Þjóðólfur - 24.11.1863, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.11.1863, Blaðsíða 2
dagr þess bæði frá Höfn og héðan færzt svo feyki- lega fram, frá því sem ákveðið er aptan við hinn nýa samníng milli lögstjórnarinnar og reiðaranna, 13. Febr. þ. árs (sjá Stjórnartið. þ.á. bls. 669), að í stað þess að póstskipið átti að vera ferSbúiö heðan 4. þ. mán. kom það ekki fyren 16 dögum síðar, 20. þ. mán., og kemst svo vart héðan fyren 27.— 30. þ. mán. þ. e. nálægt 3 vikum síðar heldren ákveðið var. þetta eru gufuafls uppskera stjórn- arinnar í Danmörku til vor Íslendínga, eins og raargt fleira, hún vill gadda á svo lángri leið hér norðr eptir — ekki vantar það — nóg erum gufuna og reykinn — en vélina vill vanta þegar til á að taka. J>að eru þaraðauki 3 dálitlar klausur aptan við þessa skrá þeirra Casse ráðherrans og Kochs reiðarans, og er ein þeirra næsta aðgæzluverð, sú 2. í tölunni, hún hljóðar svona, (stjórnartíð. bls. 670) „Póstbivfln frá Islandi til Khaftiar verlfca at) vera svo ,,»nemœa tilbáin, at) þau vert)i send á staí) úr Bejkja- „vík þá daga, sem at) ofan er ti! tekit)“. Ilér af leiðir, að bréf úr ýmsum héruðum lands- ins, sem áttu að komast til flafnar með þessari síðustu ferð, er nú stendr yflr, urðu, eptir þessu fyrirlagi stjórnarinnar, að vera komin hér 4. þ. mán., því þenna sama dag var ferð póstskipsins ákveðin héðan. |>etta má, því miðr, gjöra mönnum, helzt til of skiljanlegt, hvernig á því standi, að bæði vest- anpóstr og norðanpóstr komu hér 5. þ. mán., og hafa beðið hér báðir siðan á opinberan kostnað, og af þessu geta menn skilið það, að amtmaðrinn fyrirnorðan afgreiddi nú póstinn frá sér suðrhíng- að 16. f. mán. (sá póstr lagðist í Ilúnavatnssýslu, en annar var þar tekinn tii fararinnar 5 dögum síðar), áðren Múlasýslupóstrinn var kominn að austan að Friðriksgáfu; þess vegna komu nú engi bref híngað eða til Ilafnar þaðan úr sýslum eða úrþíngeyarsýslu með þessari póstferð. Amtmaðr- inn, hvorugr, hefir anriað þorað, en að róa að því að bréfln væri hér komin 4. þ. mán., en ár- vekni amtmanns Norðlendínga hefir samt skemmi- lega yfirsézt, að ráðstafa ekki svo í tíma, að Múla- sýslupóstrinn gæti verið til hans kominn fyrir 16. f. mán., úr því liann áleit óumflýanlegt að senda póstinn frá sér svo snemma híngað suðr, svo að ekki yrði ölliím þriðjúngi amtsbúa hans fyrirmunað að hafa gngn af þessum áríðandi ferðum og þar með búið það tjón, sem nú er orðið, að öll bréf þeirra urðu að Verða eptir af póstferð þessari híng- að og þóstskipsferðinni til Hafnar. En aðferð stiptamtsins, með asann, á að koma suðramtspóstinum af stað héðanárdegis l.þ. mán. verðr ekki með einu né neinu afsökuð eða rétt- lætt; hún er svo tilefnislaus og ástæðulaus sern framast getr verið og tillitslaus til réttar og hags- muna alls almenníngs bæði hér í amti og yfir Iand allt. Aðalnanðsyn og tilgángr þessarar póstferðar héðan til Kirkjubæarkl. á Síðu er sá, að bréfin héðan til Austrskaplafellssýslu og Múlasýslu sö komin þángað svo tímanlega, að þau geti náð í póst þann, sem fer í Desbrmán. frá Kirkjubæ til Iíetil- staða á Yöllum, eðr Eskifjarðar, og svo þaðan til baka. þessi auslanpóstr frá Kirkjubæ á ekki og má ekki fara fyr af stað en svo, að hann sé ekki kominn suðryfir Lónsheiði í heimleið, fyren 5.—7. Jan. í fyrsta lagi, því hann verðr að færa með sér vestr, allar árslokaskýrslur embættismanna og sveita- stjóra í Austr-Skaptafellssýslu, en þær geta ekki samdar verið og albúnar fyren að afliðnum árslok- um; enda er svo ráð fyrir gjört, að hann verði ekki kominn vestr að Iíirkjubæ fyren um 20. Jan., og þess vegna er líka svo ákveðið, að sunnanpóstrinn byri ekki Janúarferð sína héðan til Kirkjubæar fyren 15.—20. Jan., og komist þángað í öndverðum Febr. til þess að austanpóstrinn megi vera kominn þar rúm- um tima áðr með nýársskýrslurnar. Af þessu er nú auðsætt, að sunnanpóstrinn á ekkert erindi fyr héðan austrað Kirkjubæ,þessaNóvember-ferðsína, heldren að hann sé þar kominn uin 8. —12. Dcsbr. í fyrsta lagi, eða með öðrum orðum, honum er óþarft og nauð- synjalaust að leggja af stað héðan, fyren 20.—22. Nóvember; væri þessa gælt, og þess ætti amtmaðr vor sannarlega að gæta, — þá kæmist öll suðr- amtsbréíin, sem koma híngað ineð ferð póstskips- ins og ferðum norðan- og vestanpóstsins í Nóvbr. með þessari Nóvbrferð sunnanpóstsins austr eptir gjörvöllu amtinu og til Suðrmúlasýslu, cn af því sunnanpóstrinn var nú lálinn fara héðan svona snemma, 1. þ. mán., og ekki svo mikið að hann væri látinn bíða hinna póstanna, er þá var von á hverjum degi, þá komast nú engi suðramtsbréf að norðan og vestan og frá útlöndum fyren einhvern tíma og einhverntíma til þeirra sem eiga, allrasízt til Skaptafellsog Suðrmúlasýslu. Svona er nú litið á hagsmuni, nauðsyn og skýlausan rétt almenníngs í póstmálum vorum; æðri yfirvöldin láta sig það engu skipta, livort þess- ar fáu póstferðir, sem nú er kostr á, og með því öfuga og ónóga fyrirkomulagi sem á þeim er, verði engum til gagns hvorki hinu opinbera né einstök- um mönnum, og er það einn hnekkirinn með fleirum, að fyrir þetta mein-fian á afgreiðslu sunn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.