Þjóðólfur - 13.11.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.11.1866, Blaðsíða 4
— 12 hefði bezt af að lifa á eintómri mjólk. Eptir þessa menn voru ýmsir aðrir merkislæknar, t. a. m. Galenus, Rhazei, og fleiri, er tala um lækn- íngar með mjólk, og merkislæknirinn Hoffmann, er fyrstur fann Hofmansdropana, hefir sam- ansafnað ýmsum stöðnm úr hinum eldri lækna- ritum, sem sýna, að þessi læknismátí hefir verið útbreiddr víða um norðrálfuna. það er gagn merkilegt að þessar skoðanir hinna gömlu merk- islækna um mjólkr- og vatnslækníngar liafa á sinn hátt og svo náð til íslands, og þar af kemr án efa sú trú, sem ennþá eymir eptir af um verk- un kapla og geitamjólkr í ýmsum sjúkdómum, eins og á hinn bóginn trúin á lækniskrapti ýmsra brunna og linda t. a. m. Gvendarbrunna eru auð- sjáanlega leifar af gömlum vatnslækníngum, en allt þetta hefir á miðöldunum og jafnvel lengi eptir það verið kæft niðr með margvíslegri hjátrú og bábiljum sem almenníngr, því miðr, allt of mikið hefir látið sig tæla af. það er eins og það hafi verið og sé jafnvel énnþá rótgróin trú hjá mörg- um meðal almenníngs, bæði hér og erlendis, að lækníngar sjúkdóma eigi að ske við nokkurskonar kraptaverk sem liggi í þeim eða þeim hlutum og meðölum. það eru nú auðsjáanlega leifar af kraptaverka og galdratrúnni sem almenníngi hefir allt of mjög verið innrælt og er orðin líka inn- gróin honurn bæði hér og í öðrurn iöndum. þetta kemr allt af vanþekkíngu á náttúrunni og hennar kröptum, sem er ennþá svo mikil, jafnvel þarsem upplýsíngin er í framförum, að furðtt gegnir. Læknisfræðin hefir um allan heim lengi átt að berjast við þessa hjátrú og er hún ennþá jafnvel fundin meðal læknanna sjálfra, læknisfræðinni til mikillar fyrirstöðu og almenníngi til hins mesta ógagns. þegar vatnslækníngarnar á þessari öld fóru að lifna upp, og merm fóru að byggja nálægt góðum uppsreftum miklar stofnanir til þess að nota þær, þá komust mjólkrlækníngarnar aptr í gildi sitt, og uppóx með nýurn krapti, og þannig finnast nú á þýzkalandi og víðar stofnanir og spítalar fyrir mjólkrlækníngar (Mælkekur Anstalter) sem optast eru bygðir á þeim stöðum, hvar liaglendið er sem bezt, loptið sem léttast og hreinast, og náttúran sem fegrst. Margar þúsundir veikra læknast ár- lega meira og minna á þessum stofnunum, en margir verða þar alheilir heilsu sinnar og eru þær því, með heilsubrunnunum (Badekurene) taldar einir hinir stærstu spítalar er nú finnast í heiminum. En eins og vatnslækníngarnar hafa á 'seinni tímum mætt miklum viðgángi, og nærfelt allir hin- ir helztu læknar um norðurálfuna telja þær nú með þeim happadrjúgustu lækningum, þannig hafa lækningar með mjólk (Mælkekuren) og svo fengið sína talsmenn, á meðal þessara vil eg nefna Dr. Karel líflækni Rússakeisara gamlan lækni í miklu áliti. Ititgjörð læknis þessa um mjólkurlækning- arnar var nú á áliðnu sumri snúið afDr. Carrich, og fanst prentuð í stóru skozku tímariti (Edinburgh Medical Journal) fyrir Ágústmánuð. Dr. Karel hefir epfir því er sjá má, gjört sér mikið far um að halda fram mjólkrlækníngunum og fengið til þess í fylgi með sér marga nafnfræga lækna, þar á meðal professor Felix Niemeyer aðalkennara í læknisfræði við háskólann í Tubingen. þessi síð- astnefndi læknir er i miklu áliti bæði í Danmörku og um öll norðurlönd, og mun lækníngabók hans nú um stundir vera hvað mest lesin af latknum um norðurlönd, enda hefir hún verið prentuð 6 sinnum á 7 árum. Auk þessara hefir Dr. Cham- bers, liflæknir enska kronprinsins, gamall spítala- læknir og í miklu áliti í Lundúnaborg, ritað lítið eitt um vatns- og mjólkrlækníngar íbók sinni »tim lífsins endrnýungu«, og með býsna bitrum orðmn tekið það fram, hversu frábært það sé þegarlækn- ar gefi slíkum lækníngum engan gaum heldr hlaupi yfir þær á hundavaði, og kalli þær kák eitt, en hafi þó annars nægar bábiljur um ýmsar meðala- verkanír sem engri átt nái. því verðr ómögulega neitað, áð mikið rugl og hjátrú á sér enn þá stað, eigi alleina meðal almennings, heldr og jafnvel meðal sumra lækna, um ýmsa sjúkdóma og meðferð þeirra, en eitt verða flestir þó að fallast á og það er þetta, að eigi dugi að láta líkamann falla og hrynja niðr eins og gamalt forsómað hús, meðan auðið er að halda honum við, en íhugi menn þetta vandlega í öllum þess afleiðíngtim, þá fer nú haldavatnið og mjólkin að komast í býsna liáan sess, því eins og það nú, meðal efnafræðínga er sýnt og sann- að, að nærfellt 70 partar líkamans, eptir vigt, eru tómt vatn, þannig eru nú allir samdóma um það, að mjólkin innibindi í sér öll þau næríngarefni, er líkaminn þarf til að þroskast og viðhaldast. Af þessu má nú sjá, að þar sem þarf að næra lík- amann á hagkvæman og óbrotinn liátt, þá er hreint vatn og rnjólk ómissandi til þess, og geta þess vegna, réttilega um hönd höfð, orðið að hinum mestu notum. L I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.