Þjóðólfur - 17.10.1865, Qupperneq 5
183 —
og skýrar bendíngar til'að sjá hvað fram eigi að
koma«, og (bls. 100) þarsemhann er góðrar von-
ar um, að spádómr Grundtvigs um »ljósið frá
norðri« muni rætast á sér en ekki á Grundtvig.
En hafi það verið sagt um Grundtvig gamla, að
spásagnir hans sé ekki vanar að rætast, og að
getgátur lians reynist jafnan ósannar, þá ætlum
vér, að M. E. sé öllu síðr spámannlega vaxinn, að
minnsta kosti er það ekki vottr um sérlega spá-
mannlegt yfirlit yfir kirkjusöguna, að M. E. skuli
ekki hafa tekið eptir þeim mismun, sem er á sjálf-
um honum, og hinum miklu mönnum, sem kall-
aðir voru af guðlegri forsjón til að vera siðabót-
armenn; því mismunrinn er hér svo stórkostlegr,
að hann átti ekki að geta dulizt þeim manni, sem
talar um þekkíngu sína á kirkjusögunni, og það
hefði átti að vera óþarfi, að rifja upp fyrir hon-
um þenna mismun. Hinir miklu menn, sem
kirkjusagan kallar siðabótamenn, t. a. m. Lúter,
koma fram ekki í sínu eigin nafni heldr í guðs
nafni, þeir eru leiddir af anda sannleikans, og
brynjaðir með krapti trúarinnar, og byggja alla
kenníngu sína á guðsorði, á hinum helgu bókum
N. T. sem flytja hreinan lærdóm drottins sjálfs og
postula hans, og útbúnir þessu andlega sverði
guðsorðs gánga þeir í orustu við villuna og hé-
gómlega lærdóina mannanna. Yopn þeirra eru þá
ekki veik og vanmáttug vopn mannlegrar speki og
mannlegs hyggjuvits, þess vegna reynast þau líka
sigrsæl ekki aðeins til þess að eyða villunni og
uppræta illgresið, heldr og máttug til þess, að
endrfæða kirkjulífið með hreinni boðun guðsorða.
M. E. kemr þar á móti fram í fýtonsanda van-
trúarinnar, hann getr ekki fremr en aðrir trúar-
vínglsmenn aðgreint villuna frá sannleikanum, ó-
hreinar mannasetníngar frá hreinum guðslær-
dómi, hið helga frá liinu vanhelga ; þess vegna
ræðst hann í blindni sinni á sjálfa undirstöðu trú-
arinnar, hið upphaflega hreina og ómeingaða guðs
orð, þær bækur N. T. sem honum geðjast sízt að.
Hann kemr þá fram í sínu eigin nafni, það er:
ærðr og knúðr af hégómlegum draumórum, og
gengr áfram í jötunmóði holdlegs liyggjuvits, til
að berjast* fyrir Túalegustu hégiljum og auðvirði-
legum hugarburði sjálfs sín, en slík vopn reynast
veik og fánýt, af því það eru vopn vantrúarinnar,
°g slíkt verk verðr að engu, af því það í prófinu
reynist ekki annað en mannlegr heilaspuni. Ef
E. þekkti sjálfan sig vandlegar, og skyldi betr
kirkjusöguna en hann gjörir, þá efumst vér ekki
um, að hann myndi hafa minna álit á sjálfum sér
en koma fram með meiri liæversku og ekki láta
sér koma til hugar að tala um sjálfan sig á líkan
hátt og kirkjusagan minnist þeirra miklu manna,
sem drottinn hefir kjörið til verkfæra sinna til að
koma á siðabót.
Ekki er það heldr heppilegt, þegar M. E.
nefnir sitt nafn jafnframt Grundtvigs; því þó lángt
sé frá því, að oss geti komið tii hugar að telja
Grundtvig nálægt, því síðr í röð með siðabótar-
mönnum, þá er mismunrinn milli hans og M. E.
mikill. Fyrst og fremst að því er trúargrundvöll-
inn snerlir, kþá stendr Grundtvig á kristilegum
grundvelii, honum hefir aldrei komið til hugar að
neita grundvallarlærdómum kristilegrar trúar, læi'-
dóminum um þríeinan guð, um guðdóm Krists,
holdtekju guðs sonar, og friðþægjandi dauða Krists.
fessu öllu neitar M. E., hann neitar kristilegri
opinberun, byggir því alla kenníngu sína á ókristi-
le,gri undirstöðu, og stendr með annan fótinn rót-
fastr í gyðínglegum lögmálsanda, og með hinn í
heiðínglegri vantrú. þvínæst að því er snertii’
hugsunar- og andastefnu beggja, þá er Grundtvig
andríkr og hefir opið auga fyrir öllu þvi% sem
djúpt og^hájeitt er, eins í trúarefnum sem öðrum
og þó ljóáíeg tilfinníng og köst ímyndunaraílsins
hlaupi einatt í gönur með hið 'gamla danaskáld,
þó hann opt einblíni þannig á eitthvert eitt efni,
að hann missir sjónar á öðrum, þó hann sé sér-
vitr og sérlundaðr í ýmsum trúargreinum, þá missir
hann þó aldrei sjónar á grundvelli kristilegrar
trúar. J>ó honum sé ekki lagið að vera ijós í útlistun
sinni, leiðbeinandi né sannfærandi með röksemda-
færslu, þá verðr því þó ekki neitað, að honum er
veitt sú gáfa, að vera vekjandi, einkum fyrir þá,
sem tilfinningalífið ræðr meira hjá en skilníngs-
lífið, einsog reynslan hefir sýnt, að hann hefir
vakið sér ekki allfáa áhángendr bæði í Danmörku
og Noregi. J>essvegna hefir líka merkr danskr
rithöfundr hnyttilega kallað ávörp Grundtvigs
«lianagab> sem vekr við og við, þegar það lætr
til sín heyra, þá sem honuin eru lundiíkir. En
þegar M. E. galar, þá vaknar enginn, eða að
minnsta kosti hefir híngað til enginn vaknað, og
hefir hann þó látið til sín heyra við og við nú í
samíleytt 20 ár. J>etta hefir sína eðlilegu rót í
því, að M. E.. eptir því sem hann lýsir sér í rit-
um sínum, vantar undarlega auga fyrir það, sem
dýpst er og háleitast í trúnni, hann getr ekki
sjálfr hreifzt af því, og getr þvf ekki heldr haft
áhrif á aðra; guðfræðisstefna hans cr, að vértök-
um oss lians eigið orðatiltæki í munn, hið aum-