Þjóðólfur - 09.01.1864, Blaðsíða 2
Vetrarfarið.
Þeir munn vissulega færri, er hafi í annan
tíma áttað fagna gleðilegri nýársdegi heldren hin-
um síðastl. t. Janúar J864; getr verið, að margr
hafi þá átt um sárt að binda, eins og svo opt ber
að, nú fyrir þessúm og nú fyrir hinum, en það er
ekki umtalsefnið hér, heldr hitt, sem allan almenn-
íng og almenníngsvelferð varðar svo afarmiklu, og
það var þetta, að einhver hin bezta og hagstæð-
asta hláka gekk í garð á gamlársdag, svo að ný-
ársdaginn sjálfan í messulok var víða orðið alautt
og hið mikla snjókýngi, er komið var nálega eins
um bygðir eins og óbygðir, var nú tekið upp og
sjatnað meir en til hálfs, og beztu hagar komnir
upp 2. og 3. þ. mán. um allar bygðir hér syðra.
Góð miðsvetrarhláka, — en þetta var einhver hin
mildasta og bezta er hugsazt getr, — hún er alla-
jafna ein hín bezta gnðs gjöf hér á landi, og er
það nú, þegar óvanaleg harðindi með fannfergl og
hagleysum hafa lengi gengið á undan. En víst er
um það, að þessi vetr fram til nýárs hefir verið
einhver hinn þýngsti sem menn muna, því vetrinn
lagði að um miðjan Septbr. f. ár, og hefir síðan
aldrei lint illviðrum og fannkomum og umbleyp-
íngum, þótt einstakir hlédagar hafi komið á milli;
en víða tók algjört fyrir haga með jólaföstu og
hefir mestallr útigángsfénaðr verið á gjöf siðan
víða hvar, ogmundi full þörf að svo hefði alstaðar
verið, með þeim illviðrum sem gengu stöðugt frá
vetrnóttum fram yfir jól, þóað sumir hafi haldið
fast við þessa illu landsvenju sem jafnan hefir vest
gefizt, að draga sem lengst að taka sauðfénað á
liús og hey, heldr beitt honum út í illviðrin á
liúngrshaga, þóað það sé margreynt, að fyrir þessa
meðferð strengist fénaðrinn svo npp og megrast,
að hann þarf margfalt meira og betra fóðr og um
margfalt lengri tíma þegar framá kemr, og hann er
svo dreginn orðinn að varla helzt við á alauðri
jörð og í góðu veðri, nema hann fái meðfram kjarn-
bezta fóðr, en það er þá víða þrotið eða alls eigi
til. þetta eru hin vanalegu og algengu afglöp í
fjárhirðingu vorri, ásamt með ónógum, þraungum
og óhollum peníngshúsum til innistöðu og gjafar,
éinkanlega hér sunnanlands. Margra alda sorgleg
renysla, og alt það tjón er þessi fásiuna hefiríför
með sér, hvenær sem heldr harðan vetr berað: fjár-
fellir meiri og minni, únglambadauði og málnytubrestr
á sumrin, hafa eigi getað opnað augu vor né gjört
oss hyggnari og forsjálli hvorki til skynsamlegra
ásetníngar og vandaðri fjárhúsabyggínga, né í því
að skera af sér fyren í ótíma er komið, þegar ó-
vanalegar vetrarhörkur dynja yfir, einsog nú hafa
gengið um nál. 12vikna tima. — f>ví var það einn
hinn gleðilegasti nýársdagr sem menn geta lifað,
þessi sem nú leið, er hann færði hagstæðasta
bata með nægum högum er menn vonuðu að
mundu því fremr haldast sem lengr haíði stirt
gengið og hlákan og batinn fór betr að frá upphafi.
En það hefir lengi reynzt næsta aðgæzluvert
að ráða veðr af lopti, og skammdegishlákurnar hafa
einatt reynzt svipular og stopular, og þóað hláka
þessi byrjaði vel, þáerbatinn sem af henni stendr
þegar orðínn næsta endasleptr og tvísýnn, þarsem
5. og 6. þ. mán. brá til umhleypínga fyrst með
bleytu og sliddu, þá með frosti og fannkomu og
svo aptr til blota. Er því næsta tvísýnt enn, hvort
veðrbreytíng þessi kemr sveitabæridum vorum að
verulegum notum, eða hvort hun verðr þeim ekki
fremr til falls. Ilefði engi bati komið, þá var fjöldi
búenda, er hafði fastráðið að skera af sér talsvert
og einstöku menn voru þegar farnir til þess, en
nú er miklu hættara við að menn láti þar staðar
nema, voni betri bata, og beiti fénaðinum út á
þær snapir sem þegar eru komnar npp, og gæti
þess svo ekki sem skyldi, að umhleypíngs illviðr-
in hrekja og megra fénað eigi síðr en miklu rír-
ari hagar með hreinviðri og góðu ástöðuveðri.
f>að er vonandi að bæði héraða yfirvöldin og
einkanlega háyíirvöld vor vendi eindregnu athygli
sínu að vetrarfarinu sem komið er fram, og virð-
ist fara í hönd, og að hinu almenna og ískyggilega
ástandi sem það hefir þegar haft og hlýtr enfremr
að hafa í för með sér ef ekki er viðgjört eða í
skorizt í tíma með fyrirhyggju og forsjá, meö rök-
samlegum tillögum og ráðstöfnnum.
Eptir því sem nú stendr á í landi hér, álítum
vér þetta eina úrræðið, og að það sé sjátfsagt
skyldu-úrræði er hver góð og árvökr yfirstjórn á
að afráða, þegar svo ber að. það virðist einnig
alveg samkvæmt því er kom fram af hendi kon-
úngsstjórnarinnar sjálfrar á næstliðuu hausti. því
þegar hún þóttist mega óttast, að almennr niðr-
skurðr yrði afráðinn, og svo umfángsmikill að þar
af mundi leiða »óbætanlegan hnekki í aðalatvinnu-
vegi þeirra sveitarbúa sem hlut ætti að máli«, þá
ritaði hún stiptamtmanni þetta almenna varúðar-
og tillagabréf 18. Sept. f. á., sem auglýst var í
þjóðólfi í haust, og lagði fyrir hann »að gefa hlut-
»aðeigendnm nauðsynlega fyrirsögn«; en afþessu
má sjá, að stjórnin ætlar amtmönnum sínuin að
afráða eptir því sem á stendr, og telr sjálfsagða
skyldu þeirra, að hlutast til um eðr skerast í, að