Þjóðólfur - 14.05.1852, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 14.05.1852, Blaðsíða 8
332 ritum“ þ. á., og get þessn að eins hjer sem bráðasvars til heiðursmanna þeirra hjer á landi, sem rituðu mjer um þctta cfni með póstskipinu í vor. Rcykjavík 3. dag maím. 1852. Jón Guðmundsson. Frjfttir. Síðan vjer rituðum frjettirnar scinast í þjóðólfí á fjórða í Páskum, hefur ýmislegt til tíðinda orðið. — 1 kringum næstliðnu mánaðamót var skipakoma hjer alltíð. þá kom til landsins aptur annar þeirra manna, sem þjóðfundurinn gjörði út í fyrra á konungsfund; en ekki vitum vjer samt að scgja neinn árangur af þcssari för, eins og raunar eigi er við að búast, því hvernig eiga Danir að sýna okkur nokkurn sóma í stjórnlcgu tilliti, þar sem málefni sjálfra þeirra eru svo mjög á reiki. þjóðmálefni vor, eins og þau nú standa, eru þannig talandi vottur um það fyrir heiminum, hve ófærir Danir eru enn fyrir þjóðlega stjórn, er þeir fyrst hugsuðu sjer að bjóða oss aðra eins stjórnarskipun, og þcir gjörðu, og hjeldu vjer værum svo fávísir að ganga að hcnni, en tóku svo fram fyrir munn og hönduráoss, þegar þeir sáu að vjer vildum eigi gjöra það, ja, virtu oss varla viðtals og tóku brauðið frá munni þeirra manna, scm viidu halda svörmn uppi fyrir þjóðrjettindi vor. Dönum er þvj hollast einveldið aptur, það er að segja: konun^gur með öllu ráði; enda eru þeir líka að hugsa sjer fyrir honum, þegar Friðrik 7. fellur frá; og eru víst margir af þeim á því að velja enskan drottnunga. það er ekki við því að búast, að vjer getum haft nein heiulínis áhrif á þctta val, en bcöið gctuin vjer þcss, að þeir fái náð til að velja vel; og niá svo vera að vjer ráðum þá meiru um Danmerkur konunginn tilvon- andi en inargur hyggur. Vjer skuluin því ckki láta Dani gjalda þess f bænum vorum, þó eigi tími þeir enn að gefa oss frjálsa verzlun. það er, cf til vill, gaman fyrir oss, að minnsta kosti bæði sköinm og gaman að sjá nú cnn um hríð — úr því vjer erum farnir að hafa vit og eptirtekt á hlutunum — hvernig þessi þjóð fer að nurla sjer fje f þessu landi einokunarinnar þvert á inóti lögum guðs og góðviljaðra manna. Vjer þurfum ekki að efa það að einhvern tíma koma allir þeir af- og órcikningar upp úr kafinu; vjer þreifum svo sjálfir á því daglega, að allt af kemur að skuldadögunum með hvert nálþráðarvirðið. Nú hafa Vesturheinismenn það fyrir stafni að Ijúka upp kcysaradæminu Japan. það eru eyjar nokkrar all- miklar fyrir austan Kinverjaland. Svo er að sjá scm Japansmenn hali vcrið skaplíkir Bárði heitnum á B ú r f e 1 1 i, sem „Piltur og Stúlka“ talar um. Ilann vildi aldrei lofa neinum manni að líta upp á skemmu- loptið, þar er hann geymdi alla maurana; eins hafa Japansmenn haldið lönduin sfnum læstum fyrir öllum lýð að kalla má. £n nu ætla Vesturheimsmenn að gvuða á skemmugluggann hjá þeim með fallbyssum, og neyða þá til almcnnilcgrar verzlunar og viðskipta. — Nú kvað land- og bæjarfógetaembættið vera vcitt Vilhjálmi Finn- scn, sein áður hafði fengið Gullbringusýslu. Skaptafells- og Strandasýslur eru veittar þeim, sem þar hafa nú verið seltir sýslumenn. Til Borgarfjarðarsýslu er talinn dansk- ur maður. það halda menn að stjómin muni vcita ein- hverja ásjá kamnierráði Kristjánssyni, sem hún tók em- bættið af; cn það ætlum vjer að sýslumaður Jón Guð- mundsson muni ckki eiga mikillar miskuiiar von að svo komnu. — Síðan vjer seinast gátum um brauðaveitingar þá liafa nú þessi prestaköll verið veitt: Kirkjubær í Tungu í Norðurmúlasýslu sjera Magnúsi Bcrgsyni prcsti að Stöð í Stöðvarfirði í Múlasýslu. Rcynistaðaklaustur f Skagafirði Brinjúlli Jónssyni, útlærðum af prestaskól- anum. Hvaininur f Skagafirði stúdenti Olafi Ólafssyni. Ncs í þingeyjarsýslu aðstoðarpresti Vigfúsi Guttormssyni. Sauðlauksdalur aðstoðarpresti Magnúsi Gislasyni. — Lið- ug prcstaköll cru nú: Staður f Grunnavik, Meðallands- þingin, og Eyvindarhólar undir Eyjaljölluin. liinn 9. dag þ. m. voru þessir prestvígðir: Gísli Jóhannesarson, Brinjiilfur Jónsson, Jón Sigurðsson, Jón þorvarðarson. Nú hal'a Norðlcndingar fengið leyfi hjá stjórninni til að setja prentsmiðju niður á Akureyri; og óskum vjer fyrst og frcinst fjórðungi þcirra, og svo öliu landinu til gagns og sóma með stofuun þessa. S k i p t a p a r (eptir brjefuin). Föstudaginn fyrsta 1 sumri drukknuðu 2 menn á báti á uppsiglingu úr fiski- róðri fyrir Vatnsleysuströnd skammt frá landi; kom vind- hrina f seglið svo hörð, að bátniun llcygði um koll. þegar þetta sást úr landi, var f flýti niannað út skip, og sáu þeir sein á því voru annan manninn loða við bátinn; en þcgar þeir áttu örskammt til að ná f hann, sleit hann kvika burt af bátnum, svo lianii sökk strax. Formaðurinn hjct Kjartan Jónsson frá Svartagili f Mýra- sýslu, en hásetinn Björn Ilalldórsson úr sömii sýslu; báðir voru þeir ógiptir milli tvítugs og þrítugs, og er mannskaði mikill að þeiin. Hinn fyrsta dag þcssa inánaðar sat skip að fiski- drætti í Grindavíkursjó, og dró öran fisk, svo skipið var orðið hlaðið. Vildu þá sumir af hásetunuin halda að landi, cn þá kvað formaður liafa liaft þau orð, að þá skyldi hann sitja sem fastast; var svo haldið á- fram að draga, unz renna tók inn á milli keipa. þá hljóp einn af skipsmönnum fram í stafn og tók hönduin til hins svo kallaða kollubands, en f sömn SYÍpan sökk skipið og kom upp aptur á hvolfi. Skip voru þar skammt frá, rjeru þegar þar að og náðu 3 niöiinum, og var einn af þeim sá sem í bandið lijelt, en 12 drukkn- uðu; eru eptir 6 ekkjur þar innlcndar, fátækar og for- ■töðulausar. þar drukknaði formaðurinn, faðir hans og bróðir; en þeir, sem bjargað var, eru auitan af landi. Daginn cptir þennan atburð drukknaði maður af báti á Viðeyjarsundi rjett undir cyunni. Hvolfði bátnum af einhverju sjcrlegu slisi, því logn var að kalla. Tveiiniir mönnum var bjargað af þessum bát. Abyryðarmaður: Svb. Ilal/yrímsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.