Þjóðólfur - 31.07.1850, Qupperneq 1
2. Ár.
31. Jnlí.
42.
„Atfcsend g-rein nm Reybjavílc”.
(Fratnha/d.) Ingólfur hjet mafmr og var
Arnarson. Hann bjó í Daltirði í Noregi, hg
átti fóstbróður einn, sem Hjörleifur er nefnd-
ur; hann var þremenningur Ingólfs og mágur.
Jieir frændur hötðu heyrtum það getið, að land
varfundið norður í höfum, sem Islandvarkall-
að, og höfðu þeir ýmsar sögur af, hversu land
það væri kostum búið. Jeir rjeðu það þá
með sjer, að fara og leita lands þessa. 3>eir
leggja þegar í haf og finna landið; tóku þeir
land í Austfjörðum, og voru þar einn vetur.
Og eptir því sem þeir gátu litið til, virtist
þeim landið betra suður en norður. Síðan
fóru þeir aptur til Noregs við svo búíð. Eptir
þetta hugsar Ingólfur aðnýju til Islandsferðar;
kemur hann þá að máli við Hjörleif frænda
sinn, og segir honum, að hann hafi allan hug
á, að flytja til Islands. Hjörleifur ljetvel yfir
því, og kvaðstmundu fara með honum. Ingólf-
ur var maður vel siðaður og trúrækinn mjög,
og þótt hann væri heiðinn, hafði hann samt
eigi að síður hugmynd um skapara heimsins
og stjórnara mannlegs lífs. Hann segir því,
Hjörleifi, að hann vilji efna til blótveizlu, og
leita sjer heilla um forlögsín. Hjörleifur var
enginn trúmaður, og kvaðst lítið skeyta um
slíka hluti. Ingólfur fór þá að sinum ráðum,
bjó veizluna og tilbað goðin; en þau vísuðu
honum til Islands, að hann skyldi þar leita
gæfu sinnar. Nú líður af veturinn; en er
voraði, bjó sitt skip hvor þeirra mága. Og er
þeir voru búnir, lögðuþeir tilhafs og sigldu út.
5eir höfðu samflot, þar til er þeir sáu Island;
þá skildi með þeim. En er Ingólfur sá land-
ið, hjet hann á hamingju sína, og skaut fyr-
ir borð öndvegissúlum sínum, og mælti svo
fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar
kæmu á land. Ingólfur tók nú land að sinni,
þar er heitir Ingólfshöfði, og sat hann þar
hinn fyrsta vetur. En það er að segja frá
Hjörleifi, að hann kom vestar aðlandinu, og
tók land við höfða þann, sem víð hann er
kenndur. Sat hann þar um veturinn; en vor-
ið eptir var hann myrtur af þrælum sinum,
sem tóku fje allt og konur, og fluttust út til
Vestmannaeyja, ogsátu þar við svo búið. Jetta
sama vor sendi Ingólfur tvo þræla sina, er
hjetu Karli og Vífill, vestur með sjó, til að leita
öndvegissúlna sinna; en er þeir koinu til
Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan;
þá fóru þeir aptur, og segja Ingólfi þau tíð-
indi, ogljet hann illa ytír. Ingólfur tók sig þá
upp, og fór vestur til Hjörleifshöfða, og er
hann sá Hjörleif dauðan , mælti hann: litið
lagðist hjer fyrir góðan dreng, er þrælar
skyldu að bana verða; og sje jeg svo hverj-
um verða, sem eigi vill blóta. Ingólfur ljet
búa gröf þeirra Hjörleifs. Síðan gekk liann
upp á höfðann, og sá eyjar liggja til hafs í
útsuður ; kom honum það i hug, að þrælar
Hjörleifs mundu þangað farið hafa. Hann fór
þá með mönnum sínum, til að leita þeirra, og
fundu þeir þá í eyjunum. Ingólfur rjeðst þegar
að þeim og drap þá alla. Siðan tók hann
konur þeirra, er myrtir höfðu verið, fór apt-
ur til Hjörleifshöfða, og sat þar næsta vetur.
Sumarið eptir fór hann vestur með sjó, og
var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfjalli fyrir
vestan Ölfusá. Jessi missiri voru þeir Karli
ogVífill að leita öndvegissúlna Ingólfs; þræddu
þeir hvervetna með sjó, og könnuðu víkur all-
ar og annes. Loksins fundu þeir þær við Arn-
arhól fyrir neðan heiði.
Ingólfur var kvongaður maður, og hjet
kona hans Hallveig Fróðadóttir. Jau áttu
son, er Jorsteinn hjet, sem þá var ungur að
aldri. |það var einn morgun, þá erliðinn var