Þjóðólfur - 02.08.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.08.1866, Blaðsíða 2
14 2 — því þó mikið sé að orðið, sér þó ekki enn fyrir endann. þann 14. fyrra mánaðar voru greidd at- kvæði á bandaþíngi í Frankfurt og gegn l’reuss- en; það þíng var að eins konúnga-og sendiherra- þíng, en ekki þjóðþíng þýzkalands. Austurríki bar þar ægisbjálm yfir hinum litlu furstum og kon- úngum, sem flestir flýðu undir þess vængi. Að eins sum smáríki, sem voru í greipum Prússa á Norðr-þýzkalandi, gáfu atkvæði með þeim, en hinir i einu hljóði eptir óskum Austrríkis sam- þyktu að bjóða út bandahernum á móti Preussen. Prússa sendiboði á þínginu sagði sig þá úr þíngi og lögum í Frankfurt, og nokkrir binir smærri með þeim. Aðr höfðu þeir boðið til almenns fundar um allt þýzkaland til að semja ný bandalög og nýa herstjórn, svo að Preussen ráði yfir öllum her Norðr-þýzkalands, Baiern yfir Suðr-þýzkalandi og Austrríki yfir sínum hlut. Að norðan liafði Austrríki dregið saman her í Böhmen og að sunnan í Ítalíu móti ítölum, bandamönnum Prússa. Allir hugðu að þeir mundi skamma stund verða höggi fegnir. En hugr ræðr hálfum sigri, og sannaðist það í þessu. I>ann 11. Júní (?) fóru Prússar suðr í Hol- stein úr Slesvík, en hinn lilli riðull Austrríkis- manna fór undan suðr til Ilannover. Var svo til ætlað, að biðlokin yrði meiri og þeir skyldi sam- eina sig her IJannovers, og síðan her sunnan af þýzkalandi. 14. urðu þíngslitin í Frankfurt. Næsta dag eða samdægris boðaði Prússakonúngr Hanno- ver og Sachsen að gánga í silt lið, sem hinir neituðu. Næsta dag byrjaði bernaðr af hendi Prússa óðar en hina varði, og á 7 dögum höfðu þeir orustulaust farið yfir allt Norðr-þýzkaland, suðr undir ána Main, Sachsen, Ilannover, Hessen o. s. frv. Preussen, segja menn, er í lögun eins og örn, sem beinir fluginu, samsett af hernaði og ránum fyrri alda, eins og fleiri ríki eru. Friðrik mikli setti á stjelið (Slesiu) og hægra vænginn (Polen). En sá var gallinn, að hinn vinstri vængr var fráskila (Hannovcr og Hessen voru milli) og höfuð vantaði, en það eru Elfarhertogadæmin, sem Prússar hafa lengi vakað yfir að taka frá Dönum, eins og örn yfir laxi á árbakka og tókst loks fyrir tveim árum, en þó ekki til fullrar eignar enn. Nú ætla þeir að bæta þessi lýti á ummerkjum ríkis síns og þarmeð vinna forsæli á þýzkalandi' öllu. Degi síðar þann 15. eða 16. f. m. fóru þeir með her á þrem stöðum inn í Sachsen, en það riki er eins og þríhyrníngr við útjaðar Preusens milli þess og liöhmen. Eins og Friðrik mikli í sinni tíð fyrir 110 árum, urðu þeir fyrri til taks og tóku Leipzig og Dresden og allt Sachsen við- stöðulaust, en konúngr Sachsens flýði inn í Böhmen með her sinn. Samdægris fór annar her Prússa vestan úr Weslfalen, kvíaði hinn blinda konúng af Hannover frá að komast suðr tók lönd hans á fám dögum, en her bans og hann sjálfr gafst upp eptir fáa daga og litla og skamma vörn. Iíjör- furstinn af Ilessen var tekinn fastr heima og hans lönd og urðu þegnar hans því fegnir. þannig höfðu Prússar á þeim dögum unnið öll þessi lönd og þar með allar þær járnbrautir sem þar eru. Héldu menn að þeir mundi nú láta þar staðar nema og bíða átekta, og sögðu allir að nú væri fremr sókn en vörn. Megin ber sinn höfðu þeir nú í Slesíu, annan í Sachsen (Dresden) og höfðu þá járnbraut, sem þar er á milii, og þriðja en minnsta herinn vestr frá. Fyrir Slesíuhernum var prinz Friðrik Vilhjálmr krónprinz, fyrir hernum í Sachen prinz Iíarl bræðrúngr hans. í Böhmen var megin her Austrríkis, og fyrir honurn Bene- dek hershöfðíngi ungverskr. Iler hans var met- inn um 250,000 manns, og Slesíu og Saxaher Prússa til samans viðlíka; hér varð því von að verða mundi mikill herbrestr, þegar þessu lenti saman. Suðr á Ítalíu var Victor Emanuel banda- maðr l’rússa. Ilann réðst á Austrríkismenn þann 24. á afmælisdag orustunnar við Solferinó 1859; en hann lagði hönd sína í úlfsgin, að ráðast á hinn ósigraða Virkis- Ferhyrníng. Eptir harða daglánga örustu og góða vörn beið liann mann- tjón og ósigr og varð að hörfa til sama lands, og fara aptr yfir ána Mincio. Iléldu menn nú að Prússar mundi fara sömu sigrförina. Böhmen er eins og tigull í togum milli Slesíu og Sachsen og fjöll og hálsar á báðar hliðar; héldu menn að Prússar mundi ekki voga gegnum þessi fjallaskörð inn í fjandmannaland með tvideildum her á móti óvígum her vígkænum með hershöfðíngja, er allir treystu. En þann 23. hófu Prússar þessa hergöngu sína, sem í 10 samfleytta daga var ein sigrför. Báð- urn herdeildum var ætlað að mætast í miðri Böh- men og sameina þar her sinn. Eptir margar minni orustur við Nachod, Trautenau, o. s. frv. og í hverri þeirra höfðu Prússar sigr. Vanst þeim að sameina herina báða, og binn 3. þ. mán. varð höfuð orustan, sem að mannasjón hefir skipt ríkj- um og hamíngju á þýzkalandi, við lítinn bæ, sem kallaðr er Sadowa nálægt Kongrázt; þessi orusta er hin mesta, sem háð hefir verið á þessari öld,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.