Þjóðólfur - 16.09.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.09.1865, Blaðsíða 2
— 168 — — Runólfr kvað þetta, ykkr að segja, um bónda einn, aðskotadýr við aðra kirkju, sem var mikkill á lopti, en var þá með svo greinilegan »blýhatt« að hann var eins og ónefndir embættismenn, sem við allir þekkjum, eru einatt þegarþeir koma á mann- fundi, — þá fóru 3 helztu sóknarbændrnir til, sóktu aðkomubónda og »leiddu hann í kór« svona tilreika. En svo að eg komi aptr til sögunnar, »þá gat þessi þrenníng dýr« ekki að dugað »ísl.«, hún ætlaði »að leiða hann í kór«, en leiddu hann út — til grafarinnar. »En ekki eru þó Iiðnirl3mán- uðir síðan »Isl.« endaði 4. ársgaungu sína« — munu menn svara mér — »þeir eru ekki nema 3 enn þá«. — Víst og satt! En þeir sem vissu dálítið fram fyrir neflð á sér, eins og eg og mín- ir líkar, sögðu jafnt og stöðugt í fyrra vetr 1863 —64: »ekki mun »Isl.« dauðr, heldr sefr hann«; svona sögðu þeir þá, og það rætlist. En nú scgja hinir sömu um hann það sem Sigurðr Pétrsson kvað um sjálfan sig: „Qann át, hann drakk* kann svaf, „og svo dó hann“. með öðrum orðum, þeir segja nú allir: »Blaðið »Islendíngr« er dáinnn fyrir fullt og allt«. Eg sel þetta ekki dýrar en eg keypti, og kann eg ekki þessa útfararminníngu lengri. a. JÓIIAINNESAR GUÐSPJALL, o. s. frv. (Framhald frá bls. 140 — 141). þannig er þá, eptir lærdómi Jóhannesar guð- spjalls, föðurkærleikr guðs uppspretta að öllu sönnu kærleikslífi mannanna, sá kærleikr, sem það boðar, heflr upptök sín frá því, að guð elskaði mennina að fyrra bragði, og er sprottin af gleðiboðskapn- um um guðs líknandi náð. Boðskapr guðs um sig,. sem náðugan föður, vekr aptrhjá hinum trú- uðu hinn sonarlega kærleika, auðmýktina og þakk- lætið, vekr kærleikann til annara manna og gjörir liann að andlegum bróðurkærleika; í einu orði: merkir allt kærleikslíf mannanna trúarinnar og helg- unarinnar innsigli. En hvernig er lærdómr M. E. um kærleikann? Ilöfundrinn neitar lærdóminum 1) pa<b var samt uppá prentsmibjimnar reikuing, og segja þeir óklárabar þær „trakteringar" frá fyrri árunum; svo efab „Isl.“ er nú daubr til fulls, þá mega þeir eldri hlutabeig- endrriir fara ab bibjast fyrir á þá leib sem bebií) er fyrir þoim sem hafa hengt sig eba dáih í síuum syndum eba ó- bættum sókum: „Herra Hilmar Finsenl verib hans aumu sál uábugr, og hirium nibrbeygöu og sárt syrgjandi abstandendum haris1'! a. um Krist sem meðalgángara milli guðs og manna, hneykslast á friðþægíngarlærdómi kristilegrar trúar, neitar náðaropinberunum guðs í Ivristi, í stuttu máli: neitar þessum grundvallarboðskap kristilegrar trúar, að guð hafl elskað mennina að fyrra bragði. Eptir lærdómi M. E. verða það þvert á móti menn- irnir, sem að fyrra bragði elska guð, frelsisverk þeirra verðr þeirra eigið verk, þeir megna að snúa sér til guðs af eigin kröptum,. og skapa í sér líf kærleikans, og þegar þeir þannig af eigin ramleik gjöra sig verðuga guðs náðar, eru þeir góðir og gildir, og fá fyrirgefningu syndanna, og verða með því móti sínir eigin endrlausnarar. þelta er und- irstaðan í kærleikslærdómi M. E. Sá kærleikr, sem hannboðar, er þá kærleikr hins óendrfæddamanns, sá kærleikr, sem vantar tilfinnínguna um eigin vanmátt og breiskleika, vantar auðmýktina og il trúarinnar, en er heiðínglegt sjálfstraust og hroka- fullr sjálfbyrgíngsskapr, sem trúir á mátt sinu og. megin. Vér viljum skjóta því til íhugunar krist- inna manna og úrlausnar, hvor muni vera hinn kristilegi kærleikr, hvor samkvæmari muni vera anda Krists, þessi kærleikr, sem M. E. vill inn- prenta mönnum, eða sá kærleikr, sem Jóhannes postuli boðar oss í guðspjalli sínu. þannig reynast þá mótmæli M. E. gegn hinu fjórða guðspjalli einber markleysa og hégómi. Yér finnum ekkert nýtt í þeim, ekkert upprunalegt frá M. E. sjálfum, nema eins og áðr er sagt, þessa síðustu ástæðu, sem tekin er af lærdómi guð- spjallsins um kærleikann, en sem marklausust er allra, og hripsuð í úrræðaleysi vantrúarinnar til að segja eitthvað. Menn mætti því furða sig á, að M. E. skuli hafa tínt upp aptr og borið fram fyrir lesendr sína ástæður, sem fyrir laungu voru hraktar og reknar, ef ekki lægi annað undir, sem honurn reyndar liggr fremr á hjarta heldren postullegr uppruni Jóhannesar guðspjalls. J»að sem-M. E. amar mest, er guðdómr Krists. llann vill, eptir dæmi og í anda hinna eldri fyrirrennara sinna »Antitrinitaria og Soeiniana«, og hinna ýngri þýzku kennifeðra sinna: Dr. Strauss og Bruno Bauers, umfram allt brjóta niðr trúna á guðdóm og guð- dómlega tign lausnarars, en af því henum þykir þessi lærdómr skilmerkilegast boðaðr í Jóhannesar guðspjalli, þá býr honum það, sem stendr, fastast í bjósti að telja mönnum trú um, að fjórða guð- spjallið sé falsað og ekki eptir lærisvein Krists. þetta er í rauninni sú andlega leiðsla, sem M. E. talar um (bls. 2), að knúð hafi sig til að skrifa á móti Jóhannesar guðspjalii, þó hann fullvissi les-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.