Þjóðólfur - 26.03.1866, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 26.03.1866, Blaðsíða 5
— 80 síðan kverksigann ásamt þönunnm eðr tánklinu burt úr síldinni, hvar við blóðið rennr út; en þó það sé ekki siðr í Noregi, þá segja Norðmenn það miklu betra, að taka kútmagann úr líka, á- samt kverksiganum og tanklinu, því við það geti saltið því betr verkað á síldina að innanverðu, og hún við það fái betri smekk; en þegar saltið verði að gánga gegnum roðið inn í flskinn, sé anðvitað að bæði þurfi meira af því, og að það verði ekki að eins góðum notum fyrir síldina («Norges Fiskerier« af 0. Löberg, Kristjanía 1864 bls. 51). |>egar búið er að slægja síldina, er hún tafarlaust söltuð niðr í tunnur, á þann hátt að hver ein síld er lögð við hliðina á annari í raðir; kviðrinn á síldinni látinn snúa upp, en hryggrinn niðr, og þrýst svo fast saman sem verðr, síðan er stráð dálitlu af salti yfir hverja röð, eðr hvert lag í tunnunni, og er þannig haldið áfram með hvert lagið af öðru, unz tunnan er orðin full. Norð- menn segja að í hverja tunnu fari vanalega kríng- um 4 hundruð tólfræð af meðal stórri vorsíld, og er vanal. að brúka í það hérumbil 2 skelfur af salti. Eptir að búið er að salta síld niðr í tunnr, eru þær (tunnurnar) látnar standa hreifíngarlausar í nokkra daga, sjatnar þá eða lækkar í þeim, eptir sem síldin pressasl, síðan eru þær fyltar aptr, og slegnar til og þannig geymdar, unz þær eru íluttar i það skip sem færir þær til annara landa, þá eru þær rannsakaðar síðast, og fyltar ef með þarf. í Skotlandi er það siðr, að aðskiija síldina eptir stærð í tunnurnar, og þvo hana vandlega úr hreinu vatni, áðr hún er söltuð niðri, og álíta Norðmenn, að þeirra aðferð se miklu betri en sín, þar sem engin aðgreiníng né þvottr á sild er tíðkaðr. í Norvegi er þessi verkunaraðferð brúkuð á allri þeirri síld, sein flutt er út úr landinu sein verzlunarvara; en þaraðauk tíðka bændr þar aðra verkunuraðferð, á þeirri síld, sem þeir ætla sjálf- um sér; það er reyhíng og vindþurkun. En Norðmenn segja sjálfir, að sú síld sem þannig sé verkuð í Norvegi, sé aldrei rélt góð á smekkinn, og geti ekki komizt í neinn sarnjöfnuð við þá, sem þannig sö verkuð í Hollandi og Englaudi, og kenna þeir því um, að sín aðferð við síldarreyk- ingu muni ekki vera hin sama og Holiendíngar tíðka; og kvarta þeir jafnframt yQr að þessir (níl. Hollendíngar) haft leynt svo aðferðinni til þessa, að þeir ekki hafa getað numið hana, (sjá Löberg lSTorges Fiskerier» bls. 65. og 66.) Deykitunnur álíta Norðinenn betri fyrir síld, en furutunnr, og segir í nýnefndri bók, bls. 56, að síld í beykitunnum sé í Björgvin borguð 24 sk. norskum meira, (fyrir hverja tunnu) en sé luin í furutunnum. J>að sem hér hefir verið sagt um síldarverk- un, viðkernr eiginlega þeirri síld, sem Norðmenn kalla «Vorsild». Hér að auk er öunur síldartegund veidd og verluið í Norvegi, það er hin svo nefnda, sumar- síld eðr feitsíld. |>essi síld þykir þeim varasam- ari í verkun og meðförum, vegna þess að húu sé fljótari að spillast, hvað lítið sem út af beri; þó gefa þeir ekki aðrar reglur fyrir verkun henn- ar og söltnn, en þær sem áðr er getið um við vorsíldarverkunina; einúngis er það tekið frain sem afbrugðið, að þeir vilja láta salta sumarsíld- ina niðr í lnrkitunnr, en ætla þó sama mælir af salti í hverja tunnu (níl. 2 skffr). þeir hafa og reynt að reykja liana, og segja það hafa gefizt vel við þá sild, sem aflast snemma á sumrin, eðr seint á haustin, en minna halcla þeir af reykíngu á þeirri, sem aflast miðsumars, vegna þess hún sé of feit; (sjá »Norges Fiskeriern bls. 92—93). Vel getr það satt verið, að nauðsynlegra hefði verið fyrir oss, að segja frá hvernig setja ætti pottinn á hlóðir, en að sýna mynd hans. f>ó halda stimir landarokkar, að þarflegast hefði verið, að taka sterklega vara fyrir að hita pottinn um of, þar tafsamt getr orðið að fá slíka potta bœtta, ef bila, sem vel getr komið fyrir við ofsterkan hita. Vér (myndum oss að flestir sem einhverntímahafa brætt lifr, kunni að setja pott á hlóðir, en bæði lil þess að pottrinn njóti liitans sem bezt, og til eldiviðar- drýginda, er það ómissandi að múra pottinn inn með kalki og múrsteinum; og flestir munu skilja — af því talað er um að ekki megi koma vatn í lifrina — að pottrinn verðr að vera inni í húsi, sem hefir reykháf eðr stormp, en ekki undir beru lopti. það megum vér játa, að ílátin undir lýsið, gleymdist oss að nefna, og er það fljótt sagt, að lil þess verðr að brúka annaðhvort blikk- eðrgler- ílát, en vilji menn brúka tunnur, (úr tré), þá verða þær að vera alveg nýar, og ekkert látið á þær áðr, — sízt spiritus -- einnig eiga þær að vera beygðar við vatnsgufu, en ekki eldshita, en þó er má ske bezt að þær væri blikk-klæddar að inn- anverðu. Vér mintumst í skýrslu okkar á íshúsinu, sem oss voru sögð hentug til að geyma beilu i, en gleymdum að geta þess, hvernig Norðmenu sögðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.