Þjóðólfur - 27.03.1852, Blaðsíða 2
310
að þeir gætu aflokiö á fyrirsettum tima því
verki, sem lög gjörðu ráð fyrir; og fulltrúar
þeir, sem fjelagið liaföi kosið sjer i hjeruð-
unum, til að bera vitni um verkið, höfhu alla
aðgæzlu á að þeir, sem verðlauna beiddust, segðu
rjett frá tímabili þvi, er þeir heíðu unnið verk-
ið á; einnig hafði Qelagið aðgæzlusaman um-
sjónarmann, sem hafði gætur á að stofn fje-
lagsins gæti aukizt, og sá um að kostnaður
þess og útgjöld væru sem minnst; var því á
fjelagsfundum nákvæmlega gætt þess af em-
bættismönnum Qelagsins, að þeir einir nyti
verðlauna, sem maklegastir væru; enda trúðu
þeir einungis fulltrúum sinum, hverjir líka,
eins og fyrstu skýrslur fjelagsins sýna, hafa
fýst nákvæmlega öllu verki þeirra, er kvatt
höíðu þá til skoðunar, einnig sagt skilmerki-
lega frá tímabili þvi, er verkið var gjört á.
Og fyrir þetta varð það almennings álit á út-
býtingu á verðlaununum, að þeir cinir nytu
þeirra, sem helzt hefðu til þeirra unniö.
Nú hefur mönnum borizt til handa Skýrsla
af 28. dag jan. 1851 frá tjeðu fjelagi, sem
kunnugum mönnum geðjast einhvern veginn
siður að, en hinum fyrri skýrslum; og gjörir
það þessa skýrslu helzt tortryggilega, að hún
fer bæði ofur Ijett yfir lýsingu á verkinu —
helzt þeirra sumra, sem taldir eru í verðlauna-
flokknum — og fer líka mjög ógreinilega yfir
tímahil það, sem verkið hefur fram farið á;
og hjer að auki má fullyrða, segir alrangt frá
sumu t. a. m. sjá No. 2. „Hann hafði að full-
trúa vitni árið 1849 Iilaðið 318 faðma langan
tvihlaðinn grjótgarð, 88 faðma traðargarða og
skorið 270 faðma langa skurði til vatnsveit-
inga; áður hafði hann sljettað 3233 CH faöma“.
Iíjer er frásaga fulltrúa svo löguð að ossvirð-
ist, að menn geta eigi skilið annað, en þessi
dugnaðarmaður hafi 1849 hlaðið bæði grjót-
garðinn og traðargarðinn, einnig skorið vatns-
veitingaskurðina. Ekkert geta fulltrúar um
lögun á neinu af þessu verki, nema einungis
um lengdina, og berum vjer eigi brigður á,
að hún sje sönn, nema ef vera skyldi eitt-
hvað tvírætt um lengd traðargarðanna; þeir gátu
þar svo hvergi náð þeirri lengd, sem þeim er
eignuð, nema í.það hálfa hefðu verið taldir
margra ára gamlir traðargarðar, eða þó heldur
traðaryarða brot. Vatnsveitingaskurðunum
er ekkert lýst að dýpt nje vídd, svo eigi sjest
hve mikið verk hefur verið að gjöra þá; en
vitnisburðurinn um þá hefur það þó til að
bera, að það er sagt satt, hvenær þeir eru
gjörðir nefnil. 1849. En eigi geta menn skilið,
hvers vegna sagt erum allt verk þessa manns,
að það hafi verið unnið 1849, þar sem þó
grjótgarðurinn var allur hlaðinn 1850, en mest-
allir traðargarðarnir fyrir bæði hjer greind ár,
eins og líka sljettan, sem sagt er að hafi, ver-
ið komin áður.
Svo stendur i sömu Skýrslu um No. 4.
„Hann hefur að fulltrúa vitni mestallt 1849
allsæmilega hlaðið torfgarö 227 faðma og
sljettað 2190 cr; faðma. ÍÞetta þykir oss nú
fulltrúarnir hafa borið vilhallt og rangt, með
öllu, „mestallt 1S49“. 5ví garðlileðsla hjá þess-
um manni hefur víst, staðið yfir 8ár, að árinu
1850 meðtöldu; þar að auki er rjett ekkert
af garðinum úr torfi, heldur holtsniddu mjög
grámosa borinni; lengdin má vera aðnáisjer,
þó með þvi móti að mjög gamlir garðstubbar
gangi þar líka til; en sljettunin hjá hinum
sama hefur staðið yfir óhætt að segja síðan
„húss og bústjómarfjelagið“ var stofnað; og
er það að likinduin, því maöurinn liefur, lengst
af verið einyrki; og til merkis um að vjer
segjum satt frá um sljettun mannsins, að hún
er eigi öll nýgjörð, þá er það, að 1846beiddi
bóndi þessi þá verandi sýslumann í Árness-
sýslu, sern rjettan fjelagsfulltrúa, að skoða
hjá sjersljettun og garðhleðslu, og setti hann
til 2 menn sín vegna að skoða verkið, og
náði þá sljettun og garður ekki fullt því til-
tekna, og þar að auki liáfði þaðfrani farið á mörg-
um áruin; eri nú munu fulltrúarnir hafa látið
alla sljettuna vera í einu mælda, þvi ekkert
getur skýrían um forna sljettu hjá þessum
raanni.
Um No.8 í Skýrslunni stendur: „liann liefur að
fulltrúa vitni „mestallt“ 1848 og 49 hlaðið
250 faðma torfgarð; 100 faðinar „ekki vel
stæðilegir, en umbætast“. Um verkið hjá
þessum manni getum vjer raunar eigi sagt
vegna ókunnugleika, en það sýnist þó ein-
hvern veginn tortryggflega sagt fra, að nokk-
uð af verkinu hafi verið vel gott og stæðilegt,
þegar 100 faömar af 450 þurftu strax umbótar.
’Fjærri fer því að menn misunni mönnum
þessum launa þeirra, er þeim voru veitt af
fjelaginu, því vjer vitum að bæði No. 2 og 4