Þjóðólfur - 16.09.1865, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 16.09.1865, Blaðsíða 5
171 — bætr fyrir skaða þann, er úthlaupaskútur Suðr- fylkjanna hefði gjört kaupmönnum úr Norðrfylkj- unum í ránum og upptektum á kaupförum. En þessar víkíngaskútur kveða þeir hafa fengið alla útgerð á Englandi, og jafnan hefði þeir þar átt athvarf. Nú er Norðr-Ámeríku-mönnum um skamt að seilast til eigna Englendínga í Vestrálfu, ef þeim skyldi bjóða svo við að horfa. En Frakkar hafa unnið sér það til óhelgi, að þeir hafa eflt til ríkis í Mexico, gegn stjórn löglega kosinni af lands- búum, höfðíngja frá Evropu og styðja hann nú í tigninni með útlendum her, og veitir þó ekki af því, að hann sé fastr í henni. Nú er Bandafylkja- mönnum alls ekki um það gefið, að Norðrálfuríki hlutist til um skipun á högum Vestrálfuríkja, og þeir því taldir manna vísastir að stökkva bæði keisaranum og her þeim, sem styðr hann, brott úr Mexico. Nú láta þeir reyndar um sinn allt kyrt, meðan þeir eru að koma nokkru lagi á það, sem úr lagi hefir færzt við liina voðalegu styrjöld, sem geysað hefir; en að því er ekki hlaupið; ástjórn þeirra Norðrfylkjanna mjög örðugt, þarsem mikill er mótþrói þeirra Sunnanmanna gegn öllum ráðstöfun- um stjórnarinnar, og gánga að engu óneyddir; bótin er, að norðanmenn hafa nægan her til þess að lægja rostann í þeim, sem mestir eru ribbald- ar, en fara þó að öllu sem vægilegast, sem bezt má sjááþví, að í Kentucky, sem einna mesthefir gengið í berhögg við þá norðanmenn um fjand- skap, þar eru nýfarnar fram kosníngar á mönnum í fylkisstjórnina, og hafa þeir sem kosnir voru því nær allir verið hatrsmenn Norðanmanna, og þó höfðu norðanmenn- óvígan lier í fylkinu, meðan kosníngar fóru fram, svo að þeim hefði veriðinn- anhandar að ægja Iíentuckymönnum svo, að þeir kysi menn, sem ekki hefði sýnt sig bera að fjand- skap við Norðanmenn. Annars kvað aumlegt. á- stand í Suðrfylkjunum, hallæri mikið og atvinnu- leysi og rán og gripdeildir af óaldarlýð. Blámenn sem nú eru allir þegnir í frelsi, mega hrönnum saman deya drottni sínum úr húngri og harðrétti. Víða kvað þeir og hafa farið illa með frelsi sínu, ekki viljað vinna, en viljað látaforna eigendr sína sjá sér fyrir viðrlífi; en miklu víðar þó hitt, að þeir hafa viljað taka sér fram, verið starfsamir og jafnframt látið sér ant um að nema hvað eina, sem mætti verða þcim lil menningar, og þá um- fram allt að lesa og skrifa, sem þeim var meinað, meðan þeir voru í ánauð. í vikunni sem leið kom bíngað rússneskr floti; fyrir honum’var Iíonstan- tín bróðir Alexamlers keisara; hann hafði áðr heim- sókt höfðíngja í Stokkhólmi og komið svo víða við á höfnum í Svíaríki áðr hann kæmi híngað; menn hafa leitt að því ýmsar getr, hvort nokkuð mundi búa undir ferð þessari eða ekki. Sumir hafakall- að svo, sem það mundi vera til þess að ögra smá- mennum slíkum sem Svíar eru, svo ekki sé þeir of hnarreistir, svo sem þeir voru 1854 og 55, er Englendíngar og Frakkar lömdu á Rússum. •— Blaðið 'iFœdrelandetn 24. Júlí þ. á. skýrir frá því, að stjórnin hafi lagt fyrir Alþíngi íslend- ínga í sumar »frumvarp« til laga um nýtt fyrir- komulag á fjárhagssambandinu milli Islands og konúngsríkisins«, eðr um fjárhagsskilnaðinn milli íslands ogDanmerkr, sem við hér nefnum. Blaðið skýrir fyrst frá aðalinntaki og stefnu frumvarpsins, og að niðrstaðan hjá stjórninni hafi þar orðið sú, í 7. gr., að bjóða Alþíngi og Íslendíngum 42,000 rd. tillag í stað reikníngshallans sem nú er, í 12 ár en eigi lengr; að þeim tíma liðnum skyldi verða ákveðið með lögum, hve mikíð tillagið skyldi verða. Að svo búnu, bætir »Fædrel.« þar aptan við svo látandi athugasemd. »Af þeim 3 minnihluta álitsgjörðum og til- lögum, sem komu fram frá nefnd þeirri, er sett var með kgsbr. 20. Sept. 1861 til þess að stínga uppá hagfeldariskipan á fjárhagsmálum íslands, hefn* þá stjórnin aðhylzt (í þessu frumvarpi sínu er hún lagði fyrir Alþíngi) þá tillöguna sem Íslendíngum gegndi verst. |>etta verðum vér að telja mikið mein; því það er næsta ólíklegt að Alþíngi geti gengið að (nýu) fjárhagsskipulagi, sem ekki á að að eiga sér lengri aldr en um 12ára tíma. f>etta verðr þá ekki til annars, en að fresta málinu enn frekar heldren þegar er orðið, en á meðan, — varla fer hjá því, — mun mótspyrnuflokkr (stjórn- arinnar) á íslandi eflast og aukast, og honum finnast að hún hafl æ meira og lleira lil saka, en fyrir það munaptrverðaæ torsóktara og torsóktara(fyrirstjórn- ina) að ná sáttum og samkomulagi við Íslendínga«. Fréttir, árferði, allabrögð, fjárkláði o. fl. í>aí) er hvorttveggja, aí) eigi heflr geflzt ráísrúui til ab yflrfara döusk ef)r önnur daghlöb þessa tvo daga síþan póst- skip kom, euda er a& sögn, litln vií) þaþ aí) hæta sem fretta- kaflinn her a?) framan skýrir frá. Kornvöxtr var ágæta góSr um Danmörkn og önnur norþlægari kornlönd, en í nokkrnm brefum segir ab uppskeran hafl þókt hnrfa miír vií). Eigí aT) síþr st<5í> öll kornvara í hinu sama lága veríú um síbustu mánaSamót víþsvegar um hina heiztu norSlægari aísalmarkaíli í Norferálfunni, og seldist dræmt vib því veröi þó boþin væri. En heyafli og annar töímafli var einstaklega rýr í Danmörku og Svíþjóí). — Islenzka varan seldist vel í Khöfu yfir höftií)

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.