Þjóðólfur - 05.11.1862, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.11.1862, Blaðsíða 2
einstöku hin fátækari brauð á 16. og 17. öld, með því að leggja undir sum þeirra eina og eina jörð af klaustraeignunum. |>að má heita sárlítið hvort heldr erum gjafir til einstakra stofnana, eðr um sérstakar stofnunar- gjafir hér á landi á 16. og 17. öldinni; einstaka jörð gefin eða ánöfnuð þeirri og þeirri sveit til framfæris fátækum mönnum. Meira kvað að þeirri stofnun á 16. öldinni, er Guðbrandr biskup þor- láksson á Ilólum ýngdi upp frá stofni, að kalla mátti, hina fyrstu prentsmiðju hér á landi, með ærnum tilkostnaði af fé sjálfs sín, kom henni í bezta gáng og ánafnaði hana síðan og gaf Hóla- dómkirkju eptir sinn dag. Dóttursonr hans, þorlákr biskup Skúlason á Ilólum, gaf og 2 jarðir sínartil sérstaklegrar afvinnu: Ás í Hörgárdai (eðr á þela- mörk) með gjafabréfi l.Júlí 1663, í því skyni »að "leigur og landskuld greindrar jarðar skyldi til- »leggjast einhverjum einum fátækum studioso, sem »af Hólaskóia útgenginn utanlands stúderaro1 2, og Ytra-Yallholt í Hegranesi, 20. Júlí 1693, og var með þeirri gjöf »áskilið, að fátækar munaðarlausar »ekkjur og föðurlaus börn, sem helzt eru þurfandi »í Norðlendíngafjórðúngi, einkum Ilegranessþíngi, »hafi not af jörðunni«3. — llrynjúlfr biskup Sveins- son í Skálholti gaf, 26. Júni 1662, jörðina Reyni í Akraneshrepp, 40 ce, til afrakstrsog uppeldis »þeirri • fátækri og guðhræddri ekkju, er ætti 3 skilgetin »börn eðr fleiri, fyrst og fremst í Akraneshreppi, »eða ef þvílík ekkja er eigi þar, þá í Skilmanna- »hreppi, ella í Strandarhreppi, ella í Skorradals- »hreppi; sé engi þvílik ekkjatil í neinum þessara »hreppa, þá legst afgjaldið til uppeldis einu föð- »urlausu barni skilgetnu ærlegra og guðhræddra »foreldra úr Akraneshreppi«. Prófastrinn í Borg- arfjarðarsýslu á að hafa umsjón þessarar jarðar °g byggíngu hennar á hendi og tekr fyrir það 10 aura af afgjaldinu og mannslán. þessar 3 stofn- unargjafir, er vér nú töldum, ætlum vér sé þau einu legöt, er hér voru stofnuð á landi á 17. öldinni. Meira kvað að stofnunargjöfum nokkurra ís- lendínga á 18. öldinni; því þó að þær væri ekki 1) Sakir aþgæzlu- og hiigsnnar-lejsis þeirra manna, er stjórnin haftli fali?) at> rátistafa upphoÍJssiilunni á Hólastólsjör?)- nnnm, 1802—1805, var þessi jörþ (As á pelamork eþr x Horg- árdal) seld meí) öíirum stálsjórþum fyrir 33Krd. Stefáu amtmaíir jxórarinsson gjúrtíi Reutukainmerií) vart viti þessi misgrip eptirá, eu lagt)i til at) samþykt jrt)i hæsta bot), því vextirnir af því sam- svaraþi miklu meira en afgjaldinu og jrtii stádentinum eins nota- gott aí> fá greidda ársvexti jarlarverbsins. Var þetta sííian samþjkt met) kgsúrsk. 8. Maí 1805. 2) sbr. 14. ár jjjótiólfs bls. 57. margar að tölu, þá voru sumar þeirra einkar veru- legar, og munu jafnan verða þýðíngarmiklar um ókomnar aldir. Frú Guðrún Einarsdóttir, ekkja meistara Jóns biskups Árnasonar í Skálholti, gaf þá eigi fáar fasteignir til ýmsra kirkna ag staða (sbr. gjafabréf 4. Marz 1743 og 15. Apr. 1748, og arfleiðslubréf hennar 18. Sept. 1747 — í Laga- safni Islands). Var engu minna varið í hina höfð- ínglegu gjöf Ólafs stiptamtmanns Stefánssonar »til »uppeldisstyrks þremrfátækum ekkjum, sem 3 eða »fleiri börnum erubundnar, o. s. frv., í Vindhælis- »hreppi innan Ilúnavatnssýslu«, er var fæðíngar- hreppr hans (sjá stofnunargjafabréfið 30. Sept. 1797 í Lagasafni ísl., 365.—368. bls.). Gjöfþessi eru 4 jarðir innan Húnavatnssýslu: Márstaðir 60 cr, Ilof 60 cr, Marðarnúpr 70 cr og Gilá 20 cr, samtals 210 cr að fornum dýrleika. Hin þýðíng- armesta og verulegasta stofnun einstaks manns bæði fyr og síðar, eptir siðabótina, verðr samt stofnun Arna secretera Magnússonar, því sú stofn- un var eigi fégjöf einsaman, heldr meðfram hið einstaka og ómetanlega fornrita- og fornbréfasafn hans, er síðar varð lykillinn og uppsprettan til endrreisnar hinna ágætu fornrita vorra og bók- menta, og til ómetanlegrar viðreisnar túngu vorri. 29. Júní 1709 heimilaði konúngr þeim hjónum Árna secretera Magnússyni og konu hans Mette Fischer að gjöra þá arfleiðslu og ráðstöfun eptir- látinna fjármuna sinna, er þau vildi sjálf á kjósa; en með stofnunar- og erfðaskrá 6. Janúar 1730, gjörðu þau hjón sjálf þá ráðstöfun allra eigna sinna, er hér ræðir um. Eptir konúngtegri stað- festíngu á stiptun þessa, dags. 18. Jan. 1760, átti liún þá í vaxtafé 13,356 rd., og er þar ákveðið, hversu vöxtum þessa fjár skuli verja til styrktar 2 íslcnzkum stúdentum, er vili stunda fornfræði, og vinnaáannan veg stofnuninniogaugnamiði hennar til efiíngar, en vextina af 2000 rd. innstæðunnar sluili jafnan halda óeýddum, heldr draga þá saman og leggja við höfuðstólinn til viðauka honum1. Árna Magnússonar stofnunin hefir eflztog orðið æ þýð- íngarmeiri eptir því sem lengra hefir liðið fram á tímana, enda virðist henni að hafa verið stjórnað frá upphafi vega sinna með hinni mestu alúð og árvekni; stjórnarnefndin er kjörin meðal háskóla- kennendanna í Kaupmannahöfn. 1) Nú um allni«rg undanfarin ár heflr Áma Magnússonar stiptunin roitt 2 ísleuzkum stúdentum 800 rd. stjrk árlega til þess at) stunda fornfræíii og xinna at) undirbúningi á út- gáfu bóka fjrir nefndina, ogþarabauki launaí) skrifara nefud- arinnar 800 rd. á ári.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.