Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 4
142 — báða búa samtýnis hvíta menn og blámenn, og því hefir Johnson stúngið upp á því, að gefa blá- mönnum eingöngu eitthvert af fylkjunum, og láta alla hvíta menn þar rýma landið, en koma þeim fyrir annarstaðar. Enn er ókljáð um samníngana milli ítalastjórn- arinnar og páfans, og eru mjög margvíslegar getr manna um það, hvernig standi; þeir sem ákaf- astir eru þjóðernismenn á Italíu eru mjög tor- trygnir við stjórnina; hyggja að hún muni slaka um of til við páfastólinn. — þetta þykjast menn framast geta ráðið af líkindum; Páfinn samþykkir að töluvert sefækkað biskupsstólum általíu; bisk- uparnir vinna eið svo látandi: Eg sver hlýðni páf- anum í andlegum efnum, trú og hollustu konúng- inum í veraldlegum. þetta og ekki meira telja sumir komið; en nýlega hefir stjórnarblað eitt gefið það í skyn, að miklu meira mundi semjast. Púf- inn fær ítalskan her í setu í Rómaborg, í stað bers Frakkakeisara, er þá ekki að sökutn að spyrja við Franz sem fyrr var konúngr í Napoli; hann verðr þá að víkja; þá mun og illvirkjum lítið athvarf og skjól í Róm, og eflast þeir þaðan að liði til þess að geta haldið áfram uppteknum hætti um rán og manndráp; svo ef þetta yrði að sönnu nú bráðum, þá yrði það hið mesta lán fyrir Itali. Núerstjórn- in á Ítalíu að fullu og öllu búin að hafa vista- skipti; er nú setzt að íFirenzborg (Florenz); hefir fleira verið þar um dýrðir, en það eitt að fagna konúngi. J>að bar uppá Maímánuð sem leið, að 1000 ár voru liðin frá því Rante skáld Alighieri fæddist þar; héldu því Firenzmenn miklahátíð því til minníngar, sem vert var; því að svo sem kunn- ugt er, var Dante eitthvert hið mesta skáld sem verið hefir, og hann telja ítalir böfnðföður ítalskrar túngu og menta; hann var og í alla staði hinn mikilhæfasti maðr, og svo mikill spekíngr, að eptir hefir gengið nálega hvað eina, er hann hefir spáð um hagi ættjarðar sinnar, svo sem um páfaríkið og margt hvað annað. Héðan er fátt að segja; kosníngar fóru hér fram til fólksþíngs og ríkisráðsins; efldust mcnn af beggja hálfu af sem mestu kappi, en vanséð er, hverjum betr hefir sókzt; þeir sem nefna sig na- tionalliberal ætla að þeir hafi unnið nokkur alkvæði við þessa endrkosningu, en þar verðr á raunin ó- lygnust. Héðan verða nú gjörð út mörg konúngs- erindi til alþíngis; eitt er frumvarp um aðskilnað á fjárhagnum; það verðr sjálfsagt merkast afkon- úngserindunum, en ekki á stjórnarmálið að koma fyrir að þessu sinni. í Frakklandi er orðið missætti milli þeirra frænda keisarans og prinzins, þess, er heima var um árið; það atvikaðist á þessa leið: I öndverð- um Apríl fórkeisari til Algier; á meðan hann væri burtu átti Eugenia drottníng að ráða ríkinu, og keisarafrændi í broddi ríkisráðsins að vera henni til annarar liandar; í Maímánuði þurfti keisarafrændi að farastiðr til Korsiku til þess að vígja þar minn- isvarða, sem reistr var Napoleoni fyrsta og bræðr- um hans. Yfir rninnisvarðanum hélt hann ræðu, sem í alla staði var merkileg; sagði hann þar af- dráttarlaust hvað keisararíkið ætti að afreka; frelsa ánauðugar þjóðir undan kúgan og yfirgángi, efla sannarlegt lýðfrelsi, hnekkja hindrvitnum og klerka- einokun. Drottníngunni varð ekki öllu betr við, en þó himininn hefði hrapað í höfuð henni; llún gjörir orð keisaranum um ræðuna; hann varð æfr við upptekt frænda síns; skrifar drottníngu til, segir sig sáriðri þess, að hann hafi sett hann svo hátt í ríkisráðinu; drottníngu þótti hart bréfið, en fékk þó frænda keisarans það, en það var ekki þar með búið. J>að var og prentað í stjórnarblað- inu »moniteur«. Sagði þá keisarafrændinn af sér öllum sínum embættum, en ekki var honum veitt lausn að sinni, en engi sátt hefir komizt á. UPPHAF ALþÍNGIS 1865. Laugarduginn 1. þ. mán. þegar að morgni undu þau 3 herskipin, er hér voru þá á höfnum og póstskipið Arcturus upp öll viðhafnarflögg sín frá efstu rám niðr á þilfar, og öll kaupför ílögg- uðu einnig sem mest og eins var í landi. Á há- degi söfnuðust alþíngismennirnir ásamt konúngs- fulltrúa og eptir boðun hans uppí Alþíngissalnum og gengu þaðan aptr tafarlaust lil kirkju. Sira Sveinn Níelsson þíngmaðr Snæfellínga sté í stól- inn og lagði útaf Sálm. 143.10. Að lokinni messu gengu menn aptr til þíngsalsins, sókti nú þángað meiri manngrúi, heldren nokkuru sinni hefir fyr verið. Úr öllum kjördæmum landsins voru þíng- menn komnir, nema úr Norðrmúlasýslu, þaðan var sira Halldór prófastr Jónsson ókominn, og var hans þó von ; hann kom ekki fyren í dag, en vara- þíngmenn voru úr 3 í stað aðalþíngmanna: úr Iíarðaslrandarsýslu sira Eirílcr Kúld á Hclgafelli, (þar var kosinn aðalþíngmaðr Brynjiílfr Benedict- sen stúdent í Flatey 16. Maí þ. á.), úrHúnavatns- sýslu Jón hreppst. Pálmason á Sólheimum og úr Strandasýslu Ásgeir Einarsson óðalsbóndi á Ás- bjarnarnesi. Konúngsfulltrúinn hóf þíngsetnínguna með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.