Þjóðólfur - 15.11.1850, Page 2

Þjóðólfur - 15.11.1850, Page 2
306 staðinn fyrir rúma 35 rbd., sem er lagaleiga? Væri svo, held jeg, að jeg mundi fljótt bregða mjer til bústaðar hans, og biðja liann að unna mjer slikra kjara í peningaláni. Jeg held, að böfundinum verði nú að skiljast af jiessu, „vilji hann ski]ja“, að það getur aldrei* und- antekningarlaust og yfirliöfuð verið nókkurs hlutar stöðuga og sanngjarna sanna verð, sem ýmsar kringumstæður í þann svipinn láta hann kosta og kaupast fyrir; og láti hann sjer ekki skiljast þetta, get jeg ekkiaðgjört, en ætla nú að halda áfram, og kem jeg J)á að J)ví, livar hann er að tæpta á skilnings eða viljaleysi jarðainatsmannanna að skilja, en er J)ó áður búinn að geta þess til, að fæstamuni hafa skort þekkingu, og vil jeg lika halda það með honum. Að minnsta kosti er það eins vel ætlandi úrvalsbænda búmönnum að hafa greind á, hver sjeu bezt gæði jarða, og hvernig hentast sje að nota þau, eins og lærðari mönnum, þeim sem naumast eða ekki hefðu rennt auga í, því siður fengið nokkra reynslu í þeirri mennt. Höfundurinn segir enn fremur: að jarðamatsmönriunum hafi ekki verið gefið neitt vald, til þess að búa tilnýtt sölulag á jörðunum; jeg ætla það nú rjett mælt, skilji hann tilgang jarðamatsins svo, að enginn mætti úr þessu selja nje kaupa jörð með öðru verði en því, sem jarðamats- mennirnir lögðu á þær. En jeg hef aldrei haldið Jiað, og held það aldrei verða, hvort höfundurinn svo óskar þess eða ekki, ámeð- #in frjáls viðskipti manna ekki verða gjöfð útlæg. En jeg held að jarðamatsmennirnir liafi átt að finna og kveða upp jarðanna sanna verð, sem á mætti byggja sanngjariilegar og jafnaðargjarnar skatta - álögur; oginunuílest- ir verða að viðurkenna, að jieir hafi þá orðið að smiða nýtt verðlag. Eða hvernig fær höf- undurinn komið með jiá „heilagrillu“, að vilja telja mörinum, trú um, að jarðamatsmennirnir hafi ekki átt að gjöra annað, en tína saman það söluverð, sém að undanförnu hefði við gengizt á jörðum, og láta fiað heita sanngjamt, hvort það var það eður ekki; til þess hefði ekki þurft að kaupa dýrum dómum 5 menn í hvern hrepp; það gat enginn betur en sýslu- maðurinn sjálfur fyrir litla þókknun, sem hafði kaupbrjefa afskriptirnar allar hjá sjer; og kann ske þetta hafi verið reglan, sem Borgarhreppsmaðurinn gat ekki skilið í á hverjum ástæðum væri byggð. Höfundurinn segir, að jarðamatsmennirnir hafi af því sölu- lagi, er viðgekkst, átt að velja og fylgja því, sein sanngjarnt var. Hann játar þó þar með, að allt sölulag sje ekki sanngjarnt, en hann gleymir að gjöra ráð fyrir, hvernig hefði átt að fara að, jiar sem ekkert sanngjarnt sölulag jarða að undanförnu hefði frarn farið. Ilann segir sölulag jarða fari mikið eptir ýmsum kringumstæðum: velmegun manna í sveitinni og því um líku; þá ekki þar eptir sanngirni, og svona fer, þegar menn byggja á svikulum grundvelli, þá hrynur byggingin á hæla manni óvörum. Jarna virðist mjer höfundurinn mót- mæla sjálfum sjer, og sjálfur gjöra skýrt, hversu ósanngjörn hans regla er, að vilja, að jarðamatsmenn hefðu bundið sig við sölulag- ið. Ilann segir oss, lögfræðingurinn sjálfur, að enginn eigi heimting á lagaleigu af verði jarðarinnar, en jeg, sein ólögfróður, get þó sagt honum það, að kaupandi á að vera skað- laus af verði þvi, sem jarðamatsmennirnir lögðu á jarðirnar; og hvernig lætur hann þá vera það, ef þeir fá nú að eins 2 eða 3 af hundraði peninga sinna í jöröunni, ogafþeirri litlu leigu verða þó að láta ^ hluta eða meira til hins opinbera? Hann lieldur álit jarða- matsmannanna um sanngjarnt eptirgjald jarða hafi verið byggt á veikum rökum og út í bláinn, eins og sölulag, erhann sjálfur játar þó, að fari eptir kringumstæðum, sje það ekki öllu heldur. Litlar sýnast og rökseindir þær, sein hann færir í móti Borgarhrepps jarða- matsmanninum, sem vildi byggja á sanngjörnu eptirgjaldi; enda má jeg fullyrða, að fleiri munu af jarðamatsmönnum bafa hallast að reglu þess mannsins, heldur en að reglu höf- undar ritgjörðar þeirrar, er hjer ráeðir um; því að bæði var það svo, þar sem jeg var viðstaddur, og hins sama hef jeg heyrt víðar getið, ef ekki víðast i Vestfirðingafjórðungi, að jarðamatsmenn gjörðu sjermest ómak fyr- ir að finna hverrar jarðar sanngjarnt, en stöð- ugt eptirgjald, og við það smíðuðu þeir síðan jarðarverðið; og hef jeg heyrt getið um, að suinir ljetu 4 í eptirgjaldi mæta 100 í verði, aðrir 5, og nokkrir 6, eptir jiví sem mein- ingar voru skiptar um, hversu mikið af ept- irgjaldinu þyrfti til útgjalda til hins opinbera.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.