Þjóðólfur - 06.07.1855, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.07.1855, Blaðsíða 2
— 106 — setti formatrar miímefndarinnar Jón Guíimundsson þíngvallafundinn meb eptir fylgjandi orbum:1 „Eptir siðvenju nokkuria undani'arinna ára ávarpa ep, í nafni Miðnefndarinnar, fyrstur þenna 8. fund, sem þér, heiðruðu landar, 'sækið hér á alsherjar þíngstað feðra vorra, og'það verður nú að líkinduin opinbert áður fundi þessum er lokið í þetta sinn, hvort þetta fundarhatd hér verður hið síðasta. En þó svo verði, þá skal mig samt aldrei yðra þess, að eg var hinn fyrsti hvatamaður þessara funda. Og þó að lítill virð- ist ávöxtur þeirra að undanförnu, og þó að allur þorri landsmanna virðist að gefa þeim eins lítinn gaum, eins og svo ótal mörgu öðru, sem má glæða endur- minninguna um ágæti feðra vorra og færa oss feti nær því frelsi og ágæti sem gjörði þá víðfræga um heiminn, þá treysti eg því samt, nð þeir komi tímarn- ir, þó seinna verði, að þessi helgi samkomustaður feðra vorra, sem saintengdi allan landslýðinn og gjörði hann óflugan og ósigrandíj njóti maklegrar viðreisnar og sóma, en þótt svo mörgum nú lifandi mönnuin finnist cinkis um hann vert, og finni hér engar helgar né upplifgandi endurminningar, engar hvatir til samtaka, og als ekki þess vert, að sækja heim þenna stað einusinni á ári, til þess að samtengjast samtökum og bróðurlegnm böndum, til þess að ræða og fastráða alþjóðleg mál og fyrirtæki og bindast sainlökum til að fá þeim framgáng. En það munuð þér brátt fá að sanna, að ef þessum fundum er lokið, þá munuð þér og brátt sjá slokna hinn litla lífs-og samtakaneista, sem þó vissulega er kviknaður og hefir borið birtu á næstliðnum 8 árum; — en þann litla neista held eg menn ætti að lífga og glæða ineð öllu nióti en ekki kæfa hann niður ogtroða undirfótum sér öktunarlaust; — og vér ættum víst því sfður að rasa hér að, sem vér ekki vitum og ekki þekkjum tölu og stærð þeirra mótspyrna og tálmana sem geta hnekkt þjóðlegri fram- för vorri og náttúrlegu sjálfræði voru yfir málefnum , sjálfra vor. Vér ættum vfst því síður að missa sjonar á, hve ómissandi er fyrir oss, að vera árvakrir með ugga og ótta, og að haldast í höndur allir saman yfir öfugstreymi tímanna, sem vér eigum færri eindregna og öfluga leiðtogana til að koma oss klakklaust yfrum. því í sannleika, kærir landsmenn! vér eiguin fáa öflnga áreiðanlega leiðtoga, þá er vilji leggja sitt líf við vort líf, — það vitið þér sjálfir, — vér eigum ekki nema einn, — þó má ske nokkrir hafi góðan vilja, — ekki nema einn mann, scm vér getum kallað öflugan, óbilugan leiðtoga, — sem hefir lagt hin beztu ár sín og krapta og atvinnu í sölurnar fyrir yður! — En, — þér eruð allir búmenn, og segið þér mér, liefir yður nokkru sinni haldizt á aðkvæða verkstjóra eða vinnumanni að staðaldri, án þess að gjöra sóma- samlega við bann með allt slag? eða þvi skyldi slikur maður vinna yður og slita kröptum sínum fyrir als ekki neitt, þegar honum bjóðast beztu kjör og heið- arlegstaða fyrir aðraatvinnu. — Eg vona yður skiljist það af þessari samlikfngu, hvað það sé, sem með fram má ske veldur því, að tryggðreyndur vinur vor allra ') Fundurinn skoraði á J. G. í einu hljóði. að þessi orð kæmi út á prenti og þvt er þessu hér fullnægt. herra Jón Sigurðssou kemur hér ckki til þíngs í ár; en eg má fullvissa ýður um, að hann eins fyrir það er og vill vera hinn sami otrauði föðurlandsvinur, sein hann hefir jafnan reynzt; og vera má, að honum gefist einmitt á þessu sumri færi á, að vinna þessum lýð meira gagn þar sem hann er nú, heldur en þó hann væri hér; — hann er ekki nema einn og getur þvi ekki verið nema á einum stað f senn. Vér verð- um þá að missa af honum og allri hans aðstoð hér i þetta sinn"; en því berari og snauðlegri sem fylk- íngarbroddurinn er eptir, og þvf stærra skarð scin þar er fyrir skildi, þvi fremur þurfuin vér hinir, sem í lienni stöndum, að standa þétt saman og haldast í hendur, svo að sem minnst riðlist flokkur vor. Mér ber einnig aðminnast lítið eitt á hina svokölluðu Miðnefnd; það verður lítið eitt, því lítið er af henni að segja og framkvæmdum hennar, enda hefir hún fengið úr sveitunum lítil sein engin verkefni; — hið helzta, sem eptir hana liggur á næstliðnu ári eru bréf- burðarferðirnar sem hún, 'fyrir gjafastyrk Reykjavíkur- búa, kom á gáng til hinna næstu liéraða hér í kring; blaðið „þjóðólfur“ hefir skýrt frá því. þar er og skýrt frá því, hversu stjórnin hafi tekið í ýms alþingismálin 1853, að þvf leyti frétzt hefir. Nokk- ur þeirra munu koina hér til umræðu, og sömuleiðis — að eg vona — ýmislegt áhrærandi verzlunina. Að öðru leyti leyfi eg mér að vekja athygli hinna heiðr- uðu fundarmanna að þeim málefnum, sem Miðnefndin hefir stúngið upp á að gjöra að umræðuefni hér að þessu sinni; þeirra er getið í „þjóðólfi“ 12. f. mán.“ „Að svo fyrir mæltu lýsi eg yfir, að þíngvalla- fundurinn er scttnr“. Því næst gekkst J. G. fyrir ab láta kjósa fund- ar stjóra, og var til þess kosinn prófastur herra Hannes Stephensen, en hann kaus sér til afestobar Jón Gubmundsson úr Reykjavík, og til fundarskrif- ara: prestsefni herra M. Grímsson og stúdentsefni herra Steffán Stephensen. Alls voru á þessum fundi 59 manns saman komnir, þar af 10 alþíngismenn, en ekki nema einn af þeim úr Vesturamtinu, þar í móti var á fundinum einn mabur, kosinn til þíngvallareibar af Kollabúbarfundinum, á sameiginlegan kostnab fyrir hina fornu þorskafjar&ar þínghá. Eptir þaí) fundarstjórinn hafbi lesib upp ávarp frá sýslufundi Borgfirbínga 11. f. mán. hvar í Borg- ftrbíngar hreifbu ýmsum þeim málum, sem þeir ræddu á tébum fundi heima í hérabi, og beiddu Þíngvallafundinn ab taka til mebferbar, — en flest þau mál voru hin sömu, sem Mibnefndin hafbi stúngib upp á, — þá tók hann fyrst til umræbu þau málin sem stúngib var upp á í „þjóbólfi1' 12. maí þ. ár; og þó ab þau gæti ekki öll komib fyrir í sömu röb og þar er, þá munum vér skýra hér frá þeim eptir sömu niburskipan. 1. „Hinar auglýstu reglur fyrir fundarhaldi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.