Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.04.1853, Qupperneq 5

Þjóðólfur - 23.04.1853, Qupperneq 5
65 og nlymli ekki elska hann síftur enn föður hans, ef honuni auðnaðist að veita lancli voru |iíið gott, sein við vitum hann liefir vilja til; og }>að vitum við, að }>að er ekki honum að kenna, liehlur ráðgjöíuin hans, ef Islendíngar fá ekki verzlunarfrclsi eða aðrar »>skir sínar uppfylltar; en óskum vorum verður aldrei framgengt eða fram fylgt með skynsemi, fyr en íslenzkir menn verða ráðaneyti konúngs í íslenzkum málum; og höfum við seinna haft tækifæri til að láta i Ijósi við stjórnina, með hréfum þeim, er við höfum ritað henni með bænarskrám frá íslandi, að þetta sé bæði álit almenníngs á íslandi, eins og bænarskrárnar sýni, og svo sjálfra vor. Konúngur lofaði svari «pp á ávarpið, en ítrekaði að vér yrðuni að hafa fmlinmæði, því hér væri í margthorn að líta; hann lét og í Ijósi að sig lángaði til að koma út til íslands, og vonaði hann að ís- lendíngar sínir myndi skilja sig, og liann þá, ef þeir talaði saman; það myndi og verða ef svo hæri að, því hreinskilni og tryggð eiga ætíð hægt með að skilj'a hvor aðra. Með þessu var þá hið eiginlega aðalmið farinnar náð svo sem auðið varð; það hefði getað náðzt fenn betur, ef Briem sýslumaður hefði getað komið, og ef stjórnin lieíði viljað nota okkur til að styrkja til einhvers góðs í landsins þarfir; en henni hefir ekki þóknazt það, og geta þar til reyndar verið fleiri enn ein orsök; þar á meðal það, að hin íslenzka stjórnardeild hefir ekki verið í vetur á full- komlega föstum fæti fyr enn nú; en nú von- um við líka, að sá maður, sem hefir fengið hana til forstöðu og er í ílestuin greinum á- gætlega til þess kjörinn, heri auðnu til að styrkja mál lands vors, og koma því marga í lag, sem lagfæríngar þarf; en það er skylda vor að styrk ja haiis góðan vilja og viðleitni, því þar með að eins verður lionum auðið að fá fullt það atkvæði í vorum málum sem hann þarf og á að hafa, ef hann á að geta gjört íullt gagn. Bænarskrár þær, sem okkur hafa verið sendar úr flestum héröðum á íslandi, höfuin við sent með dönskum útleggíngum til stjórn- arráðs-skrifstofu Hans Hátignar konúngsins, svo þær kæmu honum sjálfum í hendur; en svar upp á þær er enn ekki komið, og inun það bíða málanna úrgreiðslu, og er góð biðin ef til góðs er beðið, sem við vonum að verði. Múlasýsluhúar hafa gengið á undan öðrum með þessar bænarskrár, og hafa þær án efa sýnt stjórninni að hér er ekki að tefla um álit fá- einna manna, heldur að það er eindreginn vilji allra þeirra meðal þjóðarinnar, sem nokkuð hugsa eður þora að hugsa, og tala máli þjóð- ernís síns, og réttinda og velferðar landsins. Frá Múla-sýslum hefir okkur og verið sent á- varp til þjóðfundarrnanna, og aðrar fleiri rit- gjörðir um þetta efni, sem allar votta innilega ást til föðurlands vors, og einlægan vilja til að styrkja til að máleíhi vor geti fengið happa- legan framgáng. Nú mun það og vera ætlun stjórnarinnar, sem lögin sjálf og gera ráð fyrir, að alþíng veröi að sumri, en þá á að kjósa i haust eð kemur eptir alþíngistilskipuninni, og á stipt- amtmaður að gæta þess. Við þurfum ekki að segja yður, hversu áríðandi þessar kosníngar eru, því heldur sem færri verða þá þíngmenn enn seinast, og þingið fyrir því í mörguveik- ara. Hitt leiðum við ekki í getgátur, að stipt- amtmaður muni gæta skyldu sinnar eptirlög- unum, þó hann yrði ekki ámintur um það. Við látum hlaði þessu fylgja reikníng, sem sýnir livað goldið er af samskotum þeiin, sem þíngmenn gerðu í fyrra, og hversu þeim hefir verið varið. Við álítum réttast að öll tillögin verði goldin, og að síðan verði á kveðið afþeim, sein saman hafa skotið, hvernig með skuli fara það sem af gengur. Væri þíngvalla- fundur vel til þess fallinn, ef þjóðfundarhald drægist, og mætti þar gera uppástúngur um högunina og leita síðan skriflegra atkvæða þeirra, sem ekki kæmu. 3>að virðist auðsætt að þessu fé verði ekki varið til annars enn þess, sem sé í alls landsins þarfir. Við leyfum okkur að benda til nokkurra atriða, sein við ætlum nú helzt áríðandi í bráð að hugsa uin: 1. að þingmenn haldi samheldi með sér, og og leitist við að upplýsa alla hina beztu nienn og alla alþýðu um það, hversu nauð- synlegt samheldi og þolgæði er á hættu- sönium tíðum. 2. að þíngmenn láti sér ekki siður ant um, að skýra fyrir sér og öðrum huginyndirn-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.