Þjóðólfur - 23.12.1867, Blaðsíða 3
1 norðrhöfunum, er allt annað hvalakyn. f>eir
hvalir, sem Sveinn Taun hefir veitt í norðrhöfun-
nm, eru sléttir á bakinu með engum ngga upp úr
því, en okkar venjulegu hvalir, bæði stórir og
smáir, eru með bægsli upp úr miðju baki, að und-
anteknum sléttbaksreiðum.
Sveinn Taun hefir fengizt mikið við okkar
hvalakyn, og eitt sumar í Júlí og Ágústmánuði,
eptir að hann hafði komið úr selveiðaferð i Græn-
landshafi, reyndi hann hvalaveiði með norvegs-
ströndum norðarlega, og heppnaðist að járna og
drepa að því, sem hann hélt 10 hvali; en fékk að
eins einn, rétt af hendíngu, eptir sem honum sagð-
ist frá. þennan hval holskaut hann með járnum,
svo að hann sökk til botns, og var honum ekki
auðið að ná honum upp, en að 8 vikum liðnum
var hann einmitt á sama svæði, þá flaut hvalrinn
þar; hafði honum flolað upp. Einn hvalr ekki stór
hljóp með hann 10 vikur sjóar, og sleit hann
seinast úr sér tvær kaðaltaugar, og áleit hann þá
óvinnandi, bæði vegna þess, að þeir væri ómæð-
andi vegna megurðar og svo væri þeir svo sterkir;
aptr á móti væru hvalir við Grænland svo feitir
og svifaþúngir, að hægt væri að mæða þá og
vinna.
Sveinn Taun er hinn mesti framkvæmdar og
dugnaðar maðr, fer hann hvorn vetr til selaveiða
í norðrhöfin snemma í Marzmánuði, ogkemrvana-
lega heim snemma í Júnímánuði, hann hefir 3
skip ár hvert við selaveiðar, og aflar opt vel, og
er jafnan mestr fengr á því skipi, er hann er
sjálfr á. Nú i sumar er leið, var verið að setja
gufuvél á tvö Grænlandsför hans, sagðist hann gjöra
það til þess, að geta, þegar lognværi, komizt sem
lengst inn í ísinn, og fært sig fram og til baka
eptir vild sinni.
Sveinn Taun er mjög ríkr maðr, og hefir
hann mest grætt á selaveiðum. Mest sagðist hann
hafa fengið 75 þúsundir sela smáa og stóra í
einni ferð, og var þá skip hans mjög hlaðið.
Mest af þessum sel eru kópar, sem þeir taka á
isnum, og eru þeir vanalega með 20 til 40 ® af
spiki hver. jþegar heim er komið, er allt spikið
hrætt með gufuafli, er sú bræðsluvél svo fjarska
stórkostleg, að á einum degi verða bræddar 120
ll>nnur af lýsi. Út frá gufukatlinum gánga eir-
P'Pnr niðr í stór krínglótt ker, og eru þau járni
brydd að innan, en af tré að utan, er svo til hag-
að, að þegar spikið bræðist, er snúið krana, rennr
Pá lýsið gegnum tilbúna rennu, sem liggr yfir í járn-
^assa, er tekr 140 tunnur. Úr þessum kassa er
krani, og er með honum tappað í tunnurnar, svo
erfiðismunirnir eru engir við bræðsluna. |>etta
lýsi er skærra og glæjara, þefminna og bragðminna,
en venjulega sellýsið hjá oss. j>að er hvorttveggja,
að Túnsberg er eitthvert elzta konúngssetrið í Nor-
vegi, enda er það fallegasta hérað sem eg kom
þar í. Konúngsgarðrinn gamli hefir staðið á mikilli
hæð, sem er ofanhalt í bænum; hefir þar verið
tilbúið af náttúrunni ágætt vígi Nú sjástþareng-
ar leifar af konúngshöllinni gömlu nema brunarústir.
Á hæð þessari hafa bæarmenn reist allháan turn
af timbri, og er þaðan bæði fallegt og míkið víðsýni.
Hinn 26. September fórum við með litlagufu-
bátnum Birni farmanni, ofan eptir skurðinum til
Yallerö. þaðan fórum við með stærra gufuskipi,
er hét Excellensen, og átti að fara til Gautaborg-
ar í Svíþjóð; þángað komum við um nóttina, kl.
1. Ilinn 27. Sept. vorum við um kyrrt í Gauta-
borg, því gufuskipsferð fékkst ekki fyren að morgni
hins 28. Gautaborg stendr við botninn á alllöng-
um firði, við ósa Gautelfar. f>essi elfa er skip-
gcng lángt upp í land. j>ar var mest timbr, er
eg sá; þar eru og mjög glæsilegar sölubúðir, og
hús bæði falleg og mikil. þar var verið að grafa
skipgengt síki í kríngum borgina; var það byrjað
fyrir mörgum árum, og verðr þetta mikla þrek-
virki búið næsta ár. Síkið er nálægt 60 álnum á
breidd, og nógu djúpt fyrir stórskip, að getalegið
alla vega við borgina. Daginn, sem eg var í
Gautaborg, varð mér mjög starsýnt á, að sjá þetta
stórvirki, og hverju bændr geta afkastað, að grafa
svona í gegnum hvað sem fyrir er. Aldrei getr
maðr betr og glöggar fundið og séð, hvað aumir
og vesalir vér erum í samanburði við aðrar þjóðir,
en að standa við og horfa á þessi miklu manna-
verk, og hugsa heim, að ekki sé slunginn fram
moldarbakki, til að leiða vatn af foræðismýrum,
því síðr minstu viðburðir að bæta hafnir og lend-
íngar.
í Gautaborg eru margar verksmiðjur, sem eg
gat því miðr ekki séð. í borg þessari er talið
að sé nálægt 50 þúsund íbúa. 28. September
um miðjan morgun fórum við frá Gautaborg, með
sænsku gufuskipi, sem hét Najaden; átti það að
fara til Kaupmannahafnar. þennan dag skreið
gufuskipið með landi fram, og kom við alls einu
sinni á leiðinni, og beið af sér svartnættið. Dag-
inn eptir, eða þann 29. komum við til Helsíngja-
borgar, sem stendr anspænis Ilelsíngjaeyri; þar
stóð gufuskipið við að eins klukkustund, að liðnu
nóni komum við til Iiaupmannahafnar. (>að er