Þjóðólfur - 24.11.1863, Blaðsíða 4
mcnn hafa aldrei verið eins óðir að flytja vestr
um haf sem nú, og hræðast þelr ehki manndráp-
in, en peníngarnir og þjóðarauðrinn óþrjótandí, þó
allt þetta gángi í súginn, og má segja, að mikil-
menni þoli mikið harðhnjask, áðren þeir falla á
bæði knð.
Á fjýzkalandi hefir verið mikil hátíð 18. Okt.
og þá dagana í þá minníng, að þá voru 50 ár
síðan fólkorustan mikla var við Leipzig. Var
þessa daga í Leipzig hátíð, en einknm var það
heiðrsdagr þeim, sem enn lifa af þeim, sem þar
börðust, og svo minníngu þeirra, sem þar féllu.
f>ann 20. Septembermánaðar andaðist í Berlín
hinn nafntogaði og ágæti öldúngr Jakob Grimm; hann
vantaði vetr á áttræðan; fjórum vetrum áðr hafði
andazt bróðir hans Vilhjálmr. f>ess eru fá dæmi,
að 2 bræðr hafi á lángri æfi verið svo samrýmdir
sem þessir. Jakob var ógiptr, og bjó lengst af
æö hjá bróður sínum, sem var giptr. Eins og ein-
kenni er ágætra vísindamanna bjó barnslund í
huga Jakobs Grimms; og í f>ýzkalandi er varla
það barn, sem ekki kunni nafn hans jafnt og
lærðir menn; börnin, af æfintýrum hans, sem þar
eru í hvers manns húsi. jþjóðsögur sínar eignaði
Jón Árnason Jakobi; hann lifði það, að hann sá
fyrra bindið, sem honum var mesta skemtun að,
en æfintýrin, sögurnar um kóng og drottníng í
ríki sínu og karl og kerlíng í garðshorni, vanzt
honum ekki aldr til að sjá á íslenzku, en að þeirn
sögum hendi hann mest gaman.
Aðrir nafnkendir menn hafa ekki dáið, nema
einn stjórnaröldúngr Englendínga Lord Lyndhurst,
sem dó og hafði vetr um nírætt; hann var fæddr
1772.
— í 44. og 45. blaði »f>jóðólfs« þ. á. heíir
herra Gísli Brynjúlfsson reynt að hrekja og ve-
fengja aðsenda grein í blaði þessu, nr. 40, um
próf það er haldið var við háskólann í Kaupmanna-
höfn í vor yflr Cand. juris Olivarius.
Af því herra Gísli í svari sínu hefir vefengt
sannsögli gyeinar þessarar, önnum vér undirskrif-
aðir, sem allir vorum viðstaddir og heyrnarvottar
að próönu, oss skylt að lýsa yör því, að lýaingin
á prófinu og dœmi pau / sern til eru fœrð í
nefndri grein, eru í alla staði sönn og rett hermd.
Kaupmamiahúfn, 2». dag Oktúbermán. 18IÍ3
Sigurðr Jónsson. Jón Jónsson (Álaborg). Guð-
brandr Vigfússon. Theodor Sveinbjörnsson. Júlí-
us Havstein. Skúli Nordahl. Þorgrímr Johnsen.
Lárus Þ. Blöndal. Skapti Jósepsson.
(Aðsent).
f>að væri ærs manns æði, að ætla sér að leið-
rétta allt, sem skakt er eða ránghermt í grein
Gísla Brynjúlfssonar (þjóðólfi Nr 44. 45.). um
sýsluveitíngar og próf Dana. Eg skal einúngis
leyfa mér að taka fram söguna nm fundinn 22.
Febrúar 1862, því mér er það sem þar fór
fram því kunnugra en Gísla, sem eg var sjálfr á
fundinum og stýrði honum eptir kosníngu fundar-
manna — einmitt þessvegna rita eg þessa skýrslu-
grein — en Gísli kom þar ekki, og getr því ekk-
ert þar frá sagt nema eptir frásögnum annara og
ímyndiin sjálfs sín.
f>að heör verið ávalt regla meðal Islendínga
hér í Iíaupmannahöfn, að láta það sem fram fer
á fundum, fara einúngis þeirra á milli, sem fundi
sækja, en ekki að auglýsa annað en það, sem
samþykt er og opinbert, ef annars nokkuð er
auglýst. f>etta er einnig rétt, og samkvæmt að-
ferð góðra drengja, því fundir vorir hafa ávalt
verið sem fundir bræðra, sem hver þorir að sleppa
orði við annan, þó þeim komi ekki saman í öllu,
og það heör þaraðauki sjaldnast verið bókað,
sem sagt hefir verið, því þess hefir ekki þurft.
Menn hafa aldrei þurft að varast gaungukonur
Ilallgerðar lángbrókar, hvorki á fundum Íslendínga
né utan fundar. Mér þykir það illa fara, að Gísli
Brynjúlfsson skyldi verða fyrstr til að breyta út-
af þessu og hlaupa með sögur, og enn Iakara;að
hann hermir hvorki rétt né drengilega frá, þar
sem hann leynir því, að hann var ekki sjálfr við,
og tilgreinir þó engan sögumann fyrir ófrægileg-
um áburði á fundarmenn.
Svo eg nú segi frá aðdraganda fundarins, þá
er það eiginlega ekki rétt, að tveir danskir hefði
sókt um Múlasýslur, og boðizt til prófs vetrinn
1862, því þeir gátu að réttu lagi ekki sókt fyren
að afloknu prófi ; en hitt er satt, að það var al-
ment talað, að þeir hefði borið sig fram skriflega
eða munnlega við stjórnarherra íslenzku málanna,
og fengið ádrátt eða loforð hans sinn fyrir hyerri
Múlasýslunni, sjálfsagt að afloknu prófi, svo sem
í Maímánuði eptir því sem þá stóð til. Nú vissu
Íslendíngar nýtt dœmi um próf Clausens sýsln-
manns, og veitíng Gullbríhgusýslu, sem þeim þótti
ekki hafa farið að réttu lagi, og vildu því reyna
að leita meiri tryggíngar við þessi próf, og halda
fund um það. Boðsbréf til fundar hefi eg fyrir
mér, með nöfnum 17 Islendínga, og þar á meðal
er Gísli Brynjúlfsson (cn ekki eg). Boðsþréfið