Þjóðólfur - 22.02.1855, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.02.1855, Blaðsíða 3
þá skal forseti láta telja fundarmenn og skipa þeim í flokka eptir kjördæmum landsins, og láta velja menn í hjörnefndir. 7. gr. Fundarmenn úr liverju kjördæmi kjósa sjálflr sína kjörnefndarmenn, lrverjir úr sínum flokki, þannig, at> fyrir 1 — 10 er kosinn einn kjörnefnd- armatur; fyrir 11—20, tveir; fyrir 21—30, þrír; o. s. frv. einum fleira fyrir hvern tug. f>essi regla gildir eins, þú menn séu kosnir úr liérutunum til þíngvallafundar, þó met þeirri breyt- íngu, at komi úr einhverju hérati kosnir menn, 2 eta fleiri, þá eru jafnan tveir þeirra sjálfkosnir kjörnefndarmenn, og eins þó ekki komi úr því hér- afci fleiri en tveir, og þaö alít at 10; þá þrírfyrir 11—20, o. s. frv. Hvorki má kjósa forseta né varaforseta til. kj örnefndarmanns. Ef aí> eins eru tveir úr einhverju kjördæmi, og þó ekki kosnir í hérati, skal varaforseti vera 3. matur til at ráta úr því, hver þeirra tveggja skuli vera kjörnefndarmatur; en sé aí> eins einn úr einliverju kjördænd, skal liann sjálfkosinn kjör- nefndarmatur. 8. gr. þegar lokit er kosníngu kjömefndar- manna, kvetur forseti þá alla í sameiníngu tii at kjósa tvo skrifara, og bóka þeir þab, er helzt þykir þurfa af því, sem fram fer á fundinum. Til skrifara uiá eigi kjósa neinn kjörnefndar- mann. 9. gr. Enginn má skorast undan kosníngu, nema hann geti borit fyrir sig brýna nautsyn, og metur forseti nautsyn hans, ásamt tveiinur hinum elztu kjörnefndarmönnum. þyki undanfærsla ein- livers undan kosníngu gild, skal kjósa annan í hans stafe met þeirri kosníngaratfert, sem þegar er á- kvebin. 10. gr. Forseti skal leitast vit at halda uppi sitsemi og gótri reglu á meban á fundum stendur. Sé nokkur sá, er ekki vilji þýtast um þat áminn- íngar hans, skorar hann á kjörnefndarmennina úr þvi hérati, sem óróamaturinn er frá, ab þeir hafi liann hurt af fundarstabnum; geti þeir ekki sefat óróann at heldur, met tilstyrk reglumanna þeirra, er sítar skal getib, slítur forseti fundinn um stundarsakir. 11. gr. þrjá skal kjósa reglumenn til abstoö- ar vifc kjörnefndarmenn í því, at sefa óróa og lialda uppi gótri reglu á fundum; þeir skulu kosnir á sama hátt og skrifarar; engan má þann kjósa til reglumanns, sem átur er kosinn til annara starfa. 12. gr. Forseti opnar og birtir fundinum öll bréf, som til fundarins eru stílub, svo skal og fá forseta þau skrifleg mál eoa uppástúngur, sem menn vilja láta ræta á fundinum; kvetur forseti á í hverri röb málin skuli ræta, og birtir þat nokkru litlu á undan, at svo miklu leyti því verfeur vit komit, livat ræta skuli í hvert skipti. Vilji forseti sjálf- ur bera upp eitthvert mál, veröur hann at fá þat einhverjum ötruirt til framburbar. 13. gr. Nú vill einhver koma meb munnlega uppástúngu, þá ber forseti þab undir kjörnefndar- menn, livort ræba skuli málit, og skera þeir úr því met atkvæbafjölda. 14. gr. Nefndir skal kjósa í þeim málum, er forseta og kjörnefndarmönnum þykir þörf á. 15. gr. Öll mál skal tvíræba, nema því ab eins ab forseta og kjörnefndarmönnum komi saman um, ab einræba þau. þríræba má og mál, ef for- seta og kjörnefndarmönnum þykir þess þörf. 16. gr. Allir þeir, sem á fundi eru, hafarétt á ab bera upp uppástúngur og taka þátt í um- ræbum mála þeirra, sem til umræbu eru tekin, nema forseti; hann má engan þátt eiga í umræb- um sjálfra málanna annan en þann, ab hann held- ur á góbri reglu, leibbeinir mönnum þar sem hon- um þykir þess vib þurfa, lýsir yfir hve nær um- ræbu sé lokib, og gengst fyrir og stjórnar atkvæba- greibslu. 17. gr. Atkvæbi greibi ei abrir enn kjör- nefndarmenn, og ræbur afl meb þeim. Ef atkvæbi eru jöfn, sker forseti úr, en annars hefir hann eng- an atkvæbisrétt. 18. gr. Forseti ræbur því, meb hverju móti atkvæbi eru greidd, nema því ab eins, ab tveir ebur íleiri kjörnefndarmenn óski einhverrar annarar mebferbar en hann vill hafa, þá ber forseti þab undir kjörnefndimar og ræbur afl meb þeirn. 19. gr. Kjörnefndarmenn mega eigi fara af fundi, fyr en fundi er slitib, nema því ab eins, ab brýna naubsyn beri til, og skal þá ab öllu Ieyti fara ab á sama hátt og til er tekib í 9. gr., svo lengi sem nokkur er úr þess manns kjördæmi, sem burtu fer. 20. gr. Forseti, framsögumabur nefndar og annarhvor skrifariiui riti undir bænarskrár þær er gánga til alþíngis, og önnur þau ávörp og skjöl sem fundurinn lætur út frá sér gánga. Framvarp þetta bibur Mibnefndin landsmenn gjörr ab yfinega og ræba á sýslufundum í vor, svo upp verbi borin vib þab, á hinuni næsta þíngvalla- fundi, þær breytíngar, sem þörf þykir á og betur þykja vib eiga, og frumvarpib síban útradt og sam- þykkt á þeiiu fundi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.