Þjóðólfur - 20.12.1866, Page 7
39 —
úrskarandi, og sem dæmi þess má telja það, að
engi dómr hans mun hafa vcrið rekinn fyrir æðri
dómstólurn. Smiðr var hann ágætr og mjög lag-
inn i hvívetna, eins og hann að líkamsburðum var
fremr en flestir vissu, því fáa hygg eg hafa til
hlítar vitað afl hans. Ilann tiafði mikla og göf-
uga sál og sýndi hann það með því, hvernig hon-
um fórst við ættmenn sína, þar sem hann fyrst
annaðist móðr sína veika til hennar dánadægrs,
um 20 ár, og síðan bróður sinn (Lárus) farlama í
40 ár, bæði hjá öðrum með ærna meðgjöf og síð-
an hjá sjálfum sér, og auk þessa mannaði son
hans. Einnig var hann, meðan kraptar entust,
öruggr styrktarmaðr barna og barnabarna, og því
er hann nú harmdauði mörgum og minníng hans
varðveitist í blessun hjá eptir þreyandi ástvin-
um«.
Vér skulum leyfa oss að tengja hér við fá-
einum sérstaklegum athugasemdum. Pétr sál. Otte-
sen hafði Mýra sýslu eigi að léni, eins og er og
hefir verið um allar sýslur á landi hér nema Gull-
bríngusýslu og Vestmannaeyjasýslu, og hefir það
fyrirkomulag haldizt í þeim 2 sýslum af því að
meiri hluti jarðeignanna í báðum sýslunum voru
konúngseignir sem þá var kallað, — heldr hafði
hann Mýra og Ilnappadalssýslu eðr allar hinar
vanalegu sýslutekjur í u m b o ð i og að eins */»
þeirra í embættis og umboðslaun. — Um þau ár er
hann sagði af sér sýslunni, var það að vísu al-
gengt á landi hér, að uppgjafar sýslumenn fengi
að eins 50 rd. til eptirlauna, nú fá þeir alment
700—1200 rd. lil eptirlauna, en sérstaklegt er það,
að hann skyldi mega búa við svo rýr og ónóg
eptirlaun í samtals 38 ár án neinna umbóta, en
reyndar vita menn eigi til að hann færi þess á
leit eptir 1850, er flestir uppgjafar embættismenn
hinnar veraldlegu stéttar, er þess leituðu, fengu meiri
og minni umbót á eptirlaunakjörum sínum.— það
má svo að orði kveða, að »lángspils«-hljóðfærið
og mæturnar og kunnáttan að leika á það hljóð-
færi endrfæddist og endrskapaðist fyrir hagleik og
snilli Pétrs Ottesens; hann smíðaði þau með nýu
lagi er miklu betr var lagað til hljómfegrðar heldr
en hin eldri, og skipaði nótunum eptir réttum og
áreiðanlegum »scala», en í því var öllum hinnm
eldri lángspilum næsta ábótavant svo að bæði voru
þau »fölsk» og hjáróma; hann lék og sjálfr á
lángspil manna liprast, og gætti þess ótrúlega lítt
hjá honum, sem er mesti gallinn lángspilsins, að
þar eru eigi til neinar »hálfar» nótur.
Otlesen sál. var lágr meðalmaðr vexti, en þétt
vaxinn og limaðr vel og hinn knálegasti maðr;
hið mesta nettmenni og prúðmenni var hann, og
hinn kurteisasti að öllu.
AUGLÝSÍNGAR.
— Samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 inn-
kallast hér með allir þeir, er skuldir eiga að heimta
í dánarbúi eptir bóndann Ecjgert Vigfússon Fjeld-
sted á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit, er andaðist þ.
8. Ágúst þ. á., til þess innan 6 mánaða frá
síðustu birtíngu innköllunar þessarar að lýsa skulda-
kröfum sínum og sanna þær fyrír skiptaráðandan-
um í Snæfellsnessýslu.
Seinna lýstum kröfum verður ekki gegnt.
Skrifstofu Suæfellsnessýslu þ. 2fi. Oktbr. 1866.
P. Böving.
— Föstudaginn þann 28. Desembermánaðar,
kl. 12, miðd., verðr á þíngstofu Reykjavíkrkaup-
staðar haldið opinbert uppboðsþíng og þar boðnir
annaðhvort til leigu eða erfðafesta: 4 túnvellir
á III íð a rh ú sa lóð i n n i.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu minni
frá því í dag, svo og veiti eg aðrar upplýsíngar
þeim, er kunna að óska þess.
Skrifstofu bæarfógeta í Reykjavík, 15. Desember 1866.
A. Thorsteinson.
— Miðvikudaginn hinn 10. Aprílmán. næst-
komandi, um hádegisbil, verða eptir beiðni hlut-
aðeigenda, við opinbert uppboð að Hamri í Borgar-
lireppi, boðin upp til sölu 15 lindr eðr % partar
áminnstrar jarðar Hamars, með 3 kúgildum og
4 vætta 20 flska landskuld, samt öllu tilheyrandi,
að réttri tiltölu, gegn borgun í silfrpeníngum, og
að öðru leyti eptir skilmálum, sem nákvæmar verða
birtir á uppboðsstaðnum, meðal hvorra er sá, að
nú verandi ábúandi áskilr sér ábúðarrétt á jarðar-
partinum næstkomandi fardagaár.
því vildi lysthafendum þóknast að mæta á
ofannefndum slað og tíma.
Skrifstofu Mýra og Hnapparialssýslu, 10. Dosembr. 1866.
Jóh. Guðmundsson.
— Af því að jól og nýár fara nú í liönd, vilj-
um vér vekja athygli foreldra og annara, sem ætla
að gefa börnum og únglíngum jóla, eða nýárs
gjafir, að ekkert er betr lagað til þessa en hið
íslenzlta Nýa Testamenti, sem hið Engelska og út-
lenda Riflíufélag hefir geflð út.
— paret) ýmsir feríiamenn úr Skeptafolissýslu og máske
undan Eyafjóllum, um nokkur undanfarin ár, hafa bætíi í
subr og austr leit), tekiþ sðr áfángastab í svok'illuþn Ilofs-