Þjóðólfur - 02.08.1866, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.08.1866, Blaðsíða 3
143 — og hefir hún þó”engin friðaröld verið — önnur en orustan við Leipzig. far kom saman naerfellt hálf millíón manna og hérumbil 1500 fallbyssur, meginher tveggja þjóðríkja, sem hvort um sig tefldi um líf sitt. J>að er sagt, að þessi fundr hafi verið eins stórkostlegr og sá við Leipzig og eins sviplegr og við Waterloo. lierinn frá Sachsen réðst með morgnnsárinu á meginher Austrrikis, en Benedek hafði sjálfr kosið sér vígvöll, þar sem illt var að sœkja. Krónprinzinn með Slesíuherinn var lángt í burtu. Framan af deginum fram til miðs vegnaði Prússum miðr; þeir unnu ekki á, en her þeirra hrundi niðr fyrir skotum hinna, en í það mund kom austan herinn (frá Slesíu) að, og réðst á hinn fylkíngararminn Austrríkismanna; snéri þá mannfallið á þá, og loksins brast fullr flótti. Orustan stóð fallar 12 stundir milli Ijósa. Prússar tóku um 20,000 fánga ósærða og nærfellt 180 fall- byssur; á vígvellinum voru hrannir af dauðum mönnnm og sárum. J>ar sem slétt var, var sagt, að væri 4 eða 5 dauðir Austrríkismenn um einn Prússa, og veldr því að Prússar hafa einirbyssur, sem eru hlaðnar að aptan, og sem má skjóta með 5 skot eðr 6 meðan aðrir skjóta eitt og sem þeir kalla eldnálabyssur; flóttinn liefir hörfað snðr og austr til Briinn og Olmfdz og Prússar á eptir. Daginn eprir afsalaði keisarinn I’ranz Jóseph sér Venedig og í hendr Napoleon keisara skilmálalaust. Ítalía er því nú frjáls að orði kveðnu en lands- menn þar og konúngr þeirra hafa neitað þeim kostum, að þiggja það af Frökkum, líklega með nokkrum meinkostum; sögðust og vera heitbundnir að láta gánga eitt yfir sig og Prússa. Friðar- samníngnum er því nú slifið. Austrríki smádregr her sinn að sunnan til að fylla skarðið í Böhmen, en Ítalíumenn sækja eptir. Er á hverri stundu orustu von þaðan aptr. Sumir halda að Frakkland snúist í leikinn, og verðr því við nýan að eiga. Prússaher er nú kominn suðr og austr úr Böhmen. Geti ekki hinir reist þar rönd við þeim, þá er gatan opin til Vínar. þetta frétlist innan fárra daga. Eg vona að hamíngan haldi hönd sinni yfir þessari eyu og svo þeirri, sem yðar lesendr eru á, og að þetla nái aldrei þángað. Hér eru menn sem betr fer, eindregnir að hlutast ekki í mál manna á meginlandinu, hvorki með né mót. Vorið hefir verið hér kalt, en nú mestu hit- ar; hér hafa á nóttunni verið þrumur og eldíngar eins og drottinn sé reiðr yfir öllum þeim ósköp- uin sem áganga. Daginn, sem orustan var við Sadowa, dundi regnið að sögn yfir þenna mann- drápsher, en án þess að kæla blóð þeirra. Ilér hefir verið mannfagnaðr. Drottníngin gipti þriðju dóttur sína um daginn prinzessu Hel- enu prinz Kristjáni af Augustenborg. Meiri gleði var þó á fólki hér við giptingu prinzessu Mary af Cambridge, sem er bræðrúnga drottníngarinnar, og átti hún þýzkan úngan prinz að nafni Tuk. Svo eg ekki standi mönnum fyrir svefni með mín- um ófriðarsögum, enda eg á þessum giptíngar- sögum, sem standa eins og smástjörnur í skýjarofi L 11 Frá frettaritara vorum í Kaupmannahöfn, dags. 18. Júlí 1866. Eg er liáifhræddr um að fréttapistillinn verði nokkuð magr, þótt eigi sé því um að kenna, að líðindalaust sé, því þau eru bæði mörg og mikil. Eins og allir muna, var ekki sem bezt samkomulag þeirra bandamanna Austrríkis og Prússa um sameignina á hertogadæmunnm Slésvík og Holsetalandi; til þess að forðast misklíðir, komu þeir sér þá saman um, að sínu skyldi ráða hvor þeirra, að óskerð- um sameignarrétti beggja. Hlutu þá Prússar Slés- vík, en Austrríkismenn Holsetaland. Prússar létu nú að sögn Slesvíkínga finna til þess að þeim væri hollast að hugsa um það eitt, að verða trúir og dyggir þegnar Prússakonúngs. Austrríkismenn aptr voru í Holsetalaudi mjúklyndir við uudirróðr Agústenborgar og hans tlokksmanna, þóttust unna landsmönnum alls frelsis, og þótt Prússar bæði þá um, að ala ekki upp ósómann í þeim óaldarílokki, þá sintu Austrríkismenn því eigi; og til þess að sýna sem Ijósasta alúðarást þá, er þeir hefði við frelsi Holseta, þáboðuðu þeir þááþíngtil Itzeho, til þess að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. þetta þókti Prússum sem vorkunn er, óþarfi, og kváðust eigi mundu þola slik ólög; fóru tueð her- flokk, er legið hafði í Slésvík suðr á Ilolsetaland, en Austrríkismenn höfðu eigi liðsafla við þeim og hrukku undan og gjörsamlega úr landinu; varð því ekkert úr þínginu ; Austrríkismenn foru nú og kærðu þennan ójöfnuð fyrir bandaþínginu í Frank- furt, sem miðla á málum milli Bandaríkjanna. Átti nú sambandsþíngið að skera úr því, hvort Prússar hefði til slíks unnið, að þörf væri að yeita þeim I) I Lundúnafréttunum dags. 21. Apr. í þ. á. pjófcólll 7. Maí þ. á. heör misprentast: bls 108. 2. dálk 12. línu at) neíon: Georg (þrit>i) los Georg fjórtii. BJs. 109, 2. d. 9. 1. !ít netan: venjulegri stundu lee ú- vonjul. stnndu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.