Þjóðólfur - 29.08.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.08.1864, Blaðsíða 2
— 166 arlok 15. þ. mán. (engi af Kjalarnesi eða Kjós), og samtals 9 úr Reykjavik. Enn voru á fundi og tóku þátt í fundarstörfum prófastrinn á þíngvöll- um og hreppstjórinn í þíngvallasveit; auk þeirra komu að vísu á fund og voru þar staddir við og við 4 bændr úr þíngvallasveit. Að öllum þessum til tíndum töldust samtals 65 manns á fundi. þarsem nú 13 kjördæmi landsins áttu engan mann á fundi þessum og hét eigi heldr neinn úr Árnessýslu, er teldi sig hafa umboð vegna sýslu- búa sinna, þarsem þaðan komu engir nema bú- endr sveitarinnar, þarfundrintr var hafðr, þá vant- aði þenna þíngvallafund tillögur og atkvæði úr tveim þriðjúngum allra kjördæmanna í landinu, og varð hann því miklu verst sóktr allra þíngvallafunda sem verið hafa, að frá teknum hinum fyrsta sem þar var 1848. þaraðauki virðist svo, sem öll atkvæði, viðtektir og ályktanir þessa fundar í þeim efnum og aðgjörðum, þarsem ekki væri allir á einu máli, hafi orðið og verði enn þýðíngarminni andspænis öllu landinu fyrir það, að fundrinn braut nú um þvert með atkvæðafjölda reglu þá, er allir hinir undanförnu fundir við Öxará liöfðu fylgt síð- an 1852 og sem var viðtekin og samþykt á þíng- vallafundi 1855, að þótt fleiri menn væri á fundi úr einhverju héraði heldren einn, þá skyldi þeir kjósa kjörmenn úr sínum flokki til atkvæða og á- lyktana, svo að einn væri kjörmaðr fyrir hverja 2—10 fundarmenn úr sama kjördæmi, 2 fyrir hverja \\—20 o. s. frv., en aptr hefði fult eittalkvæði^ til móts við hvern tug hinna, það kjördæmið, er eigi sendi 1—3 menn á fund1. Nú vildi þessi fundr ekki hafa að neinu, þessa samþykta reglu er þaraðauki virðist bæði réttlát og sann- gjörn, þótt því væri haldið fram og brýnt fyrir fundarmönnum, að hún stæði enn í óröskuðu gildi og að henni hefði jafnan verið fylgt að undan- förnu, heldr var hún niðrbrotin með atkvæðagreiðslu höfðatölunnar og ályktað, að hver maðr, sem á fundi væri staddr skyldi hafa sitt fullgilt atkvæði, hvað margfalt fleiri sem væri úr einu kjördæmi heldren öðru. Varð svo þar með sú álykt gjör af þeim 31 Rorgfirðíngum, sem á fundinum voru, að ef svo bæri undir, að ágreiníngr yrði um eitt- hvert mál, þá skyldi þeir einir geta álykt og úr- slitum ráðið á þessum fundi, því þeir voru nú 1) Sjá 7. gr. 1 „frumvarpi til reglua fyrir fuDdarhaldi á bíngvóllum“, í 7. ári þjóbálfs bls. 43, — og samþykt þíng- vallafundarins 1855 á þessum sömu regium, í sama ári þjáí)- 61fs 106.—107. bls. Sbr. enn fremr 4. ár þjóíiólfs, bls. 346, og 5. ár, bls. 109. meiri hluti allra þeirra fundarmanna, er gáfu síg nokkuð við málunum og öðrum fundargjörðum. Þessi þíngvallafundr varð því í raun réttri ekki annað en fundr Borgfrðínga á Þíngvöllum. * * * Jón Guðmundsson, ritstjóri þjóðólfs, er hafði boðað til fundar þessa, setti fundinn norðantil á þíngvallatúni og austanundir kirkjunni aflíðanda nóni 15. dag Ágúst; það hlaut að dragast svona frameptir deginum, því Norðlíngar komu eigi fyrri en um miðmundabil ofan á þíngvöll. Skoraði hann því næst á fundarmenn að kjósa fundarstjóra, var það gjört með skriflegum atkvæðum, og hlaut Eggert sýslumaðr Briem 38 atkvæði, en næst hon- um hlaut Jón Guðmundsson 13atkv. þá var kos- inn til vara-fundarstjóra héraðslæknir Jósep Slcapta- son, en fundarstjórinn E. Briem kvaddi tii skrifara með ráði fundarins, þá Halldór Friðrihsson, skóla- kennara, og kandid. Svein Skúlason. Fyrst allra mála kom til umræðu, hvort rita skyldi konúnginum Kristjáni 9. allraþegnsamlegast ávarp; og var það samþykt eptir nokkrar umræður, og síðan kosin 5 manna nefnd til þess að semja ávarp, voru í þá nefnd kosnir: Jósep Skaptason, þeir þrír útgefendr blaðsins »Islendings«: Benid. Sveinsson, Jón Pjetursson og Jón Tlioroddsen, Og Jón Guðmundsson úr Reykjavík hinn fimti. þegar er hreift var þessu máli á fundi, lagði Jósep Skaptason fram ávarpsfrumvarp, er hann hafði til flutníngs heiman úr héraði, var það upp lesið, og síðan afráðið að fá það ávarps-nefndinni til yfir- vegunar og meðferðar. Sakir ýmsra annara fund- armála, er þá voru rædd samdægrs, en þeirra skal síðar getið, tók ávarps-nefndin eigi til starfa fyren árdegis hinn 16.; fekk þá Jón Guðmundsson með- nefndarmönnum sínum ávarps-frumvarp, er hann hann hafði til flutníngs að sunnan, lásu nefndar- menn það og talaðist síðan svo til með þeim, að Renedikt Sveinsson og Jón Pjetursson tæki bæði þetta frumvarpið og hitt úr Húnavatnssýslu til yfir- vegunar og gerði uppástúngur um, livort þeirra skyldi heldr hafa og hverju þá skyldi helzt breyta eðr viðauka í það frumvarpið, er þeim litist betra. Gekk nú svo frameptir deginum, að þeir báru eigi álitsitt upp við hina nefndarmennina, fyren komið var að nóni, gjörðu þeir þá uppskátt fyrir hinum, að þeir gæti ekki lagttil, að hvorugt frumvarpanna væri notað, og því hefði þeir orðið að búa til nýtt frumvarp frá stofni; lásu þeir það upp í nefndinni én hún samþykti það öll, nema Jón Guðmundsson, er vildi heldr leggja til að Ilúnavatnssýslu-ávarpið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.