Þjóðólfur - 12.09.1852, Síða 8
afli var góður á Vestfjörðum í vor, en lakari kringum
jökul, lielzt að sunnanverðu við Hellna, Stapa og Búð-
ir. Hákallaafli var nokkur á Sandi, en þó minni en
vant er, og er fiskiskipum kennt um það ; þó er lifrar-
tunna í hlut hjá þeim mesta síðan á Páskum. Hákalla-
afli á fiskiskipum hefur yfir höfuð verið góður á Vest-
fjörðum og eins á Breiðafirði hjá sumum ; mcstur aíli er
190 tunnur, og aflaði þeirra fiskiskip frá Flatey1*. Síðan
segir í þessu sama brjefi : „Nú á að f'ara að kjósa hjer
til alþingis að sumri, og lítur út fyrir að kjörþingið
verði þunnskipað í þessari sýslu. það er t. a. m. ckki
nema einn maður úr einum hreppnum, og það cr kjör-
stjórinn sjálfur, hinir komast ekki að“.
llinn 27. dag næstliðins inánaðar framfór jarðarför
doktor Egilsens hjer í bænum. Hún var gjörð með
þeirri viðhöfn, að slík hefur eigi verið viðhöfð lijer fyrri.
Kórinn í kirkjunni var allur tjaldaður með svörtum dúk-
um, og kórgluggarnir byrgðir, en allur var hann Ijósum
prýddur. Var því líkast, þcgar inn var komið, eins og
einhver dapur skammdegisdagur liefði runnið npp yfir
kirkjuna, og menn þðktust staddir eins og í einhverj-
um Ijósaskiptnm. Hússkveðjuna hjelt dómkirkjuprestur
sjera Asmundur, og líkræðu flutti hann í kirkjunni. þá
höfðu og nokkrir lærisveinar Egilsens sáluga beðið pró-
fessor Pjetur, að flytja honum á greptrunardegi þakk-
láta kveðju þeirra sem kennara; það gjörði bann í kirkj-
uuni og lýsti gáfum hins framlíðna og honum sem vfs-
indamanni. þá var líkið hafið út, og fýlgdi því allur
fjöldi bæjarmanna, því flestir könnuðust við það, að
bærinn hafði í honum misst ejnhvern sinn mesta sóma-
mann. Nú hvíla leifar lians innan vebanda kirkjugarðs-
ins við veginn, sem gengið er frá Reykjavík að Skiid-
inganesi — það er sagt lærisveinum hans frá Bessa-
utöðum, sem nú cru tvistraðir ut um landið, en sem
elskuðu aðjunct Egilsen, og munu margir hverjir láta
huga sinn hvarfla fram á þennan veg, sem þeir þektu
á ýngri árum, og lofa honum að nema þar staðar yfir
hinum góða og hógværa kennara. — Nú hvíla bein hans
þar undir grænni torfu og laufgrænum krönsum á leiði
hans; en ástrík minning og hjartfólgin cndurminning er
og verður varanlegastur kransinn á legstað hans!
A5 noröan hefur oss borizt þessi hryggUegi
atburöur:
Maður bjet Jónas, og annar Stcfán og bjó á Asláks-
stöðum í Kræklingablíð í Eyjafirði. Nú bar svo við,
að stúlka 61 barn á heimili Stefána og kenndi Jónasi;
en hann kvað skakka 6 vikum, Ijet þó stúlkunni eptir
eiðinn, svo hún sór á hann barnið; en það var álit
flestra, að Stefán væri hinn rjetti faðir. þegar Jónas
kom frá rjettinum, þar scm barnið var á hann svarið,
var hann heima næstu nótt f Lögmannshlíð, þar sem
hann átti heimili, eu haun vnr fausaniaður. Næsta morg-
un fór hann af stað þaðan nieð orf íiilt og Ijá citthvað
öt á bæina, þar sem hann var f kaupavinuu. Leið hans
lá þar um cngjar, er Stefán stóð að slætli, Og biirn
hans nokkur hjá honuin. Hann gengur til Stcfáns og
kveður liann; voru þeir gagnkunnugir frá barnsbeini og
uppeldishræður, þeir setjast á þúfu og taka tal samau
um hitt og þettn ; en er Júnas stendur upp, sem hann
vildi fara leiðar sinnar og kvcðja Stefán, sveiflar hann
orfiriu, og leggur nieð ljánum ofanvert við mjððmina á
hol í huppinn, og vildi þegar Ijósta hann öðru lagi; en
Stefán varð skjótari til bragðs, þreif um orfið og náði
‘því. Jónas skundar þá þaðan fáa faðma, tók upp vasa-
kníf sinn og skar sig á háls á barkann framanverðan.
Menn voru þar nærri við heyskap af öðrum bæjnm, og
sáu atburðinn, en börn Stefáns sögðu þegar til, og
komu þá nokkrir þar að í fljótri svipan, til að stumra
yfir hinum vegna og vegandanum. þá var sent eptir
Iækni, og sa hann strax að báðir voru særðir til ólííis.
Lifði Stefán sólarhring og sagði atburðinn allan, sem
hjcr er talið; en Jónas lifði 3 dægur mállaus, og ljet
svo líf sitt. það þóktust menn hafa fyrir satt, að Jón-
asi mundi hafa verið þetta í skapi, erhann fór að hcim-
an um morguninn; því hann skildi eptir heiina á vísum
stað kistulykla sína, cr hann aldrci var vanur að skilja
við sig. I prúfi því, er sýslumaður hjelt, og vitnaleiðslu
um atburð þeunan, cr mælt að vitni öll liafi borið Jón-
asi vel söguna um æfi hans og hegðan að undanfiirnu,
cn Stefáni miður.
Brauöaveilini/ar.
Vjer höfum heyrt að nokkur bfauð hafi nýlega ver-
ið þannig veitt:
Sjera Páll Thorarensen í Bjarnanesi í Skaptafells-
sýslu fjekk Stöð í Stöðvarfirði. — sjera Magnús J. Nor-
dalil á Sandfelli í sömu sýslu fjckk Meðallnndsþingin. —
Sjcra Einar Vernharðsson á Söndum í Dýrafirði fjckk
Stað f Grunnavik. — Sjera Kjartan í Skógum undir
Eyjafjöllum fjekk Eyvindarhóla undir Fjöllunuin. — Af
þessari skýrslu má ráða i, hver brauð nú cruliðug; en
auk þess gelum vjer líka um Reykholtið í Borgarfirði,
og svo höfum vjer heyrt að Reynisstaðaþingin í Skaga-
firði sjeu aptur liðug, þar presturinn þar víki til Vest-
manneyja.
B ú k a f r e y n.
Nú er verið að prenta fjórar Riddarasögur,
og eru þær þegar alprentaðar.
Fyrsta sagau er af þorgrími kóngi og köppum hans,
önnur af Sálusi og Nikanor, þriðja af Ajax keisarasyni
og fjórða af Valdimar kóngssyni.
þessar sögur eru að stærð 7^ örk, í átta blaða
broti; og kosta innfestur í kápu 32 skk. þær fást f R»ykja-
vík, hjá H. Erlcndssyni og E. þórðarsyni.
Reykjavlk 9. september 1852.
E. póröarson.
Ábyryöarmaður: Svb. Ilallyrímsson.