Þjóðólfur - 13.11.1866, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.11.1866, Blaðsíða 3
trúaða í lífl og dauða. f>að sæti illa á oss íslend- íngum, að iílilsvirða þau dýrmætu andlegu auðæfi vor eða hlaupa eptir hverjum kenníngarþyt, hlaupa eptir þeim fráviltu sauðum, þeim einslöku van- trúarröddum, sem láta til sín hevra og vilja tæla oss af hinum rétta trúarvegi. En því fer betr, guði sé lof, að kristileg trú er svo djúpt gróðr- sett hjá oss, að illgresissæði vantrúarinnar getrhjá fæstum kippt úr henni vexti. J>að eru ekki aðrir en alvörnlausir og léttúðarfullir menn, eða þeir, sem sljófgað hafa trú sína með löstum, sem gefa slíkurn villiröddum gaum. f>ó geta vantrúarritin vakið hneyxli hjá oss; þau gjöra hina trúarveiku enn meir reykandi í trú sinni, hina skeytíngar- litlu, enn skeytíngarminni, og sannast það opt á slíkum mönnum, að »fýsir eyrun illt að heyra«. f>að væri sorglegr vottr um spillíngu þjóðernis vors ef vér ga»tum lítið eða ekkert gott numið af öðr- um þjóðum, en tækjum eptir þeim hitt, sem illt er, og það er illa gjört af blaðamönnum vorum, að Ijá sig til að úlbreiða vnntrú meðal landa sinna; þeir vinna meira illt með því, en þeir sjálfir hugsa og það lýsir andlegri fátækt að hafa ekkert betra uð bjóða lesendum sínum ; a'tlunarverk dagblað- anna er þó að fræða og gagna, en ekki að blekkja °g skaða. J>etta er nú ekki talað til þín, þjóðólfr minn, því að þú átt það hrós með réttu, að þú hefir tekið málslað trúarinnar og varað lesendr þína við villu og vantrúarkenníngum, einkanlega landa vors M. Eiríkssonar, án þess þú hafir nokkru sinni haft ótilhlýðileg orð um höfundinn sjálfan. En það getr verið talað til Norðanfara, sem alltaf tekr upp greinir ýmist frá þessum vantrúar kenni- manni, ýmist frá öðrum um hann, hlynnandi að sömu vantrúarstefnu, og verðr Norðanfara í þessu efni ekki sagt annað til málhóta en það, að hann líklega tekr allt og veit ekki, hvað hann gjörir. það er eins og það sé óvenjulega merkilegt, þó einhver ómerkilegr og trúarlaus maðr á þýzkalandi, þessari gróðrarstýju vantrúarinnar, hrósi vantrúar- ritum ðf. E. f>etta sannar ekkert nema það, að hvað elskar sér líkt; og þó einhverjir úngir ls- lendíngar í Kaupmannaliöfn virðíst halda taum M. E., þá mun það ekki koma til af því, að þeir hafi • íka skoðun og hann í trúarefnum, heldr af því að þeim hefir þókt honum misboðið í orðum. f>að sæist bezt, hvernig barnauppfræðíng vor yrði, ef vér létum þau læra vantrúarrit M. E. í staðin fyr- ir ltalles eða Dalslevs barnalærdómsbók, það sæist þá bezt, hvort yrði happadrjúgara og heillaríkara fyrir þeirra ókomnu æfi, hvort hefði meiri krapt í sér til að halda þeim við dygð og guðsótta, og til að halda þeim frá löstum og ódygðum. En það er von og vissa fyrir því, að kristileg trú muni búa hér í landi með sinni fullu blessun meðan það byggist, og með þeirri von og vissu viljum vér leiða börn vor til Krists og kenna þeim að lifa og deya í trúnni á hann og í hans nafni. UM LÆKNÍNGAR MEÐ MJÓLK (Mœlhehuren). Á meðan læknahjálpin er svo ónóg fyrir landa mína sem mi er hún, finst mér það geti verið þarflegt að almenníngi berist við og við bendíngar um hin helztu einföldu læknismeðöl og meðhöndlun þeirra í ýmsum sjúkdórnum. f>að hefir allt frá aldaöðli verið merki hinna mestu og beztu lækna, að þeir bafa kunnað svo vel að beita einföldum ráðum og meðölum. f>að er sagt urn Hippokrates, er margir með réttu kalla föðr læknisl'ræðinnar, að lrann læknaði alla sjúk- dóma með frumefnum (Elementerne), og kunni svo vel að beita hita, kulda, vatni og lopti, að furða þótti lrvað honum gat áunnizt með þeim. Ilómverskr læknir Antonius Musa að nafni, varð víðfrægr fyrir vatnslækníngar sínar; því þegar hinir nafnkunnustu rómversku læknarar voru orðnir upp- gefnir að lækna Augustus keisara, læknaði Anto- nius Musa hann á stuttum tíma með köldu vatni. Vatnskúrinn gleymdist samt sem áðr, og mátti hörfa til baka fyrir hégiljum og hjátrúarfullum meðalatilbúníngi, unzhannaptr við einstaka merk- islækna á fyrri öld, Eloger og Sigmund Hahn, og nú seinast á þessari öld Priestnizs komst í það lag, að honum mun aldrei héðanaf verða útrýmt úr læknisfræðinni. Lœknisfrœðin ætti og minst að gleyma honum, því það var einmitt Antonius Musa eptir að hann afAugustusi keisara var gjörðr að rómverkum eðalmanni, er hóf læknisfræðina til vegsemdar og metorða í hinu volduga Rómaveldi. f>ó nú lækningar með mjólk sé að vísu nokk- uð ýngri en vatnslækníngarnar, þá finna menn þó, að Hippokrates gamla hafa eigi verið þær ókunn- ar, þvi hann réði til að lækna lúngnaveiki með ösnumjólk, samt gigt og mjaðmarverk með kúa- mjólk, saml ýmsa kvennfólkssjukdóma, en til að gjöra mjólkina hægri til meltíngar, réði hann til að blanda hana með uppsprettuvatni og kallaði þá samblöndun vatnsmjólk (Hydrogala«). Læknirinn Aretœus sem lifði á fyrstu ökl eptir Ivrist og er nafnfrægr í læknasögunni fyrir hans mörgu og góðu læknarit, sagði, að brjóstveikir sjúklíngar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.