Þjóðólfur - 25.10.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.10.1866, Blaðsíða 4
— 188 íitlendar þjóðir að borða það ? Menn hlaupa i dalatalið og láta það btekkja sig. Drottinn heflr lagað svo land vort, að það er yflr höfuð að tala vel fallið til sauðfjárræktar, ef vér kynnim með að fara; hann heflr með því séð oss fyrir beztu fæðu og hlýum og góðum fatnaði. En í stað þess að nota oss þetta eins og hann heflr tilætlaszt, fleyum vér því frá oss einatt í hugsunarleysi. Fyrir þessa ágætu gjöf forsjónarinnar taka menn nú allrahanda glíngr og óþarfa í krambúðum kaup- manna, eða það sem verra er, áfenga drykki og allskonar óhófs- og munaðarvöru; í slað þess að húa sér til hlý og skjól'góð föt úr sauðarullinni, eru menn að rænast eptir ónýtu og haldlausu klæði í búðunum, því að það er svo fínt og fallegt að vera í klæðistreyu, gánga svo skjálfandi og nötrandi í fyrstu frostum, og verða, ef lil vill, úti hálfnaktir í einhverju hretinu. Til þess að geta selt sem flest fé'og lagt sem flest inní kaupstað- inn, reyna inenn til að eiga sem flest og hlevpa sem flestu upp og setja það svo eínatt á tóman útigánginn, af því að þá vantar hey fyrir allarsín- ar mörgu sauðkindr. Og liver verðr afleiðíngin? þegar harðnar í ári og tekr fyrir jörð, þola menn ekki mánaðarskorpu, verða heylausir fyrir allar skepnur enda kýrnar; skepnurnar dragast fram hálfdauðar og verða gagnslausar, eða þær drepast í hor og eigendrnir með hyski sínu svelta heilu húngri, í stað þess að þessir menn gæti lifað sældarlífi ef þeir tímdi að skera nóg á hauslin til vetrarforða fyrir sig og heimili sitt, ælti ekki fleira sauðfé en þeir sjá sérfært og kostuðu kapps um að hafa það í góðu standi. Með þessu ráð- lagi veikist og spillist fjárkynið, og tvær af þess- um aptrkreistu skepnum verða ekki ígildi einnar, ef farið væri vel með hana. þó eg nú raunar ekki búist við, að mikið komi útaf þessum áminníngarorðum mínum,kunna þau þó að vekja einhvers eptirtekt, og þótt það væri ekki nema einhvers eins, þæktist eg góðu hættr. DÓMR YFIRDÓMSINS i sölíinni, gegn Jóni Jónssyni á Kórekstöðum í Norðrmúlasýslu (fyrir fölsun). Kveíítiin upp 12. Oktbr. 1865. »það er í því máli, sem hér liggr fyrir, og dómr er genginn í við Norðrmúlasýslu aukahér- aðsrétt þann 12. Jan. þ. á., upplýst og viðrkent, af hinum ákærða Jóni Jónssyni á Kórekstöðum, að hann í viðskiptabók sinni við verzlunarfulllrúa Thomsen á Fjarðaröldú hafl breytt upphæðinni á ullarvigt þeirri, sem hann lagði inn hjá téðum verzlunarmanni, og sem í viðskiptabókinni var talin 2 Ipnd. 1 pund af hvitri ullu, í 2 Ipnd. 9 pund, og að hann samkvæmt þessari síðasttöldu upphæð hafl heimtað sér borgað andvirði ullarinnar, sem með þessum hætti var orðið B rd. 32 sk. meira«. »Fyrir þetta afbrot er hinn ákærði við hér- aðsréttinn dæmdr í 20 vandarhagga refsíngu, og hefir hann áfrýað dóminum*. »Ákærði hefir nú skýrtfrá og borið það stöð- ugt fyrir sig að ullin hafl vegið heima hjá sér, áðr en hann fór af stað með hana í kaupstaðinn, 2 Ipnd. 9 pnd., eða eins og hann breytti vigtinni í viðskiptabókinni, og eitt vitni, sem viðstatt var, þegar ullin var vegin heima á Kórekstöðum heflr borið, að ullin hafl, eptir því, sem hanu bezt geti munað, vegið 2 lpnd. 9 pnd., og 2 vitnin hafa heyrt ákærða segja, áðr en ullin fór á stað, að hún hafi verið 2 Ipnd. 9 pnd. að vigt«. »það virðistnú ekki nægástæða til,að kasta þessari skýrslu hins ákærða, því þó hanii, sem er lýst sem mjög einföldum manni, ekki strax og búið var að leggja ullina inn, gæti um það við kaupmanninn, að ullin hafi vegizt minna en hann hefði getað ætlazt til, þá getr þetta hafa orðið af því, að hann ekki strax hafi veitt mismuninurn á ullarvigtinni eptirtekt eða ekki fyrri en heima hjá sér, og þá kveðst hann og svo hafa sagt kaupmanninum frá því. þegar þessi skoðun á málavöxtum, sem mikl- ar líkur hafa við að styðjast, er lögð til grundvall- ar, verðr verknaðr ákærða ekki annað en tilraun til að fá þá uppbót, sem hann áleit sér bera hjá verzlunarfulltrúa fyrir ulliua eptir þeirri vigt sem hún hafði heima lijá honum, eða eins og hann sjálfr orðar það, haun vildi með því, að breyta ullarvigtinni í bókinni ná upp þeirri vigt, sem hann hélt að ullin hefði haft heima hjá sér, og þannig laut tölubreytíngin í bókinni eptir skýrslu hins ákærða, ekki að því, að ná undir sig borg- un, sem honum ekki bar eða þótti sér bera, en þar af leiðir aptr, að brot hans verðr ekki, eins og undirdómarinn IiVfir gjört, heimfært undir 64. gr. í tilsk. 11. Apr. 1840 heldr ber þetta brot ákærða að dæma eptir álitum, og með sérlegri hliðsjón af grundvallarreglum téðrar tilsk. 50. gr. og virðist þeim samkvæmt hæfilegt, að ákærði sé látin sæta fjársekt, sem hæfilega virðist metin til 8 rd. til hlutaðeigandi fátækrasjóðs«. »IIvað málskostnað í héraði snertir, ber und- irréttarins dóm að staðfesta, hvar að auki ákærða j

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.