Þjóðólfur - 28.01.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.01.1865, Blaðsíða 2
— 4G — tveir nýir bæjarfulltrúar annar til 6 ára í stað konsúl Smiths, og varð fyrir þeirri kosníngu verzl- unarstjóri Þorvaldr Stephemen með 14 atkv.,hinn til 4 ára í stað J. Péturssonar; og hlaut afgreiðslu maðr gufuskipsins Oli P. Fimen 11 atkv. Á hinum t. fundi bæarfulltrúanna á þessu ári 18. þ. mán. að tilkvöddum báðum hinum nýu full- trúum, voru endrkosnir: til formanns 1865, Jón Guðmundsson málaflutníngsmaðr, og til varafor- manns docent S. Melsteð. í fátækranefnd- ina var og þá kosinn póstskipsafgreiðandi Óli Finsen ístað Jóns Péturssonar yfirdómara, og í hafnarnefndina faktor Th. Stephensen í stað konsúls M. Smiths. — Um fólkstölu, mannfækkun og barna- dauða á íslandi á lOára tímabilinu 1854—1863. (eptir landlæknir Dr. J'>n Hjaltalín). |>að er venja í öllum siðuðum löndum nú á tímum, að búa til skýrslur og töflur yfir fædda og dauða á hverju ári, svo meun sjái hvort fólks- talan fari mínkandi eða vaxandi, en síðan er slengt saman íleiri árum, t. a. m. 5 eða 10 og þar af dregið út meðaltal allra fæddra og dáinna á til- teknum tímabilum; geta menn með þessum hætti komizt að óyggjandi niðrstöðu, um heilbrigðisá- stand þjóðanna og um umbreytíngar þær, er verða árlega á fólkstölunni, hvort hún fari mínkandi eða vaxandi og um tilefni þau er þessu valda. Margir lærðir rithöfundar hafa gjörzt til að brýna það fyrir stjórn vorri og Íslendíngum sjálf- um, hversu seint og skrikkjótt fólksfjöldanum fari fram á landi voru. Nefni eg þar til hinn ágæta og lærða biskup Hannes Fimson sál., Eggert lög- mann og Bjarna Pálsson, samt nú á seinni tím- um justizráð Schleisner, konferenzráð Thorsteinson, og landlæknir Jón Thorstensen. Landshagsskýrsl- ur vorar virðast og í þessu tilliti að ætla að verða eitthvert hið ágætasta rit og eru þegar búnar að gjöra mikið; og þó sumtim meðal almenníngs þyki aí> J. P. bæri aí> veita lausn fyrir þær sakir, og J. G. sem nú er búinn aí> vera bæarfnlltrúi í 9 ár samfleytt, lýsti því yflr i brefl til amtmanns, a?> svo framarlega sein amtmanni biand- aþist hngr á a?> taka þessar ástæííur herra J. P. til greina, þá virtist honum (J. G.) sjálf.-agt aí> heldr ætti hann aí> víkja, onda vildi hann eigi sitja bæarstjórninni í ljósi fyrir því a¥) hún gæti fengií) a?> lialda eins ágætum bæarfnlltrúa enisogj. P. væri; beiddist því J. G. lansnar svo framarlega sem amtinu þækti tiltækilegt aí> veita J. P. lausn af þeim ástæþum, er hann færíli til, enda mælti og meiri sanngirni fyrirþví a?) ser veittist lausnin fremr en J. P. af því hann (J. G.) væri nú búinn aí> vera bæarfulltr. í 9 ár samfleytt, en formallr fulltrúanna í 6 ár. Amtmabr skarsvoúrþessu: ,aí> hann fongi eigi betr sö?)“ en a?) J. P. ætti a?> veita lausnina en ekki J. G. þær of nákvæmar og flóknar, svo að illt sé að botna í þeim, þá væntir mig þó, að niðrstaðan muni verða sú, þegar tímar líða, að þær verði taldar með okkar beztu og þörfustu bókum, enda eru þær hvað fólkstöiuna og landshaginn áhrærir, samdar með mikilli kostgæfni og nákvæmni. j>að erunúliðin 10 ár síðan mér var trúað fyrir landlæknisembættinu hér á landi, og þykir mérþví tilhlýðilegt, að renna augunum yfir liðna timann og leggja fyrir almenníngs sjónir, hvernig fólks- tölunni hefir liðið á þessum árum; hversu tölu hinna fæddu og dánu hefir verið varið, eigi alleina á öllu landinu, heldr og í sókn þeirri, hvar læknis- hjálp mín helzt hefir getað til náð, því það mun liggja í augum uppi, að ómögulegt er fyrir land- læknirinn að vera allstaðar eða veita daglega til- sjón öðrum en þeim, sem næstir honum eru. Líkt má og segja um héraðslæknana, einkum meðan þeir eru svo fáir sem nú er, því læknisumdæmi þeirra eru svo víðáttu mikil, að það er ómögulegt að hjálp þeirra geti náð til allra. Eg læt nú prenta hér 2 töflur; hin fyrri nær yfir allt landið og sýnir hún bæði fólkstöluna á þeim árum, samt tölu fæddra og dáinna yfir höfuð á hverju ári fyrir sig, og enn fremr tölu andaðra barna á 1. ári og aptr barna og únglínga á 2. ári til 15. árs. Ilin taflan nær einúngis yfir Reykja- víkrsókn árin 1855—1864. í báðum þessum töfl- um hefi eg einkum tekið fram barnsaldrinn, því það ber öllum saman um, að hið mikla barnahrun, sem altaf hefir verið og enn helzt við hér á landi, sé hin helzta orsök til þess, að fólksfjölguninni miðar svo lítið áfram, jafnvel þó það sé sýnt og sannað, að tala hinna árlega fæddu barna sé fullt svo mikil hér á landi, sem víðast erlendis. I löflunni yfir Reykjavíkrsókn eru taldir allir sóknarbúar á hverju ári, samt þau börn er fæðzt hafa í sókninni á því tiltekna tímabili; er hún sam- kvæmt ministerialbókinni af prófastinum herra Ó. Pálssyni og mér. En eins og við getum ómögu- lega haft neina tölu á þeim framandi manna grúa, er árlega koma hér til Iteykjavíkr sem sjómenn eða í kaupstaðarferðir, þannig höfum við og und- anfelt að telja þá í þessari töflu, er dáið hafa aí þeim, því taflan er einúngis gjörð til þess að sýna hlutfallið milli fæddra og dáinna íkaupstaðnum og sókninni á því tillekna tímabili. {>ó eru í þessari töflu, meðal liinna sáluðu, og svo með taldir allir þeir er druknað hafa bæði úr sjálfum bænum og sókninni, eins og líka tala andvana fæddra barna er innifalin í tölu fæddra.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.