin högum. Vjergetum eigi hrósað svo sigri i þessu máli, að ekki sjáist og finnist afleiðingarnar af því allt að yztu endimörkum jarðarinnar. Fái kenning vor framgang og lagagyldi, þá mun þess ekki einungis sjá staðina hjá öllum handiðnamönnum og verzl- unarmönnum í þessu landi, heldur mun það líka sjá á mannkyninu yfir höfuð bæði á and- legan og líkamlegan hátt. Jví þó að það liggi i augum uppi, að margt. og mikið gott muni i tímanlegu tilliti leiða af grundvallar- reglum hinnar frjálsu verzlunar, sem vjer er- um að berjast fyrir, þá hef jeg þó ætíð álit- ið afleiðingarnar mest um varðandi að því leyti, sem þær snerta hið siðferðislega ásig- komulag manna, og þess vegna um fram allt þess verðar, að vekja og viðhalda hjá oss kappi og fylgi fyrir inálinu. Að koma frjálsri verzlan á fastan fót og efla saingöngur milli þjóðanna, það er að undir búa og tryggja ei- lifan alheiins frið, með því að þá sameiua innbyrðis viðskipti allar þjóðir jarðarinnar, og gjöra stríðin eins ómöguleg á milli tveggja þjóða, eins og á milli tveggja hjeraða í Eng- landi. Menn munu þá ekki framar hafa að

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.