Þjóðólfur - 30.10.1867, Side 4

Þjóðólfur - 30.10.1867, Side 4
— 192 — út sem menn búizt við einhverjum stórtíðindum. Svo mikið er og víst, að meginþorra frakknesku þjóðarinnar lángar til að bekkjast til við Prússa, og óskar einskis fremr en að fá að reyna sig við þá. Frakkar hafa lengi verið herskáir og frægð- argjarnir, enda hefir og engin þjóð þótt standa þeim jafnfætis í hernaði síðan um aldamótin, að minsta kosti eigi á meginlandi Norðrálfunnar. Na- poleon 3. hefir og haft þá stjórnaraðferð að halda þessari frægðartilfinnfngu lifandi hjá þjóðinni, og hefirhonum þótt það hollara fyrir sitt vald að láta þegna sína hugsa um að berja á blámönnum, þeg- ar ekki hafa verið aðrir til, heldren að fá rýmkun á ýmsu ófrjálslegu fyrirkomulagi heima hjá sér. En það hefir farið fyrir Frökkum eins og stendr í vísunni: «Hann gat engan á himni vitað» o. s. frv. í fyrra sumar urðu þau tíðindi í þýzkalandi i viðskiptum Prússa og Austrríkismanna, aðFrakk- ar efast um, að þeir sé álitnir mestir hermenn og eru þeir hræddir um, að margir munu álíta Prússa sér jafnsnjalla eptir þær orustur, sem þá urðu. Fyrir því liafa Frakkar altaf síðan verið að finna sér ýmist til, til að vita hvort Prússarmundi þora að teljast sér jafnsnjallir. þessi var undir- rót Luxemborgarsamninganna, en Frakkar eru engu ánægðari eptir en áðr, þótt Prússar færi þaðan^ og þykir þeim jafn óútkljáð um, hvor *snjallari» sé. Nú hafa þeir fengið sér fyrir átyllu samn- ingana milli Prússa og Dana um Norðr-Slesvík; þó er allt á huldu enn, hvað lángt Frakkastjórn muni fara í það mál. það þykir óvíst, hvað því veldr, að Prússar hala þar svo ódrengilega gengið á bak orðum sínum og gjörðum samníngum í fyrra sumar, sumir ætla að Prússar vili ekki láta að orð- um Frakka með þetta lítilræði, aptr aðrir, að það sé einúngis ágengni við Dani, þar eð ekki sé að óttast, hvort þeim líki betr eða verr. En hvernig sem það er, þá er þetta kærkomin átylla fyrir Frakka, enda væri og vel þólt Prússum héldist eigi allr ójafnaðr uppi. En þótt frakkneska þjóðin, eðr meginhluti hennar hafi eigi á neinu svo mikinn áhuga sem að reyna sig við Prússa, þá þykir óvíst, hvað keisaranum er sá lcikr ljúfr, því að honum dylst eigi, að það þarf meira en orðin ein til að bæla þýzkaland, en hinsvegar sér hann, að það muni ekki auka vin- sældir sínar eða virðingu hjá þegnum sínum ef ó- friðr er hafinn og ekkert verðr ágengt, eðr ef hann jafnvel biði lægra hlut. En það er annað sem knýr hann áfram, og það er að megn óánægja er í Frakklandi með stjórnina nú sem stendr, svo keisarinn sér, að annaðhvort verðr hann að blekkja þegna sína með sigrvinningum erlendis, eðr hann verðr að fullnægja kröfum frelsisvinanna, og rýmka eigi alllítið um ýmislegar stjórnarskipanir. En menn þykjast vita, að keisarinn sé eigi síðr hræddr við þetta úrræðí en við orrustur, svo það virðist að vera undir því komið, hvor óttinn verðr rík- ari, hvort ófriðr verðr eða ekki. Margar eru get- ur manna hér um, hverir muni veita hvorum, Frökkum eða Prússum, ef ófriðr verðr, en þær getgátur eru eins og eðlilegt er eigi síðr útí loptið en um það, hvort ófriðr verði eðr ekki; en hvern- ig sem fer, þá segja Englendingar, að þeir muni láta sér þetta mál alveg óviðkomandi og veita hvor- ugum; þeir hafa á síðari árum eigi verið hlutsam- ir, þar sem til handalögmáls hefir komið, og halda þeir fast við þá stefnu enn. En þrátt fyrir allt þetta er engin vissa fyrir því, að nokkr ófriðr verði fyrst um sinn. En það er engum efa bundið að Frakkar æskja ákaft eptir ófriði og búa sig að vopnum og hergögnum í mesta ákafa, og eins gjöra Prússar og lítr því svo út sem þeim þyki ekki ugglaust um, að eigi þurfi að taka til vopnanna þegar minnst varir. J>að er sagt, að Krítaruppreistin sé nú bæld að fullu, en jafnframt er sagt, að Kríteyingar sé að flytja sig í hópatali yfir til Grikklands og suðr- hluta Ítalíu. — Bls. llShér aí) framan er niinnst andláts hdsfrdr Krist- ínar (Torfaddttnr) Sæmundsen, er andafcist her í stalbn- um 19. Maí þ. á. á 26. ári; hdn var jarísett 25. s. máu., og hafíú skáidib sira Mattliias Jochumsson sett henni grafletrer var prentab. Af því niíírlagsstefln eru almennrar hugsunar og þjkja skáldleg eins og flest er sira M. J. lætr frá ser koma, setjum vér þau hér. Hjólið er valt, hjartað vort brennheitt er strax orðið kalt; mundu það faðir og móðir, maki og bróðir! Lífið er fljótt: líkt er það eldíng, sem glampar um nótt, Ijósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. J>ér sé vel þó þú, sem nú sefur í heilagri ró! Látinn ei lífsstunda saknar, Ijósinu vaknar. Ilitt er svo þúngt, að liorfa’ á hið elskaða deyja svo úngt; trygðanna tár eru nöpur, trúin vor döpur!

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.