Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.04.1865, Blaðsíða 4
— 94 — sonr sinn skyldi sýkn allra saka, þótt nokkuð kynni að vera saknæmt í bréfunum, og þessu var hon- um heitið, ef bréfin annars væri nokkurs virði, en það reyndust þau eigi; kand. juris Hansen bafði og fyrir milligöngumann, sem Molzen heitir, samið við Heltzen, og segja menn, að samníngar þeirra hafi orðið þeir, að Iíansen skyldi fá bæarfógeta- embætti í Hasle, ef hann léti rakna bréf þau, scm Heltzen þóttist vita væri í vörzlum hans, þar á meðal eitt frá Klein assessor í verzlunardóminum. Heltzen hafði haft alla þessa samnínga á laun við ráðaneytisfélaga sína, en er þeir komust að því, vildu þeir, að annaðhvort færi hann úr ráðaneytinu, ella mundu þeir allir víkja úr sæti, en svo var um sinn sætzt á allt, hafa ráðgjafarnir ef til vill treyst því, að kaupin mundu ekki komazt í hámæli en þeim átti ekki að verða að því. Föðrlandið sagði mönnum söguna eins og hún var, beið svo um stund að ekkert var aðgjört. En er þíngin sáu að Ileltzen hirti ekki um að bera af sér á- burðin, gjörðu menn þá fyrirspurn til hans fyrst í landsþíngi ríkisráðsins, og gaf hann þeim litla úrlausn; kvaðst ekki geta metið þá bæra um það að dæma, né eiga neina heimtíngu á skýrslurn frá sér; að fólksþíngi ríkisdagsins væri sín rétta þíng- há. þar rak hann hinum ráðgjöfunum snoppúng því að þeir hafa jafnan haldið því fram, að ríkis- ráðið skyldi í sem mestum metum, þángað til út- kljáð yrði stjórnarmálið ; en um leið viðraði hann sig upp við bændavini, og það ætla menn að hvort- tveggja hafi verið með ráðigjört; hafi hann ætlað sér að steypa úr sæti hinum ráðgjöfunum, og taka sér félaga með aðfylgi bændavina. JDaginn eptir 29. marz var gjörð fyrirspurn í fólksþínginu, þá höfðu allir ráðgjafarnir beðið um lausn, og var Heltzen þar einn ráðaneytisins; sætti hann þar mörgum aðköstum á fundinum; ekki var hann kallaðr morðíngi, og ekki ber að þjófnaði, en þá er upptalið það sem honum var ekki fundið lil saka. Fáir gjörðust til að taka svari hans, nema Tscherníng, en hann lét vaða á sér eins og vant er, en það kom fyrir ekki. Ilelzen gat ekki bor- ið neitt af sér, en gekkst við flestu sem á hann var borið, og hafði það eitt sér til afbötunar að liann væri ráðvendistetr og liefði gjört allt í góðri meiníngu, en við vitum nú allir að góð meiníng enga gjörir stoð, og þarf ekki að vera drottins boð á móti. Nú varð konúngr að skera úr; allir ráð- gjafarnir höfðu sagt af sér, ef Helzen yrði lengr við, en svo stóð tvo daga, að ekkert varð útkljáð en þó kom svo, að Ueltzen var vikið úr sessi, og kvað það vera fyrsta sinn, að ráðgjafi er rekinn úrtigninni hér í landi. En enn stendr svo að engi er kominn í Heltzens stað og leiða menn ýms- ar getr til; Bræstrup, sem fyrvar pólitídirektör er talinn líklegastr, eða þá Símony eða Dahlström stiptamtmaðr í Álaborg, eða Scheel yfirherdómari. þess geta nienn, að vér eigum í vændum nýan stiptamtmann Finsen nokkurn, sem fyr var bæar- fógeti í Sönderborg á Als, en óvíst er það verði, því að þeim kvað ekki semja um kaupið; hann kvað vilja hafa meira en þeir þykjast mega bjóða. Af útlendum merkistíðindum get eg fátt sagt, þótt margt hafi gerzt. I öndverðum nóvemberm. árið sem leið barst sú fregn, sem öllum þótti mikilsverð, að Frakkakeisari og ráðaneyti Itala hefði gjört samníng sín á miili um nýa skipun á hag ítah'u og páfaríkisins; hét keisarinn að fara með her sinn burt trá Rómaborg áðre*j liði tvö ár; en ítalakonúngr hét að varna öllum tilraunurn útífrá til þess að steypa ríki páfans; en höfuðstað Ítalíu skyldaði hann sig til að flytja frá Túrin og suðr til Fiorenzborgar. þessi samníngr vakti fyrst misþykkju manna í Italíu, þótti konúngr hafna því, sem margir láta sér mest um ant, að fá Róm fyrir höfuðborg í Italíuríki; urðu uppþot nokkur í Túrín, en þau urðu brátt sefuð, þókt nokkur yrði mannspell við. Var Túrínarmönnum legið á hálsi fyrir það, að þeir hefði brugðizt ódrengilega við, gjört illan róm að því, sem allir aðrir ítalir fögn- uðu; en þeim var þó vorkun, því að borgin þeirra missir mjög af blóma sínum, er hirðin og lands- stjórnin er flutt í aðra borg. Flestum páfavinum áítalíu og Frakklandi var samníngrinn mjög á móti skapi; og það ætla menn að páfanum hafi hann ekki verið sem geðfeldastr. því skömmu eptir að samníngrinn var orðinn kunnr, sendi páfinn út bréf til allra biskupa (encyclicon), og lýsir hann þar banni og bölvun yfir allri þeirri stefnu, som heimr- inn hafi tekið eptir!789. Trúarbragðafrelsi, prent- frelsi, félagsfrelsi, frelsí til vísindalegra rannsókna, og þar fram eptir, er alt sarnan dæmt dauðasekt. Alls eru taldar 80 villur, sem páfaskepnan bölvar í villuskrá nokkurri, sem hann bætir við bréf sitt. Halda allir, að þetta sé fremr páfaríkinu til hnekk- is en uppreistar, þar sem það svo blygðunarlaust prédikar andlegan þrældóm jafnt og veraldlegan. Allt er enn ókljáð um Slésvík og Ilolsetaland, hvar þau skuli lenda; í allan liðlángan vetr hefir gengið í þjarki og þrefi um það milli þýzku ríkj- anna; mest hefir það gengið í skriptum milli Prússa og Austrríkis, hafa Prússar heimtað sér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.