Þjóðólfur - 27.03.1852, Blaðsíða 3
311
hafa mikiö gjört til góða ábýlisjörfiuni sinuni,
og á {)ó hvorugur ábýli sitt; en fyrst fulltrú-
ar í hjeruðunum, sem valdir eru af fjelaginu,
eru, eins og {>að fer orðum um í, skýrslu við
janúarmánaðarlok 1843, ,menn að sannleiks-
elsku, [lekkingu og fijðurlandsást {jví alkunn-
ir“, og þess vegna vill einungis lilýta áliti
þeirra um, bvort {>au verk, er launa vænast,
sjeu einnig launa verð; {>á virðist oss ekki
inega minna vera, en að vitnisburðir þeirra
um {)að, sem þeir hafa skoðað, þegar þeir
koma mönnum fyrir sjónir, sjeu svo skýlaust
og vel af hendi leystir, að bæöi geti Ijelagið
sjálft gjört sem rjettast með útbýtingu laun-
anna, og lika þurfi aðrir ekki að hafa orsök til
útásetninga á skýrslurnar, er þær koina frá fjc-
laginu um verk hinna emaklegu“; því þó
skýrslan gangi til flestra, er ekki þekkja til,
þá eru þó altjend einbverjir vel kunaugir
verkiiiu hjá nágrannanum, og gremst þeim
þá, ef þeir sjá missagnir frambornar, einkan-
lega ef þeir þykjast sjálfir hafa unnið eins
vel til verðlauna, hefði þeir viljað koma sjer
á fram með ósannindum. Eins og fjelagið
sjálft hefur ekki látið sjer lynda frásögu launa-
beiðanda sjálfra um verk sjálfra sín, og fyrir
það valið fulltrúa í hjeruöum, eins ættu full-
trúarnir að gefa vel gætur að sögu þeirra, er
kveðja þá til skoðunar, því margur er sjer-
drægur og segir vilhallt, þegar ágóðinn er
í vændum; en engum vel skynugum manni
er vorkun á að sjá, ef brögð eru við höl’ð til
muna af þeim, sem sýna verk sín, t. a. m.
hvort jarðargarður er 1 eða 2 ára, eða 6—7
ára o. s. frv. jþví þegar um víst tíinabil erað
gjöra, sýnist ekki rióg að skoða fljótlega, að
verkið liafi verið gjört; því verður líka ná-
kvæmlega að gefa gætur, að rjett sje skýrt
frá tímabilinu, sem það liefur verið gjört á;
einkanlega eins og nú er orðið, þar sein marg-
ur maður hefur mörg undan farin ár fengizt
nokkuð við sljettun og garðhleðslu, og gæti
því verið, að einhver gæfist sá, er beiddist
skoðunar á verki sínu, að honurn kæini í liug
að segja seinustu sljettun sína meiri, en er,
þegar eldri sljetta lægi þar við, eða máske
innan um, einkanlega virtist honum skoðun-
armennirnir auðtrúa eða kærulitlir.
Hítað í febrúarmánuði 1851.
Úr
Rrjeíi til þjótiólfs.
Hafðu þökk fyrir raunarollu vora, fsfirðinga
seinast! Nú vitum vjer eigi, hvort til nqkkurs
verður að biðja þig fyrir harmatölur vorar, því
sumir segja, að í þig sje komin uppdráttarsýki;
aðrir, að þú sjert Iiálf kirktur; þriðju, að þú
ætlir með veikum burðum að rölta enn eina
ferð um ísland. Ilefndarfrjettir er raunar ekki
að marka, og langt er á milli beimkynna
þinna og vor, en á sögnum er sízt skortur.
Vinir þínir lijer vildu gjarnan, að þú yrðir því
hraustari, sem þú færir fleiri ferðir, og fáir af
þeim muhu, meðan geta, spara firimarkið, ef
það væri einlilýtt til að styrkja heilsu þina.
Líklegt er að þú sjert búinn að fá út sofið,
ef þú ert ekki með öllu dauður. Hana, stattu
upp og liristu þig, og farðu að segja frjett-
irnar! jmð er skylda þín eptir loforði sjálfs
þíns.
ísfirðingar hafa þó fengið mann í bráð,
sem liefur dómsvald, sýslumann M. Gíslason;
og þykir mörgum vænt um hann, því nú sýn-
ir hann sig duglegt og gott yíirvald. Sex
mál er liann að mestu búinn að kljá síðan
eptir veturnætur, að hann kom hingað. jþað
þykir oss hafa gengið fljótt og vel, þó mik-
ið sje eptir.
Bágbornar hafa verið kringumstæður ís-
firðinga, hvað áhrærir læknir, frá þvi í sumar
að Veivat sigldi, og þar til nú ekki alls fyr-
ir'löngu, að brjef kom frá sýslumanni til
! hreppstjóra; var það þess innihahls, að amt-
maður Melsted væri búinn að setja læknir
Lund í Stykkishólmi lijer hjá oss, og menn
| ættu að lialda sjer til hans fyrst uin sinn.
En um nefnt tímabil var hjer engin sköpun af
lækni. Allir nærgætnir og rjettsýnir menn
með heilli skynsemi geta daemt um, í liverju
skyni að amtmaður vor hefur gripið til þessa
óráðs; því þeir sem þekkja vegalengd og tor-
færur úr Arnarfirði og í Stykkishólin j eða af
Hornströndum til samastaðar, eða jafnvel
lengra, því skeð gæfl að lækmrinnværi syðst
í Mýrasýslu, þó hans væri leitað frá greind-
um stöðum, þeir geta sjeð, hve lientug þessi
ráðstöfun er fyrir sárþjáða sjúklinga. Vjer
álítum að ráðlegra hefði verið, að láta Veivat
vera lijer kyrran, þar til einhver var settur í
•* lians stað til að þjóna embættinu, því að lík-