Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 2
— 140 — upp líf hinnar lifandi móður til þess að ná fóstr- inu lifandi. Svo segir í nýustu og beztu ritum læknisfræðinnar um þetla mál, að eptir dæmum þeim, er menn hafi, víðsvegar um Norðurálfuna, einkum frá byrjun þessarar aldar, þá muni að eins 6. hver móðir liafa lífað af eptir keisaraskurð, en optar lifi barnið ef fóstrið er vel skapað og með fullu lífi, þegar skurðrinn er gjörðr. það mun áreiðanlegt, að engi viti eða þekki dæmi til þess fyr ne síðar, að keisaraskurðinum hafi verið beitt nokkuru sinni hér á landi, fyren nú hér í Reykjavík, 24. f. mán. ógiptr kvennmaðr Margrct Arnljótsdóltir að nafni á 31. ári, dvergr að öllum skapnaði, um 18 (?) þuml. á hæð, varð barnshafandi og kendi sín eðr lagðist á sæng 23. f. mán.; yfirsetukonan kvaddi þegar landlæknirinn Dr. Hjaltalín til að skoða sængrkonuna, en hann sendi þegar eptir Gísla kanselíráði Hjálmarsyni og kvaddi einnig með sér til ráðaneytis báðalæknana af herskipinu Pandora Chastang yfirlæknir yfir allri fiskimannaútgjörð Frakka, og Dexier herskipslæknir, og voru þaraðauki viðstaddir 4 þeirra 5 stúdenta ernúlesa hér læknisfræði hjá landlækninum. Engi þeirra 4 læknanna hafði sjálfr verið viðstaddr keisara- skurðar-barnsnauð fyren nú, en öllum kom þeim um það ásamt, er þeir höfðu kannað skapnað sængr- konunnar, að hún gæti ekki fætt, og væri hér því eigi nema um það tvent að skipta að bæði móðir og fóstr hlyti að deya eptir laung og rnikil barm- kvæli hennar, eðr að ráðast þegar í keisaraskurð- inn til þess að stytta þjáníngar móðurinnar og bjarga lífi beggja ef svo vel gæti teki/.t. Skiptu þá læknarnir niðr verkum með sér, hvað hver skyldi vinna þótt allir væri við; Chastang og Dexicr »cloro- formiseruðu" móðnrina (gjörðu hana tilvinníngarvana og aflvana með »cloroform«), l>r. Hjaltalín gjörði náraskurðinn, en Gísli Hjálmarsson gekk síðan til og skar upp móðurlífið og varð móðrin þá létt- ari að meybarni með fullu lífi er vo 14 merkr í laugatroginu. þetta gjörðist um kl. 10—11 24. f. mán. Voru umbúðir gjörðar um skurðarsárin, leið þá smámsaman cloroforms vanmegnið af móður- inni, og varð hún hress og heilsaðist eptir öllum liætti allt fram á hina næstu nótt; en þá fór hún að fá viðvarandi hóstakjöltr með ógleði, svo nóttin varð henni ókyr og næðislítil; færðust fyrir það úr lagi umbúðirnar og ýfðust sárin og máske blóð- rásin hið innra; þegar leið á sunnudaginn (25. f. mán.) varð hún rænuskert og þar með allri lífsvon lokið endaskildihún við hiðsamakvöld undir nátt- mál. Barnið var skírt, að móðurinni lifandi: Júlíona Margrét, og lifir enn og dafnar eðlilega. 27. f. m. skáru þeirupplíkhennar,landIæknirinnog báðir hinir frönsku læknar, og sannaðist þá með líkskurðar- ransókninni, að fæðíngin hafði verið alveg ómögu- Ieg. Darnið lifir enn og hefir dafnað eðlilega úl þessa. JÓIIANNESAIl GUÐSPJALL o. s. frv. (Framhald). Jóhannes kennir í guðspjalli síntt að heimrinn hafi verið í spillíngarinnar og ráng- lætisins ástandi áðren Kristr kom, að mennirnir hafi elskað meir myrkrið en Ijósið eða, eins og Páll segir, verið fráhverfir lífinu í guði, dauðvona í trúar- og kærleiksleysi. Nú kennir Jóhannes enn- fremr að guð, af líknandi föðurkærleik sínum hafi sent son sinn í heiminn, til að bjarga mönnunum úr þessu glötunarinnar ástandi, til að útrýma hatr- inu til hins guðdómlega en vekja hjá mönnunum líf kærleikans, það er: kærleikann til guðs, sjálfra þeirra og náúngans. Með þessu er þá kent, að guðs kærleikr se frumkærleikrinn, hann sé hin himneska lind, sem allt sannarlegt kærleikslíf mann- anna sprettr af, því föðurkærleikr guðs, sem birtir mönnunum þann sælufulla fagnaðarboðskap, að þeir sé börn hans, vekr og gróðrsetr kærleikann á móti í lijörtum þeirra, þcgar þeir vita það, trúa . því og treysta, að þeir sé ekki lengr reiðinnar synir, lieldr elskuleg óskabörn guðs. Er þessi einfaldi en djúpi og háleiti lærdómr Jóhannesar guðspjalls ekki samkvæmr lærdómi N. T. alls? segir ekki Páll llóm. 5, 8. »að guö sýni elsku sína til vor í því, aðþegarvér enn þávorum syndarar, sö Kristr fyrir oss dáinn«? kennir liann ekki, að mennirnir hafl áðr verið reiðinnar börn, en nú hafi þeir frið við guð fyrir drottinn vorn Jesúm Krist, að nú sé elsku guðs úthelt í hjörtum þeirra, að þeir hafi fengið sonarlegan útvalníngar anda, svo að þeir ákalli guð sem gæzkuríkan föður? M. E. neitar ekki að Jó- liannes postuli hafi skrifað I. Jóhannesar bréf- þar segir 1. Jóh. 4. 10. 11. »í þessu er elskafl innifalin, ekki að vér elskuðum guð, heldr að lianu elskaði oss, og sendi sinn son til forlíkunar fyrii' vorar syndir« »og fyrst guð hefir svo elskað oss þá ber oss að elska bver annan«. Er hér ekkí skýrt tekinn fram hinr. sami aðallærdómr, boðaðr er í guðspjallinu, að guðs föðurkærleiki’ veki til lífs og gróðrseti sonarkærleikann í bjórt" um mannanna, og skuldbindi þá til að elska bver annan eins og bræðr og börn sama föður? Er ekki Jóhannesar guðspjall allt frá upphaíi til enda prédikun um kærleikann til guðs, þar sem þa^

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.