Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 3
155 segja af f>eim hrekkjum, sem nú koma svo opt fram í mnbyrftis viðskiptum ríkjanna, ekki optar verða vottar að því, ai), tveir menn, sem í Lundúnahorg og Parísarborg reyna til, að verða hvor öðrum meiri í hrekkvislegri stjórnarkænsku, enda með því að blása báð- um þjóðunum saman í blóðugt stríð. 011 sú bölvaða heimska getur eigi lengur átt sjer stað, þegar innbyrðis hagsmunir þjóðanna sameina þær og sætta hvorja við aðra, þegar sú regla fyrir málamiðlun milli ríkjanna hef- ur tekið sjer bólfestu í sjerhverri skrifstofu, sjerhverri sölubúð, sjerhverri verksmiðju í hverju landi fyrir sig, sú reglp, segi jeg, að lialda nppi friði og sátt, hvernig sem ráð- gjafarnir beita brögðum til að æsa upp ófrið. Mjer virðist að þetta atriði í málinu, sem vjer eruin að berjast fyrir, sje svo mikið og há- leitt, aðþaðekki einungis verðskuldi allt fylgi okkar karlmanna, sem ætlað er að bera hina þungu og erfiðu byrði baráttunnar, lieldur sje líka skylt fyrir kvennfólkið, — sem jeg sje með gleði, að sókt hefur á þennan fund, — að gjöra sitt til þess, að hlynna að málinu með bliðu og örfandi brosi. Kosning-alug'iii íslenzkn. (Framhald). Fjárstofninn, sem ákveðinn er í kosningalögunum, er sá, að þeir einir liafa kosningarrjettogkjörgengi,sem eitthvað gjalda af eigin efnum til fátækra-sjóðarma. Ákvörð- un þessi er komin frá þingmönnum sjálfum, og, eptir því sem vjer höfum heyrt, tekin af þeim nær því í einu hljóði. Vjer getum ekki skilið, aðnokkur sjerstök ástæða sje fyrir slíkri ákvörðun á Islandi, þar sem fátækur almúgi, eptir allra frásögn, virðist að vera betur aðsjer, en víðast hvar annarstaðar. En það er annað mál, hvort hafna ætti slíkum fjárstofni al- mennt eða ekki, og einkum og sjer í lagi, hvort lieldur ætti að kjósa hann við kosning- ar til þjóðfunda, en að takmarka kosningar- rjett og kjörgengi við aldur manna; og mun- uni vjer að svo stöddu ekki fara fleirum orð- um um það, þar eð það mál er útkljáð, að því leyti sem Damnörku snertir. Jar eð engin uppástunga hefur komið, hvorki í kosningafrunivarpi stjórnarinnar (að svo iniklu leyti sem vjer fáum skilið af á- stæðunum fyrir reglugjörðinni), eða frá alþingi, um það, að almenningur skyldi fyrst kjósa kjörmenn, en þeir aptur þingmenn, þá ímynd- uin vjer oss, að það sje vegna þess, að liög- um Islands sje í einhverju svo einstaklega varið, að mönnum liatí þótt ástæður til, að gjöra það ekki að lögum. En það verðum vjer að játa hreinlega, að oss hefur ekki tek- izt að tínna þær, eptirþví sem vjer þekkjum landið. Að fratnboð er ekki í lög leitt, sjáum vjer af ástæðunum að styðst við þá hugsun manna, að Islendingar geti með engu móti fellt sig við það, að menn bjóði sig til þing- manna. Vjer getum ekki sagt, hvort meira hafi borið á því þar, en lijer í Danmörku í fyrstu. En það eina sjáum vjer, að stjórniu hefur ekki stungið upp á því, að menn byði sig fram, og að alþingi hefur mælt á móti þvi, þegar bænarskráin uin kosningalögin var rædd Saint hefur alþingi stungið upp á því, að engan megi kjósa utankjördæinis, nema hann lýsi því yfir, að hann sje fús á, að taka við kosningunni; en stjórnin hefur bætt við, að hanri lika skuli lýsa því yfir, að bann vilji ekki taka á móti kosningu í nokkuru öðru kjördæmi; aptur á móti eru engar áþekkar reglur settar uin þá menn, er búa í sjálfu kjördæminu. Oss virðist, að ineð þessu móti sjeu kosningaruar heldur fast buudnar við kjördætnið; því að efþað er óþægileg ákvörð- un fyrir einhvern, að þurfa að bjóða sig fram, til að geta orðið kosinn, þegar það er gjört að almennu skilyrði fyrir kosningunni, þá hlýtur það að vera þaðan af óþægilegra, þeg- ar það er að eius undantekuing. Hvorki stjórninni eða alþingi hefur dott- ið i hug, að skipta Islandi í kjördæmi á þann hátt, að hvert þeirra geti kosið einn fulltrúa; en í því efni verðum vjer af nýju að játa, að vjer þekkjum eigi svo vel til á Islandi, að vjergetum rneð nokkurri vissu á kveðið, hvern- ig þessu hefði mátt konta við, einkum þegar litið er til þess fundar, er vjer nú tölum um. Samt getum vjer ekki ímyndað oss, að nokkur- ir sjerstaklegir hiutir, Islandi einu eiginlegir, þurfi að aptra slíkri skiptingu; en vjer höld- um, að sú sje orsökin, að nienn hafi imynil- að sjer, að lögfróðir embættismenn væru þeir einu, sem hefðu þekkingu og lag á, að vera

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.