Þjóðólfur - 02.11.1865, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.11.1865, Blaðsíða 4
komið að vekja athygli landa sinna á flskiveiðun- um, til þess að afstýra því tjóni, sem oss er búið einnig í því atriði. Til þess að gefa mönnum hugmynd um fiskiveiðarnar, segir hann: »Eptir nákvæma ranrókn hygg eg, að fiski- menn vorir sé samtals 10,000 manna, en þó hafa reyndar % þeirra að eins meðfram atvinnu sína af fiskiveiðum. Ef vér nú setjum, að hver maðr af þessum 10,000 veiði fisk á ári hverju fyrir 200 rd. að meðaltali — en það er þó mjög lítið í lagt eptir reynd minni — þá afla fiskimenn vorir á hvprju ári þann fisk, að það nemr 2 mil- íónum ríkisdala. Tvær milíónir árlega svara til 40 milíóna höfuðstóls; en ef vér lítum í land- hagsskýrslur Danmerkr (statistisk Tabelværk), þá sjáum vér, að t. a. m. J3orgundarhólmr er talinn til 6051 »tunna hartkorns« (eptir gamla matinu). líríngkaupángs amt lil 18,333 t. Maribo-amt til 30,260 t., og ef vér setjum verð hverrar »hart- korns tunnu« til 2000 rd., þá verðr Borgundar- hólmr 12,102,000 rd. virði, Hríngkaupángs amt 36,660,000 rd. virði, Láland og Falstr til samans 61,240,000 rd. viröi«. nFiskveiðar konúngsríkisins (Danmerkr) eru þó, svo illa sem þeim er að dugað, meira verðar heldren allr Borgundar-hólmr og Hríngkaupángs amt til samans. Af þessu má sjá, að nokkrs virði eru fiskiveiðarnar, og að líkindurn er miklu meira í þær varið en almenníngr gjörir sér nokkra hug- mynd um; en hér er bæði að þessi auðsuppsretta er illa notuð, því að arðrinn af henni gæti verið lielmíngi meiri, ef vei væri stjórnað og þjóðin væri framkvæmdasöm, og svo er hitt, að hér liggr við sjálft að vér missum auðæfi þessi og eign vora, fyrir sakir hæglætis sjálfra vor en ofríkis annara, scm er engu hættu minna en herhlaup þjóðverja 'á oss, áðren Slésvík mistist. Eins og þjóðverjum hefir smátt og smátt tekizt, að eyða Dönskunni í Suðr- Slésvík og þannig ná undir sig öllu því skattlandi, eins hafa nú Svíar og að nokkru leyti fiskimenn frá Blankenese smásaman, en rneð kyrð og spekt, rýmt fiskimönnum vorum burt og það allvíða af fiskimiðum sjálfra vor. Og þegar þess er gætt, að sænskir fiskimenn hin síðustu árin hafa veitt síld Við »Grönsund» meir en nemr 40000 rd. á ári liverju, að þeir undir austr og norðrströnd Sjá- lands veiða meira en vorir fiskimenn, að Rábyggj- ar flæma síldarmenn vora af miðum bæði sunnan- vert í »Iíattegat» og umhverfis eyar vorar og strandir, svo að menn hitta einalt á fiskimannatorgi í Gauta- borg rniklu meiri fisk veiddan svo að segja upp í landsteinum Dana heldren undir landi á Svíþjóð, og að fiskimenn frá »Blankenese« sækja mest allan þann fisk, er þeir selja í Hamborg, upp undir Jótlands stendr vestanverðar, — þegar alls þessa er gætt, þá er víst ekki ofmikið ílagt þó allr sá fiskr sé metinn til 500,000 rd., sem aðrar þjóðir veiða á ári liverju við strendr vorar. En það er leigan af meira en 13 millíónum ríkisdala, en það sam- svarar aptr þeirri upphæð er vér áðr sögðum að Borgundarhólmr væri metinn til«. Eg fyrir mitt leyti held nú að andvirði þessara fiskiveiða sé mctið of lágt. Að því sem mér er kunnugt á vestrströnd Jótlands, er innlend fiski- veiði þar sár lítil og á opnum bátum, en þar á móti sækir þángað undir land fjöldi manna á þil- skipum frá öðrum löndum; þeir hafa ágæt skip tii þeirra veiða, frá 12—16 lesta að slærð, og á þessi skip er dreginn eins mikill fiskr á ári hverju, eins og herra A. Smidth gjörir ráð fyrir að veiddr sé allstaðar umhverfis Danmörku. þessi síðustu árin virðist reyndar svo, sem menn séu þó eitthvað farnir að vakna og snúa lniga sínum að innlend- um fiskiveiðum. þannig hafa menn sett Guano- verksmiðjti í Iíjerteminde, og heppnast allvel. Salt- fisksverzlun eru menn sumstaðar farnir að stunda, og sumstaðar er það í tilbúníngi. Ef vér líturn til Islands og Fœreya þá er á- standið þar enn þá lakara livað þetta efni^snertir. Af «Notice sur les péches du Danemarl{« eptir Irminger kammerherra, sjáum vör að árið 1822 hafi verið fiutt frá íslandi 5,504,000 pd. harðfisks og 6,500 tunnur lýsis; frá Færeyum 1,328000 pd. harðfisks. Eptir því sem segir í skýrslu um »verz- an á Islandi« hefir þaðan verið flutt til annara landa það hið sama ár jafnvel 6,684,160 pd. af harðfiski. En í skýrslu hinnar frakknesku stjórnar segir, að frakkneskir fiskiinenn liafi á 5 ára bilinu (1858 — 1862) við Terre neuve og ísland árlega aflað þorsk fyrir hérumbil 16 millíónir »Francs«. Eptir «Eevue maritime et coloniale« voru árið 1864 samtals 235 skip með 3,314 manns á fiski- veiðum umsverfis ísland. Af þessu má sjá að við þessar fjarlægu eyar er átumein þetta miklti verra, og hættan vofir þar enn þá ískyggilegri yfir heldren hér við strendr konúngsríkisins. þess vegna er það einkum, að eg hefi liaft augastað á íslandi, er eg býð mönnum að bind- ast samtökum, í þeim tilgángi að stofna danskt fisltiveiðafélag í stórum stýl. Á íslandi eru víða hafnir góðar í fjörðum, einkum vestan og norð- vestan á landinu, auðlegð mikil og margvísleg í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.