Þjóðólfur - 23.12.1867, Blaðsíða 6
sem minna var eptir, að fá ekki fullan endir mál-
anna eptir því sem þeir vildu; því að nú er ekki
annað eptir, en lítill skiki, er kallað er Páfaríki,
er eigi heyrir undir Ítalíu konúng. En hinu ver-
aldlega valdi páfans yfir þessu litla ríki hefir eigi
verið auðhrundið, þar sem hann hefir jafnan haft
útlent herlið sér til varnar. En er Napóleon kall-
aði lið sitt frá Róm í fyrra haust, þókti sem björn-
inn væri unninn, en jafnframt því er Napóleon
kallaði lið sitt heim í fyrra haust lét hann það
skilyrði fylgjaíhinum svo nefnda Septembersamn-
íngi, að ítalastjórn ábyrgðist, að eigi væri neinar
árasir gjörðar á páfann eðr riki hans. En marg-
ir héldu, að eigi hefði svo mikil alvara fylgt þessu
skilyrði fyrir Frakkakeisara sem síðar varð raun á.
Skömmu eptir burtför Frakka úr Róm fóru því að
hefjast flokkar á Ítalíu mest fyrir undirróðr og á-
eggjun Garíbaldis og hans manna, og þótti þeim
nú vera tími kominn til að láta nú páfann eigi
lengr undan draga, þar sem nú væri ekki að ótt-
.ast Frakka. Svo lítr út sem ítalastjórn hafi gefið
þessu lítinn gaum, og ætlað að í hótunum einum
mundi lenda fyrir þeim Garíbaldi.
í fyrra mánuði varð þó alvara úr þessu; vopn-
aðir flokkar réðust á lönd páfa og voru fyrir því
liði Garíbaldi og synir hans. Sá þá ítalastjórn,
að ekki mátti svo búið standa, og lét taka Garí-
baldi, er hann var staddr í Flórenz, og flytja hann
til eyar sinnar Caprera; lét hún og herskip halda
vörð um eyuna, að Garíbaldi kæmist eigi á land;
jafnframt því lét og stjórnin setja hergarð á landa-
mærum Ítalíu og páfaríkis, svo að eigi næði ó-
friðarflokkar að fara inn yfir landamærin, og hefði
sá hergarðr verið nógu tryggr hefði páfaliðið verið
einfært um að bæla þessar óeirðir, því að þcgnar
páfa voru engan veginn eins fúsir til að grípa til
vopna móti lánardrottni sípum páfanum eins og
þeir Garíbaldi höfðu ætlað, eðr að minnsta kosti
ekki eins alment. En það var lángt frá að her-
garðr þessi væri nógu tryggr til að varna flokks-
mönnum Garíbaldi að streyma inn yfir takmörk
páfaríkisins, og safnaðist þeím brátt mikið lið, því
að þeirra mál er all vinsælt víðsvegar um Italfu,
en aðgjörðir stjórnarinnar mjög óvinsælar. Páfa-
liðið varð nú víðast hvar að hörfa undan flokks-
mönnum Garíbaldi og svo efldust þeir eigi lítið
við það að Garíbaldi tókst að sleppa í land frá
Caprera og i gegnum hergarð ítalasljórnar og tók
hann þá sjálfr við yfirstjórn yfir flokksmönnum
sínum. Tóku þeir nú hvern staðinn á fætröðrum
og bjuggust menn á hverri stundu við að heyra,
að Garibaldi væri búin að ná Róm.
En er þessi tíðindi spurðust norðr til Frakk-
lands þótti Napóleoni ítalastjórn eigi hafa sýnt
mikinn skörúngsskap í að fullnægja því skilyrði,
er hann hafði gjört í Septembersamníngnum, að
páfanum skyldi engar ónáðir gjörðar, og kvaðst
hann mundu senda lið til ítaliu til að reka Garí-
baldi og hans flokka út úr páfalöndum. Urðu
menn mjög ókvæða við þessar fregnir á ItalíuJ
kváðu það hafa verið hinn mesta heigulskap úr
Yikctori konúngi og ráðgjöfum hans, að hafa sam-
þykkt Septembersamnínginn, og þó væri það nú að
bæta gráu ofan á svart, ef þeir liði Frakkakeisara
það ofríki að vaða inn í málefni Ítalíu er hann
varðaði að engu, og væri það réttast fyrir Itala-
stjórn að svara hótunum Frakkakeisara með því að
fara með allan sinn afla til liðs við Garibaldi og
taka Róm. En um þessar mundir urðu ráðgjafa-
skipti og veitti í fyrstu örðugt að fá aðra til að
taka við, og varð því lítið um aðgjörðir; en þetta
aðgjörðaleysi var jafn óvinsælt hjá ítölum og hja
Frakkakeisara, og varð sá endir á, að NapóleoU
sendi lið til Ilóm sjóveg frá Toulon. En DÚ
kenndi brátt liðsmunar, er Frakkar voru komnir 1
leikinn, og urðu þá páfamenn djarfari er þeirhöfðu
þá að baki sér, þeir réðust því á þá Garíbaldihjá
þorpi einu, er heitir Mentana; varð þar hin harð-
asta hríð, og þykir víst, að svo mundi hafa farið
sem fyr, hefði páfamenn og Garíbaldimenn áttz1
einir við, en nú fór svo að þeir Garíbaldi urðu
að hörfa undan og að fjalli einu eða hæð Monte
Rotondo, þar sem þeir höfðu víggirðíngar; hófst
þar hin næsta hríð og stóð hún yfir í nokkraf
stundir, lauk svo að þeir Garíbaldi biðu algjörðau
ósigr og komst hann nauðulega undan sjálfr,
er hann komst að Iandamerkjum gafst hann upP
í hendr hinum ítalska her sem þar var, og er sagt
að hann muni verða hafðr í gæzlu í Spezzia.
frakkneskum stjórnarblöðum, er gjört sem miuust
úr framgaungu Frakka, og sagt að það hafi vef'
ið páfamenn einir, er sigrað hafi, svo að setu
minnst sé gjört úr afskiptum eðr hlutsemi Frakka
keisara um það mál. En hverjum sem sigr'nn
var að þakka, þá var páfaríkið jafnskjótt hreinsað,
svo nú er þar allt kyrrt og engir óeirðarflokkar-
En Frakkar eru enn í Róm og segjast þeir muu11
fara heim undir eins og allt sé komið í lag aPtr’
en það þykir nokkuð óákveðið, og muni þeir leI,Sl
geta verið þar undir því yfirskyni. Napóleon keis
ari er að reyna að koma saman konúngastefnu 1