Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.07.1850, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 20.07.1850, Qupperneq 6
I5§ getur liann líka stjórnaft öllu betur, en áöur, og beitt sjer betur, en áður; nú getur hann ráöið því, að enginn sje tekinn til bráða- kennslu við skólann gegn hans vild, sízt neinn sá, sem hann er sannfærður um að er óhæfilegur til þess, og ekki er til annars, en að sveinarnir hendi gaman að honum og gjöri gis að opinberlega. Hafi þetta átt sjer stað, þá er það eins vist, að það var herra Egils- sy'ni þvert um geð, eins og hitt, að það hef- ur víst ekki átt alllítinn hlut að því, að pilt- ar glötuðu nokkru af virðingu þeirri fyrir stjórn og umsjón skólans yfir höfuð, sem er þó svo áríðandi í þessum sem öðrum efnuin. Vjerteljum þá víst, að lierra Egilsson stjórni betur, en áður, af því að hann gelur það bet- ur en áður, og af því að hann er æfinlega rjettsýnn maður og góðmenni, þó vjer aldrei skulum verja það, að hann er til margs ann- ars betur fallinn, en að stjórna. Kennsla lians hefur áunnið honum ást og virðingu pilta og samkennanda sinna, og það mun haldast með- an hann lifir; og það mun enn koma bæði öllum hinum námfúsari og betri sveinum — en vjer viljum og vonum, að þeir vilji allir ávinna sjer að nefnast því nafni — til þess að missa sjónar á misfellunum, sem urðu á í fyrra, og öllum kennurunum til að vera samtaka í því, að gjöra honum stjórn skólans svo auðvelda og sveinunum svo viðunanlega, sein verða má og vel fer á. 5V' kennararnir hinir virða herra Egilsson, og vilja að hann sje við, og vilja aðstoða hann 1 stjórn skól- ans eptir ýtrasta megni; og þeir eiga að vilja þetta víst í bráð, svo að rjett úrlausn stjórn- arinnar í máli þessu sje ekki þýðingarlaus, svo að hún aptri piltum meðfram frá slíku atliæfi framvegis, og svo að þeir, kennararnir, tnegi eiga þar víst athvarf, ef með þá yrði eins farið fyrir líkar sakir; og þetta er aðalatriði í máli þessu, og svo að það mættieinsaman nægja. 5ví gjörum nú ráð fyrir, að menn uú þegar í vetur tæki annan til meistara, sem máske er í raun og veru betur fallinn til að stjórna skólanum, en herra Egilsson, hvað stoðar það, ef það er ekki sá maður, sem hinir kennararnir vilja ekki eins aðhyllast og aðstoða í stjórninui, eins og hann? Og þó vjer litumst um nótt og dag, — ogvjerhöfum litast um grandgæfilega — þá finnum vjer ekki þann mann innan bæjar, eða nærlendis, sem væri ráð að taka, en hafna herra Egils- syni. Vor ágæti stiptprófastur er of gamall og hruinur. Dómkirkjupresturinn mundi þykja rómlítill,. eins og í musterinu, þó það gysi ekki upp fyr en eptir 3 ár, og eptir það menn voru búuir að reyna hann að öllu öðru góðu1. Hver á þá að verða það? Hann Jakob Guö- mundsson ! Nei, það dugirekki; margir pilt- ar eru skólabræður hans og bera ekki nóga virðingu fyrir honum; annars væri hann, ef til vill, góður, ef ekkert á að fara eptir því, hvern hinir kennararnir vilja lielzt eiga yfir sjer og aðstoða. En vjer leituin máske langt yfirskammt; hvar fyrir ekki prófessórinn ? Jó hann sje forstöðumaður prestaskólans, má það vel segj- ast, að hann einnig stjórni hinum skólan- um. Vjer höfum sagt, að vjer gefum oss hjer viö munninælgi, og verjumst ekki, að vjer höfum heyrt þessu hreytt fram; en vjer höfum aldrei viljað trúa því, að neinum hatí komið það til hugar. Enginn skilji oss svo1, að vjer vitum ekki og viður- kennum, að herra Pjetursson er duglegur maður og vel að sjer, og vjer verðum engan veginn tvisaga, þó vjer játum þetta, og segj- um þó undir eins, að oss lítizt ekki vel á, að gjöra hannlíka að rektori skólans. Ef tvö járn eru í eldi í senn, vill annað opt sviðna. 3>ar að auki höfum vjer enga vissu fyrir, að skólasveinunpm sumum' geðjist í neinu bet- ur að skólastjórn hans, en herra Egilssonar, eða að hún yrði í neinu aífarabetri; og það vitum vjer, að herra Pjetursson getur ekki áunnið sjer þá ást fyrir kennslu og uppfræð- ingu hjá piltum, sem herra Egilsson bæði helur og mun hafa, ef ekki vegna annars, þá samt af því, að hanu naumast kemst til að kerina neitt við skólann, af því hann hef- ur til þessa varla sjeð fram úr því, sem hann hefur haft að stariá við prestaskólanu. En eitt vitum vjer þó með mestri vissu, og það er þetta: að engum kennaranna mun geðjast að þessari breytingu, eða leggja sig jafnt fram að stjórna skólanum með herra Pjeturs- *) Jú fyrirgefur þessa atliugaseunl, sjera jþjm'iolfur mian!

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.