Þjóðólfur - 16.09.1867, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.09.1867, Blaðsíða 2
162 — — ELDR UPPI. — Fimmtudaginn 29. f. m. (höf- uðdaginn), var hér í Reykjavík, og vér ætlum víð- ast hér sunnanlands, þykt veðr og spakt, og and- aði heldr af austri landnorðri framan af degínum en svo lítið að varla varð þess vart. |>egar upp- úr dagmálunum, fór að finnast all megn fýla úti við og síðan inní húsunum einnig, og hélzt hún við allan daginn; þeir sem kunnugir eru jöklun- um í Skaptafellsýslu og hafa ferðazt þar um Breiða- merkr- og Skeiðarár-sand, og yfir Jökulsá á Sól- heimasandi í góðu veðri og þegar vatn er sem minnst í henni, fundu bráttað þetta var hin megn- asta «jökulfýla» og eigi annað1. þegar fram á daginn kom, fóru að heyrast dynkir og brestir miklir í fjallabygðunum og hér um nesin eink- um Kjalarnes og Iíjós og Akranes, þangað er hin miklu fjöll Esjan og Akrafjall dróu til sín drunurnar, hið efra um Borgarfjörð heyrðust þær eigi fyrr en undir kveld; en hér i Reykjavík og á nesinu urðu fáir þeirra varir nema einstaka maðr lítið eitt er voru staddir á hæðum uppi hér fyrir ofan, og þ’ó óglögt; hér liggja heldr ekki nein fjöll að í nánd eins og allir þekkja. Daginn eptir, föstud. 30. f. mán. varð eigi vart neinnar fýlu neinstaðar, en brestir heyrðust þá en víða og þó daufar en hinn fyrra daginn. En eptir sólsetr um kveldið, eður eptir kl. 7 '/2, sást eldgosið glögglega og eldrinn gjósa upp og leggja á lopt upp, bæði héðan úr Reykjavík og víðsvegar að úr öðrum sveitum fjær og nær, norðanlands og austur í Hornafirði víðsvegar um þær sveitir; frá Ileina- bergi í Suðrsveit sást eldrinn enn laugardags- kveldið 31. en eigi höfum vér sannar sögur af að hann hafi sézt annrstaðar að þann dag, og hvorgi dagana þar á eptir eður síðar. Öskufalls hefir hvergi orðið vart, svo að menn hafi tekið eptir, nema um sveitirnar beggja meginn Breiða- merkrsands : Öræfasveit að vestan og Suðrsveit að austan. |>ar varð öskufallið svo mikið, að jörð brá lit og kál varð svart í görðum, en hvorgi fyrir vestan Skeiðarársand né norðanlands. Af því eldrinn sást svo glögglega af láglend- inu hér syðra, töldu flestir engin tvímæli á því með fyrsta, að hann hlyti að vera eigi all langt héðan, og eptir stefnunni héðan: miðja vega milli rétt- 1) þessi liin sama fýla fanst bæbi víbsvegar nrn sveitirnar fyrir austan fjall, víst allt austrab Markarfljóti og um Borg- arfjörb; ó Gilsbakka var prestskonan og ein systir benuar ab- komandi, á skemtigángi þar um hiun fagra skóg fyrir neban, á álibnum degi, og brá þá fýlunni svo suögt og megnt þar yflr, og eigi fyrri, ab bún tók fyrir allan skógar- og grasa- ilminn. vísandi austrs og landnorðrs, töldu menn því lík- legast að hann mundi vera í hinum gömlu bruna- fjöllum austr af Skjaldbreið, milli suðrenda Lang- jökuls eður Baldjökuls og fjallanna norðr afLaug- ardalnum. En brátt barst fregn úr uppsveitnm Árnessýslu, hina næstu daga á eptir, að eigi væri eldrinn um neinar þær stöðvar, en aptr fullyrt um hríð, að hann mundi vera i Rauðukömbum norðr af Hreppamanna afrétti, er brunnu ár 1344 eðr um þan missiri og gjöreyddist öll bygð í Fossárdal af þeim eldi, heil kirkjusókn með 11 jörðum, eptir því sem annálar segja. En öllum er stefnunnar gættu, mátti vera fullljóst að þetta gat eigi verið með neinu móti, því Rauðukambar eru sem næst í há-austr, réttvísanda, héðan, og því síðr gat það komið heim við eldstefnuna frá öðrum stöðum, þar sem hún var nákvæmlega miðuð, t. d. hið efra um Borgarfjörð, af Eyrar- bakka, og frá Bjarnanesi og kirkjustaðnum Holtum í Hornafirði; enda barst Rauðukamba fregnin brátt til baka með fullum sanni, þó að menn væri í lengstu lög tregir að gjöra sér í hugarlund og því síður að trúa því, að eldr þessi gæti verið vestan- norðvestan til í þeim hluta Yatnajökuls er Skaptárjökull nefnist, sakir fjarlægðarinnar, þar sem eldrinnn sást svo glögt víðs vegar að hér vestra; fóru þá nokkrir að miða hann við Skapárgljúfr og um sömu stöðvar sem jarðeldrinn 1783 kom upp, en þetta er einnig móti réttri stefnu, enda ber og öskufallið það til baka, í sambandi með því að engi sáust þess leiðis ummerki á Skaptá eða að neins öskufalls yrði vart hvorki um bygðir né afrétti Suðrmanna né heldr um Skaptártungu. Og þóað menn austr um Hornafjörð teidi líkleg- ast að eldrinn væri í Grímsvötnum eðr um þær stöðvar, þá getr það með engu móti samrýmztvið stefnuna frá Holtum í Ilornafirði, og Bjarnanesi hinumegin Fljótanna, en báðir þeir kirkjustaðir liggja einmitt, á 64° Nbr. því þaðan var eldrinn að sjá «í miðaptanstað» eðr hávestr réttvísanda, einsog aptr frá Stafholti, Reykholti, Hjarðarholti og Gilsbakka í Borgarfirði, en allir ;þeir staðir liggja ýmist rétt fyrir sunnan eðr rétt fyrirnorðan 64° 401 Nbr., virtist eldrinn vera að sjá í há- austr eðr suðr hallt austr; frá Eyrarbakka har eld- inn miðja vega milli Búrfells á Hreppamanna af- rétti (vestanvert við þjórsá i óbygðurn) og Heklu þó fremr nær Búrfelli, þ. e. í hálandnorðr rétt- vísanda. Kaupskipið Cito skipstjóri Stephansen frá Khöfn, var á hingað siglingu vestr með land- og staddr suðr af Dýrhólaey (Portland) er hann L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.