Þjóðólfur - 20.07.1850, Side 4

Þjóðólfur - 20.07.1850, Side 4
156 forstöðamenn kosninganna. Stjórnin hefur játaft, að þegar kosningarnar fari beinlinis fram, þá muni af því leiða, — með því kjördæmin, sem nú eru, eru svo fjarskalega víðáttumik- il — að þeim hinum fátaeku kjósendum, sem búa langt frá kosningastaðnum, muni ekki gefast færi á, að nota kosningarrjett sinn. Um næsta atriði, eða um niðurjöfnun full- trúanna ámisstór kjördæmi, höldum vjerapt- urámóti að vjer getum dæmt meðmeiri vissu. Fólksfjöldinn á íslandi 1845 er enn þá ekki kominn í „statistisk Tabelvœrlf; en í „Jarðatali* Jónsens landsyfirrjettardómara er fólkstala tilgreind, fyrir Suður - umdæmið og Norður-og Austur-umdæmið samkvæmt því, sem stendur í „statistisk Tabelvœrk*, og fyrir Vestur-umdæmið eptir sögusögn yfirvaldanna, er beðin höfðu verið um fólkstöluna í öðrum tilgangi. Eptir „Jarðatalinu“ er fólksfjöldinn í kjördæmunum þessi: í Skaptafellssýslum..................3,262 - Vestmannaeyjasýslu................ 396 - Rangárvallasýslu..................4,776 - Árness-sýslu..................... 5,159 - Gullbringu- og Kjósar-sýslum .... 4,644 - Reykjavík........................ 961 - Borgarfjarðarsýslu ................2,166 - Mýra - og Hnappadals-sýslum .... 2,324 - Snæfellsness-sýslu............... 2,898 - Dalasýslu..........................1,890 - Barðastrandarsýslu ................2,455 - ísafjarðarsýslu . . . .............4,051 - Strandasýslu ......................1,271 - Húnavatnssýslu................... 3,P86 - Skagafjarðarsýslu..................3,997 - Eyjafjarðarsýslu.................. . 4,028 - Suður-jjingeyjarsýslu ......... 3,129 - Norður-;þingeyjarsýslu ............1,205 - Norður-Múlasýslu ........... 3,019 - Suður -Múlasýslu...................2,880 Hvert af kjördæmum þessum á nú að kjósa 2 fulltrúa. Já er menn jafna þing- mannatölu þessari saman við þingmannatölu í öðrum löndum, þá sýnist það nokkuð skrít- iö, að 1 fulltrúi kemur að meðaltali niður á hjer um bil hver 1400 manns, en vjer-játum samt, að fulltrúaþing hverrar þjóðar (og eng- inn getur neitað því, að íslendingar eruþjóð), einkum þegar hún býr á svo víðu svæði, má varla vera færri mönnuin skipað, en hjer um bil 50, og finnst oss það því í alla staði rjett, að stjórnin hefur fallizt á að fjölga skyldi fulltrúuin frá 34, sem hún hafði stungið upp á að skyldu vera þjóðkjörnir, til 40, auk 6 konungkjörinna. Aptur á móti skiljuin vjer ekki í því, hvers vegna alþingi liefur ekki skipt þingmönnum niður á kjördæmin nokk- urn veginn eptir fólksfjöldanum, og hvers vegna stjórnin, sem sjá má af ástæðunum að hefur ekki farið eptir öllum uppástungum al- þingis í þessu máli, hefur sleppt þeim grund- vallarreglum, sem sagt er að hafi verið und- irstaðan undir hennar uppástungu, að þirig- mönnum væri jafnað niður á kjördæmin eptir fólkstölu þeirra. 1 ástæðunum er þess ekki hehlur getið, að alþingi hafi tekið fram nokk- ura ástæðu fyrir þessari ákvörðun, en það „virðist*, stendur þar, að orsökin verði að vera sú, „að þingið hafi viljað halda hinu sama hlutfalli, semáðurvar, þegar hvertkjör- dæmi sendi einn fulltrúa tilalþingis; en kjör- dæmin voru hin sömu, og þau eru nú“. Vjer efumst engan veginn um, að Islendingum sje lítið um, að breyta út af gömluin venjum og reglum; en bæði er það, að alþingistilskipun- in frá 1843 er ekki neina 6 ára, og, að því sem vjer vitum frekast, lagaði stjórnin hana ekki mjög eptir högum Islands; og jafnvel þar sem heita átti að þetta hefði verið gjört, þá var það ekki gjört að öllu leyti með hag- sýni. Af fyrirsögn alþingistilskipunarinnar, að sýslurnar skyldu vera eitt kjördæmi hver, leiddi það t. a. m., að Vestinannaeyjasýsla, sem konungur á, hafði alls enga kjósendur, og gat heldur enga haft, þegar tilskipunin kom út, og hefur heldur enga fengið síðan. Vjer getum því ekki tekið þetta sem gilda ástæðu. Aptur á móti finnst oss það vera gagnstaðlegt öllum grundvallarregluin fyrir fulltrúakosningum, að hafa enga hliðsjón af fólksfjöldanuin, þar sein efni og menntun eru jöfn, og hagsmuuir manna eigi ríöa í bága. En þetta á sjer ekki stað um sýslurnar á ís- landi. ^að er þar að auki næstum skoplegt, að þegar Vestmaimaeyingar nú loksins fá að taka þátt í kosningunum, þá skuli þeir kjósa 2 fulltrúa til þess þings, sein á að segja álit sitt umþað, hverja stöðu Island framvegis eigi að hafa í stjórnarsambandi rikisins; og eyjamenn eruþó ekki nema396 erlifa af fiskiveiðum, og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.