Þjóðólfur - 19.12.1857, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 19.12.1857, Blaðsíða 5
Siollabúðafnndr IH5J. Fundar þessa er getií) í 9. a'ri þjóbólfs nr. 30 —31, bls. 128, og voru hin helztu verkefni fund- arins þessi: Nefndarálitin sem ei gátu komib á fundinn í fyrra komu nú öll fram nl. 1. Um helgihaldiö; uröu þau úrslit, aí) fundrinn í einu hljóbi samþykti álit meiri hlutans og gjörbi þab ab bænarskrá til næsta alþíngis. 2. Um tilhögun á kirknastjórn og fjárhaldi; var í því nefndaráliti samþykt verauppástúngan. 3. Um ab finna veg yfir Glámuheibi, var á- lyktab, ab fundrinn geymdi nefndarálitib, þángab til menn fengi ab vita, hver úrslit yrbi vegabótamáls- ins, þess er alþíngi vakti máls á vib stjórnina ár- ib 1855. 4. Um fiskiverkun Frakka á Dýrafirbi, sem þessir vilja fá þar, voru.yms skjöl frá Isfirbíngum lögb fyrir fundinn, og valin 5 manna nefnd. Urbu síban þau úrslit, ab nefndarálitib meb fylgiskjölun- um var sent alþíngi til eptirsjónar, þegar málefni þetta væntanlega kæmi þar til umræba og abgjörba. Voru allir fundarmenn á móti því, ab Frakkar festi á þann hátt fót hér í landi. 5. Bænarskrá til alþíngis, meb 228 undirskript- um, um stjórnarbót Islands, þ. e.: ab fyrir henni yrbi ílýtt; var nefnd sett í því máli, nefndarálitib síban samþýkt, og ásamt bænarskránum sent Alþíngi. 6. Birt 2 bréf frá Islendíngi í Grænlandi, um ab Vestfirbíngar hugleiddi, hvort ei mættihjá þeim nota hina litlu selaskinnbáta („kajakka") og skinna- verkun Grænlendínga; var í því máli valin 3 manna nefnd sem hugleiba skyldi og rita uin málefni þetta til næsta árs, og inn í þab mál tekib um þörf Is- lendínga á grænlenzkum hvílupokum. 7. í fjárklábasýkismálefnib var valin 6 m. nefnd; hennar álit rætt síban á fundinum, og fengib al- þíngismönnum til mebferbar. 8. Kostnab vib byggíngu sæluhúss og endrbót þess, er stofnab var til á þorskaljarbarheibi í fyrra sumar ab fundarmanna tilhlutun. 9. Allra fundarmanna opinbert þakklæti flutt hreppstjóra Indriba Gíslasyni fyrir þab, ab hann meb bezta abfylgi og ab útvegabri vibkomandi sýslumanns ályktun, hindrabi fjárrekstr úr Breibafirbi til Borg- arijarbarsýslu, sem ollab gat samgaungu frá klába- fé sybra vib hib ósjúka saubfé vestra ef fé þetta hefbi verib rekib subr, og síban strokib þaban til fyrri átthaga. 10. Landbúnabarmálefni, um akuryrkjumann Ólaf Jónsson frá Flateyjarhrepp, er hreppsbúar höfbu abstobab til verklegrar og vísindalegrar jarb- yrkjumentunar. I því máli var 9. m. nefnd valin, og urbu þau úrslit, ab þorskafjarbar þínghá ásamt Dalasýslu gánga inn í jarbyrkjumentunarfélag, og kennir Ólafr jarbyrkju innan þessara takmarka sumar- lángt, en ab vetrinum kennir hann vísindalega jarb- yrkju í Flatey, og kostar hver sýsla af þessum fjór- um 1 pilt ab öllu leyti, sem kosnar nefndir velja úr hverri sýslu, og ábyrgjast kennslukostnabinn og framfæri piltsins. Einnig kosta sýslur þesíar sam- eiginlega fæbi og húsnæbi Ólafs, og þar ab auk gjalda honum 2 dali á viku hverja vetrarlángt. Ilann má og taka til kenslu fleiri efnilega pilta á þeirra eigin kostnab. Síbar meir er svo til ætlab, ab sýslur þessar styrki Ólaf til ab reisa bú innan greindra takmarka. 11. Ab svo búnu var rætt um um árángr þann er orbib hefir af nefndaráliti fundarins í fyrra, sem sent var öllum hreppnm í þínghánni. Varb þab Ijóst af ymsum skýrslum, ab hvatir þær sem fram voru teknar af fundinum um framfarir í hérabsháttnm og bústjórn, höfbu fengib góbar vibtökur í mörgum sveitum. Ilreppafundir liafa verib haldnir; teljum vér þann merkilegastan er haldin var af 2 svcitnm Ísfirbínga ab Reykjarfirbi. Var þar mebal annars vib tekib, 1. ab senda bænarskrá Alþíngi um, ab banna selaskot á Isafjarbardjúpi; 2. ab semja landamerkjaskrá hreppanna; 3. ab hafa verzlunar- samtök um vöruvöndun og sölu hennar í samein- íngu; 4. ab stofna lestrarfélög; 5. ab halda vib heyjaásetníngarnefndum. Jarbabótafélög voru víbar í undirbúníngi og almennr áhugi í þorskafjarbarþínghá ab koma á stofn verzlunarfélögum, líkt og byrjab hefir verib í Strandasýslu, og jafnvel láta einstaka menn sigla til mentunar í verzlunarfræbi og í hinum nýju túngu- málum, eins og þegar er skeb, ab 3 menn frá Flatey hafa þessi árin farib utan í þeim erindum, sá síb- asti þeirra meb styrk af samanskotnum gáfum nokkurra Breibfirbínga; og vilja menn reyna, ab út- vega hér trþívibar- og vöruskip til ýmsra héraba, og finna ráb ab sporna vib óhóflegri brúkun á munabarvöru. Loksins var í framhaldi af uintali á fundinum í fyrra, minst á hreindýr; kvábu menn nú saubfjársýkina vera mikla hvöt til ab sam- tök væri gjörb ab ná hreindýrum og temja þau, og þótti vert ab skora á blabamenn landsins ab áfýsa til þess í ritum sínum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.