Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 3
141 — byggir alian boðskap um kærleikann á föðurkær- leika guðs, kennir að allr manniegr kærleikr eigi að styðjast á, og heigast af því, að guð liefir elsk- að oss að fyrra bragði? innibindr þessi lærdómr ekki hina hreinustu og háleitustu, kröptugustu og alvarlegustu áminníngu til mannanna um, að fyll- ast barnlegri auðmýkt og þakklæti við föðrinn á himnum, og gagntakast af kærleikanum til guðs föður allrar miskunar? og M. E. veit þó að minsta kosti af hinum guðspjöllunum og l.bréfi Jóhann- esar, að kærleikrinn til guðs innibindr í sér og er óaðgrcinanlegr frá kærleikanum til náúngans, og sýnir sig í honum, því I. Jóh. 4, 20 segir: i) ef einhver segist elska guð, og liatar bróðrsinn, sá er lygari«; þess vegna er líka í guðspjalli Jó- hahnesar eins skýrt tekinn fram og brýndr fyrir mönnum kærleikrinn til náúngans, eins og kær- leikrinn til guðs; þó M. E. finni hvorugs getið í guðspjallinu, þá hefði hann þó átt að muna eptir orðum Iírists, Jóh. 13, 35 »af því munu allir sjá, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér elskizt inn- byrðis«; er hér ekki áminníng um elsku til ná- ungans? og þó segir M. E, »að ekki sé í ræðum Krists í Jóhannesar guðspjalli sagt eitt einasta orð til að innprenta lærisveinunum eða öðrum kær- leikann til náúngans«. M. E. þykist ekki heldr nokkurstaðar finna í Jóhannesar guðspjalli bent á kærleikann til óvina, og telr orð Krists lijá Jóh. 15, 13: »meiri elsku hefir engi en þá, að hann láti líf sitt fyrir vini sína«, ósamþýðanleg og í fullkominni mótsögn við orð l’áls postula Róm. 5, 6, 8: »að Kristr sé dáinn fyrir rángláta synd- ara». llér er ekki ómerkilegt sýnishorn af biflíu- þýðingu höfundarins, hve djúpsett hún er, og hve samrýmdr hann er anda ritníngarinnar, eins og hér líka sannast á honum orð postulans: »að holdlega sinnaðr maðr skilr ekki það sem guðs anda tilheyrir, því það er heimska fyrir honum«. Skilr þá ekki M. E., að sá kærleikr, sem Páll talar um að komið hafi Iíristi til að deya fyrir alla synd- l'ga menn, er sá sanii kærleikr, sem snéri læri- SVeinunum til eisku við Jesú, og gjörði þá að vin- l'ui hans? skilr hann ekki, að lærisveinarnir voru ,'ka l’reyskir og syndugir menn, sem drottinn dó "*r °g var kominn lil að endrleysa eins og alla a.'a^ hann ekki, að þeir innibindast líka í lölu hinna mörgu, sem verið höfðu ránglátir, frá- hverfn guði, 0„ iiærieiksiausir, en að guðdómlegt vald Kiists kærleika vann íijörtu þeirra, vakti í þeim líf kærleikans, og gjörði þá að vinum liins guð- dómiega fræðara þeirra og endrlau^nara? og er það ekki þessi sami kærleikr, sem síðan hefir alstaðar um víða veröld, þar sem lærdómrinn um krossinn hefir verið boðaðr, gjört mennina að vin- um Krists, snúið þeim, sem áðr voru óvinirguðs, til vináttu við guð, og vakið líf kærleikans þar sem áðr var drottnandi hatrið? Finnr M. E. enga bendíngu um kærleikann til óvina bjá Jóh. 10., í samlíkingunni um hinn góða hirði, sem gefr líf sitt út fyrir sauðina? eru ekki sauðirnir í samlík- íngunni liinir syndugu menn víðsvegar um heim- inn, sem lifa í ránglætisins ástandi og í óvináttu við guð, sem eru, eins og Páll segir, óvinir guðs? og gefr Jesús ekki af kærleika út líf sitt fyrir þá, og gjörir þá með því að vinum? er hér ekki sett fyrir sjónir og til fyrirmyndar í skýrustu mynd hin háleitasta sjálfsafneitun kærleikans, og hið dýrð- legasta dæmi uppá kærleikann til óvina? og þó er þetta allt hulið fyrir augum M. E. (Framhald síðar). Útlendar frcttir dags. Khöfn 17. Júní 18G5. — Nú er lokið allri vörn af hendi sunnanmanna bæði á sjó og iandi, er nú ekki um annaö að tala en með hverjum kostum þeir skuli gánga aptr inn í sambandið. Griðum er lýst við alla alþýðu manna, og þeir einir sæta hörðum kostum, erbundizthafa fyrir landráðunum. En þeir geta orðið æði margir; því að allir sem eiga lendur, sem nemi meira verði en 20,000 spesíur (dollars) eru grunaðir um að hafa bundiztfyrir svikum við sambandið, verða þeir þvíhver um sig að biðja sig í grið, og má þá stjórnin láta prófa, hvernig þeir hafa farið með sínum ráðum, áðren hún iýsir yfir griðum við þá. Fer þelta mjög að maklegleikum, því að það voru þessir auðmenn, sem áttu mergð þræla, er berasta sy'ndu sig að fjandskap við norðanmenn, og mundu enn, nema þeir kendi nokkurs ólta. það veldr mjög ó- samþykki, hvort ráð s.kuli npptaka um þrælana, sem voru í Suðrfylkjunum; nú eru þeir allir frjáls- ir, en vilja nú láta forna eigendr sína ala sig, en vinna það eitt er sjálfum þeim líkar; forseti fylkj- anna Johnson hefir varað þá við slíku athæfi,seg- ir að frelsið hafi lagt á þáábyrgð mikla, nú verði þeir að fara að sjá sjálfum sér farborða. í norðr- fylkjunum er og deila um það, hve réttháir blá- menn skuli vera, vilja sumir þegar í stað gefa þeim kosníngarrétt, en sumir mæla fastlega á móti, þykir óhæfa að gefa þeim borgararéttindi, jafn- rniklum óaldarlýð, segja þeim sé góð biðin, þáng- að til þeir hafi lært nokkra manna siðu; það ætla menn og að vandræði muni úr því verða, að láta

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.